Á að vorkenna samviskulausum?

Fyrir nokkru skrifaði ég færslu þar sem enginn var nafngreindur og ekkert fyrirtæki nafngreint sjá hér.

Fljótlega kom í ljós að nokkuð margir könnuðust við málið sem fór svo eins og eldur í sinu um veraldarvefinn.

Ég get svo sem ekki sagt að það hafi komið mér verulega á óvart þar sem ansi margir áttu um sárt að binda eftir það sem þeim var gert á vægt til orða tekið svínslegan hátt.

Nú nýlega var sett athugasemd inn á síðu hjá einum af þeim einstaklingum (konunni minni) sem lentu í þessu drullumalli hjá vinnuveitanda sínum.

Þessa athugasemd ætla ég að birta hér fyrir neðan með öllum upplýsingum sem athugasemdinni fylgdi, þið sem eruð á annað borð með síður hér vitið nákvæmlega hverjar þær eru.

Guðbjörg Ásgeirsdóttir gerðu þér grein fyrir því að ef þú setur eitthvað inn á veraldarvefinn þá má finna á einfaldan hátt hver þú ert, hvar þú býrð og málpípa hvers þú ert.

Guðbjörg: Sæl Huld

Ég er sammála þér í því að það er leiðinlegt hvernig fór fyrir ZikZak, að það skyldi ekki vera hægt að borga út laun síðasta mánuðinn. Berglindar sök er að mestu leyti sú að hún reyndi of lengi að halda þessu á floti eins og margir gera í hennar sporum. Þú segir að þú fáir jafnvel ekki atvinnuleysisbætur um næstu mánaðarmót, það þykir mér meira en lítið skrítið, það er nóg að vera atvinnulaus til þess, fyrirtækið sem þú vannst hjá, þarf ekki að vera gjaldþrota. Hins vegar færð þú ekki uppsagnarfrestinn, síðasta mánuðinn og orlofið fyrr en fyrirtækið verður gjaldþrota, það er allt annar handleggur. Þú ætlar að berjast fyrir því hlutirnir verða ekki gefnir eftir. Þú þarft ekki að berjast fyrir neinu, það er verið að gera Zik Zak gjaldþrota og þú munt fá þinn rétt, svona hlutir taka tíma, en það veist þú manna best sjálf. Berglind þarf ekki að hafa áhyggjur af því hvort hún missi húsið sitt eða ekki, því að hún veit að hún gerir það. Hitt er verra og það er að mannorðið hefur hún misst og það á hún þér og þínum líkum að þakka. Þú og þínir vinir hafið fengið að ata hana aur óáreitt í Dv, stöð 2 og á barnalandi og ykkar eigin bloggsíðum, þú sjálf komst fram í sjónvarpi og sagðir að maðurinn hennar hefði komið eins og þjófur að nóttu og sótt fötin úr búðinni. Af hverju reyndirðu ekki að afla þér smá upplýsinga áður en þú gerðir það, þú eða fréttakonan hefðuð t.d. getað hringt í leigusalann. Leigusalinn bað um að fötin og dótið yrði sótt, því að hann væri kominn með annan leigjanda, en það hefði nú ekki hljómað vel í sjónvarpinu eða hvað. Dóttir hennar hefur heldur ekki fengið að vera í friði fyrir látunum í ykkur, hennar sök er að setja upp búð og vilja nota Zik Zak nafnið sem hún hélt að hefði góðan orðstír, sem það hafði fyrir þessa aðför. Þið hafið látið að því liggja að um kennitöluflakk sé að ræða, þetta er bara bull, engar eignir eru frá gömlu búðinni í þeirri nýju, þar er bara skiltið og búðarborðið. Gamli lagerinn sem þér er svo annt um Huld mín er allur saman kominn niðri í Mörk ásamt öllu því sem fylgdi rekstrinum og bíður gjaldþrotaskiptanna. Gangi þér vel með fiskbúðina.

10. júní 2009 16:45 | Höfundur er ekki skráður á blog.is
matthias@isholf.is | IP-tala: 217.28.177.57
 
Guðbjörg Ásgeirsdóttir hefur þú í alvörunni einhverja hugmynd um hvernig þetta mál er og hvernig komið var fram við starfsfólkið?
 
Eigum við að vorkenna vinnuveitandanum?
Þér er tæplega sjálfrátt ef það er þín skoðun, stöðu þinnar vegna þá vona ég svo sannarlega að þú einfaldlega vitir ekki betur.
 
Gæti verið að málið sé þér eitthvað skylt? Spyr sá sem ekki veit en gæti hæglega komist að því.
Að sjálfsögðu ef betur er að gáð þá sést það hér.
 
Ég gæti hæglega skellt hér inn tölfræðilegum staðreyndum um þetta mál og einnig hvernig blekkingarvefurinn var spunninn áfram þangað til starfsfólkinu var fyrirvaralaust sturtað í ruslið með aðstoð frá ákveðnum aðilum. 
 
Ef einhver þarf eitthvað að tjá sig um þetta frekar þá er bæði símanúmer og netfang síðuritara gefið upp hér á síðunni, svo er náttúrulega opið fyrir athugasemdir fyrir alla. Öllum óþverra athugasemdum verður eytt.
 
Góðar stundir...

 


mbl.is Sigurjón lánaði sjálfum sér fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband