Frekar en standa í lappirnar

og krefjast þess að stjórnvöld virði úrskurð mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna á viðeigandiIsafjordur hátt á að leggjast á hnén og biðja um auma ölmusu sér til handa. Það má sjá í frétt á skip.is að bæjarstjórn Ísafjarðar dettur á hnén og ætlar að grenja út byggðarkvóta. Hvernig staðið verður síðan að úthlutun á byggðarkvótanum verður svo sjálfsagt alveg sér kapítuli út af fyrir sig. Um hvað er bæjarstjórn Ísafjarðar að tala eitthvað sem kemur þeim til handa á árinu 2009 eða 2010 miða við drullusleðaháttinn hingað til í úthlutun byggðarkvóta er ólíklegt að það verði fyrr þar sem enn er verið að úthluta fyrir árið 2006 og 2007?

Spurningin mín er, ætlar bæjarstjórn Ísafjarðar að láta það óátalið að stjórnvöld viðhaldi mannréttindabrotum á þegnum sveitarfélagsins og grenja frekar eftir byggðarkvóta sem þeir síðan sjálfir nota við að mismuna þegnunum við úthlutun?

Byggðarkvótann á að leggja af hann hefur nánast án undantekningar á engan hátt skilað því sem hann er ætlaður til. Byggðarkvótinn hefur nánast eingöngu búið til meira brast á mörgum stöðum og ósamstöðu innan bæjarfélaganna það sem úthlutun hans hefur nánast aldrei verið framkvæmd án mismununnar þegnanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Hermannsson.

Ég er líka alfarið á móti byggðakvótanum sem og öðru sem stuðlar að meiri mismunun og óánægju í sjávarþorpunum en orðið er. Ég bjó í sex ár í útgerðarbæ og upplifði þá hversu mikil óeining, öfund og sundurþykkja getur rúmast í litlu samfélagi. 

Gott dæmi nú er Bolungavík og sú lágkúra sem þar veður uppi. Þar sem hver otar sínum tota og treður á nágrannanum ef með þarf. Þá er eins og enginn geti unnt því að öðrum gangi vel og þekki ég það vel frá þeim stað sem ég áður bjó.

Hvernig á svona lýður að fara að því að úthluta verðmætum svo vel sé -  sem virðist ekki einu sinni geta komið sér saman um litinn á leikskólanum.  

Atli Hermannsson., 26.4.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Atli og gleðilegt sumar með þökk fyrir veturinn. Manni skortir stundum orð sem lýsa þessu á kurteisilegan hátt og er ég sjálfsagt ekki einn um það. Það er hægt að skoða ruglið í næstu færslu, þar kemur það ágætlega í ljós sem ég er að tala um.

Hallgrímur Guðmundsson, 26.4.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband