Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
þri. 18.11.2008
Ég er eini sanni framsóknarmaðurinn
Það gefur augaleið að ég er langstórasti framsóknarmaðurinn og ætti í raun að vera formaður flokksins. Förum yfir þetta, pabbi var bóndi um árabil og að sjálfsögðu framsóknarmaður, ég hjálpaði pabba við búskapinn þegar við svo fluttum í kaupstað og pabbi hætti búskap þá hélt hann að sjálfsögðu áfram að vera framsóknarmaður. Svo langt gekk framsóknarmennska pabba að hann múraði ekki ófáa kofana fyrir flokksbræður sína með stórafslætti sem hugnaðist framsóknarmennsku flokksbræðranna, ég hjálpaði pabba oft við múrverkin fyrir flokksbræður hans.
Að sjálfsögðu fór pabbi að vinna hjá kaupfélaginu, það gera allir sannir framsóknarmenn og sætta sig að sjálfsögðu við launakjör sem framsóknarmennskan býður hinum almenna staurblinda framsóknarmanni. Til að undirstrika svo hinn dygga stuðning við framsóknarmennskuna þá bar pabbi Tímann út frítt í framsóknarbælinu sem kauptúnið var kennt við, ég hjálpaði pabba líka við að bera Tímann út frítt til flokksbræðra hans. Blessuð sé minning hans.
Maggi Stef má vera drulluspældur mín vegna, hann er ekki framsóknarmaður frekar en hundarnir mínir hafa hófa og hneggja. Nei Maggi Stef hefur ekki hundsvit á því hvað er að vera sannur framsóknarmaður enda hefur hann aldrei tekið þátt í því að bera Tímann út frítt og múra hús flokksbræðra sinna með flokkshollum afslætti.
Góðar stundir.
![]() |
Bjarni móðgar framsóknarmenn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 18.11.2008
Þvílíkur blábjáni þessi maður!
Að giftast konu með reynslu og vera ósáttur við það, hvað er hægt að vera mikið steiktur í kollinum?
Reynsla er af hinu góða, á öllum sviðum....
Góðar stundir.
![]() |
Jómfrúrdómur ógildur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
mán. 17.11.2008
Mun klaufagangur Árna Matt klúðra
þessu máli svo duglega að Færeyingar hafni því algerlega að hafa komið til Íslands, aldrei nokkurn tímann?
Í guðanna bænum haldið dýralækninum fá þessu, það er lámarks kurteisi sem við getum sýnt vinum okkar frá Færeyjum.
Góðar stundir.
![]() |
Færeyski fjármálaráðherrann kominn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 17.11.2008
Af hverju eru allir svona vondir við
Jón Ásgeir? Er Bónus ekki góð búlla, eigum við ekki að þakka fyrir hana?
Góðar stundir.
![]() |
Sýnist Jón Ásgeir hafa framið nýtt lagabrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 16.11.2008
Beðið á hliðarlínunni eftir skömmtunarmiðanum
á meðan þessi hér tjáir sig opinn ofan í rassgat eins og venjulega. Það fylgir kannski með skömmtunarmiðanum ræða sem fellur í vel inn í hítina Döpur er viðspyrna minna manna og hvað kemur næst? Afsláttur á helsta baráttumáli flokksins sem er afnám kvótakerfisins og ómannúðleg mannréttindabrot á sjómönnum og íbúum sjávarþorpanna.
Afsláttur á baráttunni fyrir þeirri rányrkju sem stunduð er á landsbyggðinni í samþjöppun kvóta til örfárra útvalda og byggðirnar lagðar í eyði. Af hverju myndi mér ekki bregða ef maður læsi það einn daginn í fjölmiðlum að þeir sem á sínum tíma yfirgáfu flokka sína drulluspældir þegar þeir voru færðir niður listann eftir prófkjör væru komnir heim í gamla flokkinn sinn.
Ég er steinhættur að skilja hvað er í gangi og hvernig menn spila úr þeim sóknartækifærum sem skapast hafa. Steinsofandi skal rekið að feigðarósi og þegar ísköld gusan skellur í andliti svefnenglanna er það því miður allt of seint að bjarga sökkvandi fleka. Ég verð að nota fleka í samanburðinn þar sem orðið skip á það ekki skilið að vera bendlað við svona dugleysi.
Góðar stundir.
![]() |
Veit ekki hvað í þessu felst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sun. 16.11.2008
Var skrifað undir án þess
að hafa hugmynd um heildarupphæðina eða er verið að halda hrikalegum staðreyndum leyndum fyrir almenningi? Hvað veldur því að við fáum ekki að vita nákvæmlega hvað er verið að skuldsetja okkur fyrir háa upphæð? Eru stjórnvöld að vonast eftir því að almenningur verði búinn að gleyma þessu í lok næstu viku? Út með þetta lið og kjósum nýtt fólk til að leiða okkur á þá braut sem telst mannsæmandi vel menntuðuð og tæknivæddu vestrænu ríki.
Góðar stundir.
![]() |
Icesave-deilan leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
sun. 16.11.2008
Akureyringar eru með það á hreinu
hverjir rændu þá. Ekki spillir fyrir að vekja dugleg athygli á því og merkja bækistöðvar ræningjanna á viðeigandi hátt.
Fyrir örfáum dögum var reynt að taka innanstokksmuni bankans upp í skuld sem einn viðskiptavinur bankans taldi sig eiga inni en fengi ekki borgað með góðu.
Góðar stundir.
![]() |
Sjóræningjafáni við Landsbankann á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
lau. 15.11.2008
Er Frjálslyndi flokkurinn staðráðinn í því að eyða sjálfum sér?
Á sama tíma og aðrir flokkar svo sem framsókn og sjálfstæðisflokkurinn flýta sínum flokksþingum þá frestar Frjálslyndi flokkurinn sínu þingi fram í apríl.
Ekki veit ég nákvæmlega hvað forustunni gengur til með þessu, halda mætti að menn hræddust þetta þing og frestuðu því vegna væntanlegra mótframboða á forustuna. Ekki get ég með nokkru móti séð það að frestun leysi einhver vandamál sem að flokknum hafa steðjað. Nær væri að halda þingið strax eftir áramót og gera upp þau mál sem helst hafa hrjáð flokkstarfið og brýna helstu baráttumál flokksins.
Ef haldið verður fast við það að þingið fari fram í apríl er ég ansi hræddur um að dánarvottorð flokksins megi gefa út á vordögum. Flokkurinn sem stofnaður var meðal annars til höfuðs kvótakerfinu og betri lífsafkomu fólksins í sjávarbyggðunum hefur svo duglega gleymt uppruna sínum að líkja mætti þessu við svart og hvítt.
Ég fer ekki nánar út í þau mál sem mér finnst farið hafa forgörðum hjá flokknum, en afstaða mín til forustunnar er flestum ljós og ætti fleyrum að vera ljóst að breytingar verður að gera ef flokkurinn ætlar sér ekki að lenda í sögubókum sem misheppnuð tilraun í baráttu fyrir bættum lífskjörum sjávarbyggða Íslands.
Góðar stundir.
![]() |
Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.11.2008 kl. 07:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
lau. 15.11.2008
Ísland er ekki gjaldþrota; íslensk yfirstétt er það.
Ég rakst á stórgóða pistil á vefnum og mæli eindregið með því að fólk lesi hann. Hlekkurinn er hér.
Góðar stundir.
![]() |
Guðni vill skoða ESB-aðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
fös. 14.11.2008
Hvað segirðu við konu með glóðurauga????....
Nákvæmlega ekki neitt það er búið að tala við hana...
Að lokum einn nettur fyrir svefninn.
Hjón fóru með fimm ára son sinn á nektarnýlendu á Spáni. Dag einn fór pabbinn í göngutúr á ströndinni meðan mamman lá í sólbaði og sonurinn lék sér í sandinum. Drengurinn fór að skoða sig aðeins meira um og kom svo til móður sinnar og sagði:,,Mamma af hverju er typpið á karlmönnum mismunandi stórt?" Mamman hugsaði sig lengi um, en sagði svo:,,Það er af því að þeir eru mis ríkir." Drengurinn var ánægður með þetta svar. Hann lék sér áfram og gekk um á ströndinni. Allt í einu kom hann hlaupandi til mömmu sinnar og sagði með látum:,,Mamma, hann pabbi er að tala við konu og hann er alltaf að verða ríkari og ríkari."
Góðar stundir.