Færsluflokkur: Bloggar
mán. 1.9.2008
Er virkilega eitthvað til í þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
sun. 31.8.2008
Þetta er svo krúttlegt
Þessi var óheppin!!!!!
Ekki var þessi heppnari!!!!
Og þessi toppar það alveg...
Ekki veit ég hvað þetta er með konur og svona rugl, þær eru að mínu mati bestar eins og Guð skapaði þær... Það er ekkert varið í að eiga kellu sem má ekki missa í gólfið án þess að hún skoppi rakleiðis út um gluggann og skoppi í framhaldi af því í gegnum tvö þrjú hverfi.... Það er kallað á mínu tungumáli vörusvik.... Og ekki reyna að fá mig til að útskýra þetta með að missa gripinn í gólfið.....
Góðar stundir.
Varað við hættulegum aukaverkunum af Botox | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
lau. 30.8.2008
Þessi sótti um og
það er líklegt að hún komi til með að hafa fulla stjórn á öllu, maður rífur ekkert kjaft við svona kellu....
Góðar stundir.
Börnin mín eru erfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 29.8.2008
Hluturinn varð til eftir að hann varð til !!!
Þvílík speki og er þetta ekki lýsandi dæmi um hverslags froðuhnakki þessi gaur er? Tilvitnun í fréttina. "Árni segist ekki vera búinn að eiga hlutinn í Byr mjög lengi, en segir hann þó ekki alveg nýtilkominn. Þessi hlutur er kominn til eftir að Byr verður til," segir hann.Tilv. lýkur. Þvílíkt rugl, gat hluturinn orðið til áður en hann varð til?
Fréttin er síðan í heild sinni hér. Það er allt í þessu fína hjá þessum gaur og engin ástæða til að hafa nokkrar áhyggjur, allt tal um þrengingar,yfirvofandi kreppu, fjöldauppsagnir og gjaldþrotahrinu einstaklinga og fyrirtækja er bara ímyndunin ein, það staðfesti slæðudrottningin með eftirminnilegum hætti rétt áður en hún flaug á vit ævintýranna með öðrum kengbeygðum slæðudrottningum í Betlehem sjá hér. Restin af hirðinni samþykkir þessi orð svo með algjöru aðgerðarleysi og ferðagleði.
Nú er freistandi að setja mynd af slæðudrottningunni með þessum skrifum en ég ber slíka virðingu fyrir þessari síðu að þannig risamistök verða aldrei gerð aftur... En látum (með trega) mynd af .............. fylgja þessari færslu...
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
fös. 29.8.2008
Selja og kaupa af sjálfum sér, það er
stóra trixið og gera það bara nógu oft í gegnum nógu mörg fyrirtæki, þá verður skyndilega til einsog fyrir galdra aukning á eigið fé... Svona er Ísland í dag.
Góðar stundir.
Tap Stoða 59,5 milljarðar króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 25.8.2008
Erfiður dagur framundan.
Á morgun verður svili minn Sveinn Sigurður Þorgeirsson jarðaður. Við hjónakornin förum eldsnemma í fyrramálið keyrandi til Reykjavíkur í jarðaförina. Þar sem frúin er búin að skrifa um þetta vísa ég í síðuna hennar.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 23.8.2008
Var einhver að tala um ljóskur?
Ekki veit hvort goðsögnin um heimsku ljóskunnar eigi við rök að styðjast, en er þetta ekki eitthvað í áttina að svarinu sem margir velta fyrir sér????
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
lau. 23.8.2008
Bloggvinur í heimsókn
Í gærkvöldi kom Jói bloggvinur minn í heimsókn. Einhvern veginn þá er maður búinn að mynda sér skoðanir á því hvernig fólk lýtur út sem maður hefur verið að skiptast á skoðunum við á blogginu, nú eða verið í símasambandi við eins og ég og Jói, og reyndar margir fleiri af mínum bloggvinum, og trúið mér, hugmyndaflugið hjá mér er býsna fjölbreytt og frjótt í þeim efnum...
Það verður ekki farið út í þá sálma hvernig og hvaða mynd ég var búinn að teikna upp af Jóa í hausnum á mér, en ég get þó sagt það að hann lýtur eiginlega allt öðruvísi út sem sú mynd sem ég var búinn að framleiða... Ég veit að þú skilur þetta félagi...
Í stuttu máli þá áttum við saman frábæra kvöldstund og ræddum náttúrulega eitthvað aðeins um sjávarútveginn og margt fleira. Að sjálfsögðu var ekki nokkur vandi að leysa þau vandamál sem að sjávarútvegnum snýr, frekar en önnur vandamál í þjóðfélaginu. Ég held svei mér þá að við tveir ættum bara að fara á þing, þessir andsk..... aular sem þar eru hafa hvort sem er ekki hundsvit á því hvernig leysa á svona smámál sem eru að pirra okkur...
Um daginn fórum við hjónakornin örstuttan helgarrúnt. Vestfirðirnir voru tæklaðir á mettíma með litla fellihýsið hennar Huld í eftirdragi... Á þessum örstutta rúnti hittum við nokkra góða bloggvini, Níels vinur minn á Tálknafirði tók á móti okkur með miklum glæsibrag, þar sem mín ektafrú átti afmæli akkúrat þennan dag þá hengdi Níels á sig svuntuna og framreiddi þessa dýrindis veislu sem var að sjálfsögðu gerð góð skil og kunnum við honum bestu þakki fyrir.
Áfram var haldið og á Ísafirði hittum við Ásthildi Cesil sem tók á móti okkur með miklum myndarskap, þar var stoppað í kaffi og spjallað um heima og geyma eins og verða vil í fjörugum hópi. Nóttinni eyddum við svo í litla fellihýsinu hennar Huld í einhverjum dal sem gengur inn úr Bolungarvík...
Daginn eftir hitti ég enn einn bloggvin hann Berta, Berti á bát með enn öðrum bloggvini mínum sem heitir Páll, Það var gaman að hitta Berta og spjalla svona augliti til auglitis enda höfðum við eingöngu talað saman í síma, því miður hitti ég Palla ekki í þetta skiptið en það gerist bara næst. Ég held að Palli hafi verið að leita að veskinu sínu...
Í leiðinni fórum við upp á Bolafjall að dást af útsýninu sem var stórkostulegt enda var veðrið eins og best verður kosið. Þarna uppi sá ég ákveðna persónu og í hreinskilni þá voru ansi fjölbreyttar hugmyndir sem þutu um kollinn á mér hvað mætti helst gera við ónytjunginn. Ég að sjálfsögðu sagði minni ektafrú frá nokkrum af þessum hugmyndum og var eiginlega rétt að komast á skrið í frásagnargleðinni þegar mín harðbannaði mér að fara út úr bílnum meðan ónytjungurinn var á svæðinu. Já útsýnið á Bolafjalli er frábært (út um bílgluggann)...
Góðar stundir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lau. 23.8.2008
Kafari fer niður með trollið !!!
Eitthvað hefur skolast duglega til hér. Hvað er kafarinn að gera við trollið sem duflið kom í? Þeim vantar kannski í soðið gæslumönnum og kafarinn látinn taka eitt hal svona í leiðinni fyrst hann á annað borð er kominn í hafið. Hvernig duflið fer síðan niður kemur sjálfsagt í næstu frétt.
Og vel að merkja þá er myndin með fréttinni af Þorvarði Lárussyni frá Grundafirði. Hér til vinstri er svo mynd af Gullver frá Seyðisfirði.
Góðar stundir.
Fékk tundurdufl í trollið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
þri. 19.8.2008
Brotlending á ofbeldinu
Það vantar ekkert upp á vælið og nú skal spila sig sem píslavott. Hvernig hafa Íslensk stjórnvöld hagað sér? Jú sem sendisveit Líú og græðgivæðingarinnar ekki satt?
Í fréttinni er meðal annars sagt "Viðræður hafa verið milli þjóðanna um karfastofnana án þess að það hafi skilað niðurstöðu en nú verður lögð áhersla á að reyna að semja um grálúðustofninn sem er mikið ofveiddur. Samkomulag er í gildi um aðra íslenska deilistofna, vitaskuld fyrir utan makrílinn sem hefur komið sterkur inn í ár.
Íslendingar hafa ekki fengið aðild að ákvörðunum annarra strandþjóða um heildarkvóta á makríl og skiptingu hans á milli þjóðanna og hafa mótmælt þeim. Fulltrúar strandþjóðanna hittast í október til að ræða stjórnun makrílkvótans á næsta ári. Þótt veiðar Íslendinga skipti augljóslega miklu máli hefur fulltrúum héðan ekki verið boðið að samningaborðinu og engar vísbendingar um að slíkt boð komi.
Stjórnun fleiri íslenskra deilistofna er í uppnámi" Tilvitnun lýkur.
Er Makríllinn sem Líú mafían hefur verið að stunda sjóræningjaveiðar á Íslenskur deilistofn? Hvað getur yfirgangurinn og hræsnin gengið langt? Ef Makríllinn er Íslenskur deilistofn þá hljóta aðrir stofnar sem flakka á milli landa að vera deilistofnar, þær þjóðir sem veiða úr þeim veiða einfaldlega að eigin vild eins og Líú vil hafa hlutina þegar það hentar þeim, hlutirnir geta aldrei verið einhliða, ekki satt?
Ofbeldisaðferðir Líú er að brotlenda.
Góðar stundir.
Nágrannar deila um deilistofna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)