Marinó hvað verður svo gert

í málum þeirra sem skellt var á vanskilaskrá vegna þessara ólöglegu lána ?

Sleppa lánafyrirtækin frá þessum gjörningum með hreint borð ?

Fjöldi fólks lenti í vanskilum með nánast allt sitt út af þessum lánum sem svo aftur leiðir eða leiddi til þess að það missir húsnæði sitt á nauðungarsölu.

Fjöldi fólks fær enga aðstoð, afgreiðslu hvað þá heldur fyrirgreiðslu vegna þess að því var skutlað inn á vanskilaskrá vegna ólöglegra gjörninga lánafyrirtækjanna.

Hvað verður gert, verður höfðað skaðabótamál eða er málið dautt og allir sáttir ?

Nú væri gott að fá greinagóð svör á tungumáli sem allir skilja.

Góðar stundir.

 


mbl.is Höfða verður nýtt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ef ég gæti svarað því, Hallgrímur, þá myndi ég gera það með glöðu geði.  Þessi dómur gerir lítið annað en að færa víglínuna til.

Skandallinn við þessa niðurstöðu er að greiðsluvandi fólks hefur stórlega aukist.  Vilji menn túlka að ógreiddir vextir, sem nú falla á lánin, teljist vanskil, þá eru ástæður fjármálafyrirtækjanna fyrir aðförum ennþá ríkari en áður.

Satt best að segja, þá er held ég best fyrir fólk að koma sér í var með því að þiggja úrræði fjármálafyrirtækjanna um að flytja gengistryggð lán yfir í verðtryggð eða óverðtryggð lán með afslætti af höfuðstólnum.

Marinó G. Njálsson, 16.9.2010 kl. 20:11

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég á afskaplega erfitt með að sætta mig við það að fólk sé sett á svartan lista vegna ólöglegra lána sem ekki bara stökkbreyttust þau breyttust í skrímsli sem gjörsamlega rústaði öllum öðrum áformum fólks sem tekin voru í góðri trú.

Lánin eru dæmd ólögleg, vextirnir eru dæmdir úr leik hvað er þá eftir ?

Jú eitthvað orðagljáfur á A4 blöðum, má þá ekki alveg eins leiða líkur að því að lánið í heild sinn sé þar með fallið út af borðinu ?

Það hlýtur að vera einhver ábyrgð sem þessi fyrirtæki bera og er skylt að bæta fólki það tjón sem það varð fyrir.

Hallgrímur Guðmundsson, 16.9.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband