Þetta er bara byrjunin

á þessari tegund af herlegheitunum.

Af hverju hefur ekkert verið talað um þá sem fengu afgreiðslu og aðstoð hjá byggðarstofnun við að halda í sér lífinu tímabundið?

Sú stofnun er að mér skilst á hnjánum í dag og handónýtt fyrirbrygði sem þjónar ekki á nokkurn hátt því hlutverki sem hún ætti að gera.

Það eru því miður til svakalega dökkar hliðar á þvælunni sem skekið hefur sjávarútveginn á liðnum árum og öllu eftirlitsapparatinu í heild sinni.

Undantekningalaust skal það svo vera sárasaklaus almenningur sem er látinn borga brúsann.

Það væri gaman að heyra hvernig ákveðinn ráðherra Samfylkingarinnar útskýrir hans þátt í því að byggðarstofnun var skipað að afgreiða fyrirgreiðslur til dauðvona útgerða.

Ég hélt að regla númer eitt væri haldbært veð fyrir lánafyrirgreiðslu, var það svo í þessum tilfellum?

Hver var að tala um að smávægilegar breytingar kæmu öllu á hausinn í hvelli?

Því miður þá þurftu þessir gæðingar enga aðstoð, meira og minna gerðu þeir þetta hjálpalaust staurblindaðir af gróðafíkn sem á sér engin takmörk.

Góðar stundir... 


mbl.is Skip og veiðiheimildir í nýtt félag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það sem svíður mest er að þeir komast jafnvel upp með þetta í boði stjórnvalda sem hafa sig öll við að viðhalda skjaldborginni um heimilin...

zappa (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 01:19

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta telst bara til eðlilegra viðskiptahátta á landinu bláa Zappa.

Finnur einhver fyrir sjaldborginni, ég bara spyr?

Zappa ertu Hornfirðingur? 

Hallgrímur Guðmundsson, 14.6.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband