Færsluflokkur: Bloggar
mán. 18.8.2008
Þegar sjálfstæðismenn sparka í afturendann á
sjálfum sér er fyrst hægt að tala um að ballið sé byrjað fyrir alvöru í Valhöll. Spurning hvað kvikindi telst flottast á ballinu og fær að vera næsta hækja. Stjarna Sjallanna hefur tjáð sig sjá hér og nú verður tekið til. Veiku hlekkjunum verður hent í ruslið og eins og áður segir spurning hvað liðleskju lík verður gróðursett í staðinn.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
mán. 18.8.2008
Glæpa hyski sem
skapar stórhættu á miðunum með kolólöglegum aðgerðum. Sea Shepherd eru öfgasamtök sem berjast við löglega ákveðnar veiðar á hval. Þetta lið á allt saman heima á bak við lás og slá, það er furðulegt hvernig þessir vitleysingar hafa fengið að vaða um með ólöglegum aðgerðum og beinlínis lygaáróðri.
Þessi mynd er táknræn fyrir samtökin.
Lógó samtakanna segir meira en mörg orð. Þessi gaur á alls ekki að ganga laus.
Ég biðst velvirðingar, þessum gleymdi ég alveg við gerð færslunnar. Er Þessi gaur ekki líka viðloðinn þessi samtök?
Góðar stundir.
Lögreglan í Japan lýsir eftir þremur liðsmönnum Sea Shepherd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
lau. 16.8.2008
Hestar bestir í tunnu
Það er öllum ljóst að þessir grasmótorar eru langbestir og hættu minnstir saltaðir í hæfilega stórum bitum í tunnu.
Góðar stundir.
Hestur hljóp á mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
þri. 12.8.2008
Sorp sægreifanna
Á Dv.is fer Svarthöfði nokkrum vel völdum orðum um sægreifana og hvernig þeir sinna samfélagsskyldu sinni. Greinin heitir Sorp sægreifanna og mæli ég með þeirri lesningu.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mán. 11.8.2008
Bowling getur valdið misskilningi !!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
sun. 10.8.2008
Ef tæknileg vandamál eru að
hrjá skuldatryggingaálagið á bönkunum, þá er þessi töffari væntanlega nokkuð fróður um hvernig leysa skuli svona smá tæknileg vandamál og mistök!!!!!!.....
Góðar stundir.
Tryggingaálagið tæknilegt vandamál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
mið. 6.8.2008
Ásmundur enn að og Fiskistofustjóri
nagar neglurnar. Hvernig stendur á því að það er ekki búið að byrta Ásmundi ákæru? Eru menn hræddir við eitthvað og ef svo er hvað er yfirvaldið hrætt við? Það skyldi þó aldrei vera að mannréttindaníðingarnir sitji skíthræddir heima í stofu af ótta við hvernig mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna bregst við ekki neinu svari mannréttindaníðinganna?
Góðar stundir.
Ásmundur mótmælir enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
þri. 5.8.2008
Auðvitað er þetta bara útaf öfund, kjaftæði og
málflutningur án þess að vita nokkur skapaðan hlut í sinn haus um ofurundrin (Íslenska fjármálasnillinga) Í það minnsta ef hlustað er á ofurstórstjörnu bankastjórana og aðra snillinga þeim tengdum, þá eru það þeir sem hafa litla sem enga trú á þeim uppfullir af öfund og vanþekkingu á því hvernig hlutirnir virka raunverulega í fjármálaheiminum.
Já á Íslandi erum við með hæfustu mennina og þeir vita nákvæmlega hvað þeir syngja og hvernig best er að gera hlutina hér, líka í útlöndum.
Þeir vita líka nákvæmlega hvernig best er að níðast á almenningi í þessu stórbrotna undralandi fjármálanna.
Þessi afburðarsnilld er skilgreind hér á frábæran hátt, greiningardeildirnar sem meta lánshæfi bankanna hafa greinilega ekki lesið þetta.
Það skildi þó aldrei vera að eitthvað væri farið að spyrjast út hvernig raunveruleg staða sjávarútvegsins er, einnig upplýsingar um alla kvótavöndlana sem þarf að afskrifa á komandi misserum?
Nú einnig gæti verið að upplýsingar hafi borist um það hvernig ástandið er almennt í þjóðfélaginu, það þarf ekkert að tíunda það hér, það er flestum fullkunnugt um það, ein undantekning er þó á því. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa hugmynd um hvernig ástandið er og staðfestir það með aðgerðarleysi sínu.
En eru hlutirnir ekki bara nákvæmlega svona í undralandinu bláa?
Góðar stundir.
Álag bankanna hækkar enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
fös. 1.8.2008
Er ekki eitthvað sameiginlegt með þessum
gaurum? Þá meina ég forstjórum bankanna og þeim (Enron gaurunum) sem sukkuðu og sviku allt sem hægt var að svíkja þangað til þeir voru settir í steininn eftir risagjaldþrot Enron.
Nú væla gæðingarnir eftir láni frá ríkinu sem á að redda rassgatinu á þeim eftir hömlulausa græðgi og óðráðsíu. Öll varnarorð blásin af og þeir sem gagnrýndu voru jú bara öfundsjúkir heilalausir fábjánar.
Það verða væntanlega einhverjar skúringakerlingar reknar í hagræðingarskini á haustmánuðum enda hagnaðurinn að minnka. Ekki mega þeir við því að minnka launin hjá sjálfum sér þessir gæjar.
Þetta myndband lýsir dásemdinni nokkuð vel.
Góðar stundir.
Evra ekki lausnin núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
lau. 28.6.2008
Hvalaskoðun er stórhættuleg
Hvalaskoðun gagnrýnd í Chile | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)