Flott hjá UNITED

Jæja strákar og stelpur, ég nenni ekki að hræra lengur í þessu og skrifa mitt síðasta blogg um boltann á þessari leiktíð.

United er vafalaust flottur klúbbur og verðugur handhafi titilsins. Það eiga allir sína spretti sumir flottari en aðrir.

Þessi sprettur UTD varði brottför dollunnar frá Old Trafford að sinni og jafnaði annað lið í Englandsmeistaratitlum.

Ég óska öllum UTD aðdáendum til hamingju með þennan frábæra árangur og ekki kæmi mér á óvart að meistaradeildar dollan verði áfram á Old Trafford, sjáum til.

Formúlan er handónýt fyrir mér þetta árið enda rauðu örvarnar út á túni og í tómu tjóni. Að skipta um lið í formúlunni er ekki valkostur frekar en að halla sér að öðru liði í enska boltanum.

Liverpool verður það allt til loka sem og Ferrari í formúlunni. Ef Ferrari hættir þátttöku í formúlu 1 þá einfaldlega hætti ég að horfa á þá íþrótt, einfalt.

Ef Liverpool til dæmis hættir þátttöku í fótbolta þá get ég alveg búið einhversstaðar þar sem ekkert sjónvarp næst hvað þá heldur útvarp.

Ipod hlaðinn nokkrum lögum með U2 og að sjálfsögðu þessu lagi sem ég smelli með hér fyrir neðan myndi duga mér 100%.

Á UTD ekkert baráttulag sem kyrjað er af aðdáendum? Allar ábendingar eru vel þegnar...Wink

Góðar stundir.
mbl.is Ronaldo: Ég er alsæll hérna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Takk fyrir góðar kveðjur Halli, það er bara ekkert meira til að skrifa um á þessari leiktíð, rauðu örfarnar ná sér, jú við eigum lag sem hefur fylgt okkur lengi ,,Oley oley oley oley oley oley. 

Högni Jóhann Sigurjónsson, 17.5.2009 kl. 13:57

2 identicon

United Road er líka oft sungið....

Take me Home, United Road,

To the place, I belong,

To Old Trafford, to see United,

Take me Home, United Road.

Jon Hr (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 15:59

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Horfðu og hlustaðu. Smá von til þess að þú sjáir ljósið. http://www.youtube.com/watch?v=hD9cmdk6Trg&feature=related

Víðir Benediktsson, 17.5.2009 kl. 17:05

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við verðum að óska þeim til hamingju. Okkar tími mun koma.
takk fyrir heimsóknina í gær, það er gott að fá vini eins og ykkur sem taka létt á málum.
Kærar kveðjur
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2009 kl. 08:01

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Svo heyrist oft hérna ,,WE are the champions,, og þá syngjum við við og erum þá ekkert að leyta uppi neina einfara, til að hughreysta eftir enn eitt árið, sem fara með veggjum hverja helgina eftir aðra langt fram eftir viku.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.5.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband