Heiðaleg vinnubrögð

Þessu starfsfólki var þó sagt upp af stjórnendum fyrirtækisins á eðlilegan hátt. Fólkið vissi líka að barist hafði verið við að halda starfseminni áfram frá síðustu áramótum.

Það er langur vegur frá því að allir vinnuveitendur komi svona fram við starfsfólk sitt. Tveimur dögum fyrir síðustu mánaðamót fékk konan sem ég þekki þó nokkuð vel símhringingu frá vinnuveitenda sínum og henni sagt að rekstrinum verði hætt eftir tvo tíma og hún þurfi ekki að mæta daginn eftir.

Kveðjuorð og þakkir vinnuveitandans voru einföld. Þú getur svo hypjað þig til þíns stéttarfélags og ábyrgðarsjóð launa og fengið launin þín þar, vertu blessuð. Flott framkoma tveimur dögum áður en borga átti út laun. Það er margt annað sem hvarf, þriggja mánaða uppsagnafrestur, launað sumarfrí og orlofsuppbót sem dæmi.

Ábyrgðarsjóður launa borgar ekki krónu ef fyrirtæki er ekki lýst gjaldþrota, og af hverju segi ég þetta? Jú vinnuveitandinn hefur ekki lýst fyrirtækið gjaldþrota og það stendur hreint ekki til af hans hálfu. Starfsfólkið var látið vinna nánast allan mánuðinn út og síðan skellt í lás game over og málið dautt. Borga þarf 200 þúsund kall ef fara á fram á gjaldþrot og það eiga ekki allir þann slatta í afgang í lok mánaðar.

Tveimur mánuðum fyrir lokun var skipt um nafn á félaginu sem rak starfsemina og einni einingu kippt út úr pakkanum og seldur dóttur eigandans að nafninu til, þannig var hægt að halda nafninu á herlegheitunum og hinum sjö tuskubúðunum lokað.

Starfsfólkinu sturtað í ruslið, eigendurnir koma svo og tæma tuskubúðirnar sem þeir ráku enda hreint ekki gjaldþrota á pappírunum. Þessar tuskubúðir eru fullar af fötum og á lagerunum er lítið pláss enda allt fullt af fötum. Á fagmáli heitir þetta ekki rán enda ekkert gjaldþrot á ferðinni, samt var staffinu sturtað í ruslið og eigendurnir bera höfuðið hátt enda að þeirra mati nákvæmlega ekkert athugavert við þetta.

Næsta blað af Séð og Heyrt fjallar væntanlega um dugnað, ríkidæmi, glæsihús og flotta bíla eigenda af herlegheitunum sem starfrækir eina tuskubúð á höfuðborgarsvæðinu undir sama nafni og hinar sjö báru. Þetta blað hefur ekki slegið slöku við að upphefja harðduglega og strangheiðarlega eigendur af herlegheitunum.

Í þessum hópi sem sturtað var í ruslið er til dæmis einstæð móðir sem veit ekkert hvernig hún fer að því að sjá sér og börnum sínum fyrir nauðþurftum, það eru sjálfsagt fleiri sem þetta kemur hroðalega við, konan sem ég þekki og lenti í þessari sturtu situr niðurbrotin með handónýtar áætlanir í höndunum.

Þeir sem lenda í svona skítlegum vinnubrögðum fá engan skilning hjá lánastofnunum, þeir heimta sitt og ekkert helvítis röfl. Svínin sem sáu á einhvern óskiljanlegan hátt ástæðu til að meðhöndla starfsfólk sitt svona röltir roggið með sitt þýfi og telur sig yfir allt og alla hafna. Þar skjátlaðist einhverjum hrapalega trúi ég.

Góðar stundir.


mbl.is Öllum starfsmönnum sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugavert.

En, það er engin ástæða til þess að segja ekki frá nafni fyrirtækisins ef sagan stenst, kennitöluflakk er meinsemd í samfélaginu og þarf að uppræta. Nú þarf að byggja upp nýtt Ísland.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Jóhann látum nafnið eiga sig í bili en sagan er sönn því miður og gerðist fyrir síðustu mánaðamót. Ég geri mér vonir um að þessi saga birtist í einu af dagblöðunum á næstu dögum, nafnið kemur þá fram.

Ég hef nákvæmlega enga ástæðu til að skálda svona sorglegt ferli.

Hallgrímur Guðmundsson, 3.5.2009 kl. 23:40

3 Smámynd: Ragnheiður

Já var þetta gert svona ? Andskotans aumingjar mega þetta vera !!!!

=)/$(=/%ÖQ)=Ö%/(=)Q/%(&)(&%)Q(&%)&Q/#&%$&$(Q(W/=

Og komast upp með það..helvítis aularnir...

Knúsaðu þessa konu frá mér. Ég mun ekki versla við þessa búð

Ragnheiður , 3.5.2009 kl. 23:52

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég geri það Ragnheiður. Reyndar skora ég á alla sem eiga inni gjafabréf að taka þau út.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.5.2009 kl. 00:11

5 identicon

Sæll

Ég rambaði inn á bloggið þitt í gegnum frétt á mbl.is

Þekki þig ekki neitt en varð fyrir forvitnis sakir að lesa áfram þar sem mér fannst ég kannast við það sem þú ritar niður...

Mig langar að taka ofan af fyrir þér, ég starfaði í einum af þessum tuskubúðum og það stenst allt sem ritað er hér að ofan. Eins ómerkilegt og þetta hljómar - þá eru eigendur þessa fyrirtækis virkilega svona siðlausir.

Ég býst þá við að vita hver umrædda einstæða móðirin er þótt ég kveiki ekki alveg.... En mig  langar að senda henni góðar hugsanir - við erum í svipuðum sporum núna, ég og hún... búnar að láta ómerkilega eigendur þessa fyrirtækis draga okkur á asnaeyrunum í heilan mánuð.

Kveðja...

Ein atvinnulaus sem býst ekki við að fá launin sín greidd úr þrotabúi þessa fyrirtækis þar sem búið er að tæma allar 7 verslanirnar..

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:11

6 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ekki treysta á að gjafabréfið sé ekki á "XXX-XXX" nafnið á gömlu kennitölunni. Þá er það líka dautt og grafið. Borgar ábyrgðarsjóður launa ekki uppsagnarfrest. Ef fyrirtæki lokar bara si sonna (hættir án þess að fara á hausinn).

Sverrir Einarsson, 4.5.2009 kl. 00:19

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir þessa athugasemd nafnlaus, þessu er langt frá því lokið. Það mun koma verðug umfjöllun um þetta mál í dagblöðunum, ef einhver hefur haldið að þetta myndi ganga þegjandi fyrir sig þá skjátlaðist viðkomandi hrappalega.

Eftir því sem ég best veit þá þarf að ganga frá ákveðnum málum áður en skellt er í lás og hætt Sverrir. 

Hallgrímur Guðmundsson, 4.5.2009 kl. 00:25

8 identicon

Sæll aftur

Ertu viss um að það verði umfjöllun um þetta mál ? Ég myndi gefa mig alla í það að blása þetta upp í fjölmiðlum.  Verslunin sem er eftir er rekin á kennitölu svindli, það þarf engin að segja mér að 19 ára dóttir þeirra sem stundar sitt nám í framhaldsskóla sé að fara að reka þessa verslun.

Eftir situr mjög stór hópur með sárt ennið.

Ég væri mjög mikið til í að vera í sambandi við aðra starfsmenn - því ég held að það sé sterkt teymi að standa saman í svona málum.

Ef þú sérð e-mailið mitt sem ég get hér upp til að staðfesta athugasemdina mína, er einstæðu móðurinni velkomið að hafa samband við mig.

Hvað er hægt að gera ?

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:33

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég skal sjá til þess að hún hafi samband við þig. Ég sé hef meilið þitt og er alveg sammála þér að það er öflugt að þessi hópur sé í sambandi. Þetta kemur í fjölmiðlum það er pottþétt.

Hallgrímur Guðmundsson, 4.5.2009 kl. 00:42

10 identicon

Já, það væri gaman að heyra frá henni.

Ég var að skrifa þér smá línu á e-mailið sem þú gefur upp hér á síðunni... ringsted@internet.is

Kveðja

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 00:52

11 identicon

Kæra fólk.

Ég hef lært mikið um gjaldþrot og kröfur t.d. launafólks síðustu mánuði. Ekki upplýsingar sem ég get borið ábyrgð á, en í gegnum fólk í ykkar stöðu. Launafólk fær allt að ca. 600.000 greitt úr ábyrgðasjóði launa, þar er meðtalið orlof.

Að vera í skuld er slæmt, að afskrifa skuld er verra, en að horfa upp á þann sem skuldar manni lifa í vellistingum er verst.

Mitt fyrirtæki lenti í að þurfa að afskrifa skuld vegna kennitölubreytingar (kallað árangurslaust fjárnám á innheimtumáli), fólkið á bakvið kennitöluna sem dó hefur það ekkert slæmt í dag. (NB ekki sama fólk og þið glímið við í dag).

Kveðja, Káta

Káta (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 02:52

12 identicon

en fyrst ég er byrjuð, þá skal ég segja frá samskiptum mínum við framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem skuldaði mér, lögfræðinga, bæði innheimtustofunnar sem ég lét loksins sjá um innheimtu skuldarinnar og yfirvaldsins (þ.e. Ríkislögreglustjóra).

Ég samdi nokkrum sinnum um skuldina en að lokum bar ég mig illa og framkvæmdastjórinn/eigandinn lofaði að greiða, lægsti reikningurinn var 14.000, en ekkert kom. Ég setti skuldina til innheimtufyrirtækis og þá hættu samskiptin við framkvæmdastjórann. Innheimtufyrirtækið samdi við fyrirtækið um mánaðargreiðslur til 18 mánaða, sem ég gat sætt mig við - aðalatriðið var að fá það sem ég hafði lagt út fyrir hitt fyrirtækið.

En ekkert kom, ekki aur. Þá hringdi ég í innheimtufyrirtækið og fékk að tala við lögfræðing, hann sagði mér að ég gæti gleymt þessari skuld. Það sem myndi gerast væri að árangurslaust fjárnám yrði skjalfest og mitt fyrirtæki gæti skilað "innskýrslu" á móti tapinu, þ.e. ég gæti fengið endurgreiddan virðisaukaskattinn sem ég hefði þegar greitt af töpuðu reikningunum.

Ég var ekki tilbúin til að taka þessu steinþegjandi og kynnti mér hver þessi Eigandi nákvæmlega væri, núna veit ég nöfnin, ekki bara á honum heldur líka allri fjölskyldunni. Ekkert þeirra á sjens á fyrirgreiðslu framar hjá mér.

Það sorglegasta samt var að lögfræðingurinn beindi kvörtun minni til Ríkislögreglustjóra og þar fékk ég staðfestingu á því sem lögfræðingur minn taldi; ef ég gæti ekki sannað að fjárdrátturinn hefði verið af yfirlögðu ráði.. ætti ég ekki sjens í málsókn.

Þegar ég var tæplega 20 ára gömul í menntó (fyrir nokkrum árum) kynnti ég mér Málin fyrir lokaritgerð í Félagsfræði. Ritgerðin fjallaði um refsingar, ég las mörg tölublöð af Vernd? (tímariti fanga) og komst að lokaniðurstöðu í ritgerðinni að refsing fyrir hvítflibba og "almenn brot" væri ekki sambærileg. Ég fékk 9,5... (þess vegna geymi ég ritgerðina ennþá ;) hugsanlega mikilvægt samtímarit).

Vinir mínir þurftu að taka mikið á sig eftir ófarir mínar með þetta Fyrirtæki (hrák). Þeir voru samt uppbyggjandi og sögðu mér frá sínum hrakförum og hvernig þeir hefðu byggt sig upp aftur ...

Kannski er Launþeginn ekki lengur stærsti looserinn, heldur "Sprotafyrirtækin" fyrir hrun...

(eitt af því sem innheimtulögfræðingurinn sagði við mig var að honum virtust mjög mörg fyrirtæki vera að nota ástandið).

Ég var alveg sammála, fyrirtækið sem fór í þrot á mig var komið í vandræði gagnvart opinberum aðilum og  lífeyrissjóðum og launþegum löngu fyrir bankahrun - áður en það hóf viðskipti við mitt fyrirtæki. Ef opinberir aðilar hefðu unnið hraðar, hefði ég ekki tekið samningnum.

Eins og maður segir: Helvítis fokking fokk. - Sá einhver Silfur Egils í gær?

Gefst samt ekki upp, Káta.

Káta (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 03:36

13 identicon

Hvernig væri að starfsfólkið tæki sig samann,ef þau eru nógu mörg og settu í púkk og söfnuðu þann pening til að reka þetta skíta fyrirtæki í gjaldþrot,gengi þá málið fljótar fyrir sig að þau fengju borgað úr atvinnutryggingarsjóði?

Með stuðnings kveðju Siggi P

Sigurður Pálsson (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 08:39

14 Smámynd: Rannveig H

Ég fæ nettan hroll þegar ég hugsa til viðtala og mynda í Séð & Heyrt við þetta "( Dugnaðarfólk"). Hugmyndin um að allt þetta fyrrverandi starfsfólk ná sambandi og geti samhæft að gerðir sínar gagnvart þessu pakki væri bara gott.

Ég mun aldrei versla í Zikk Zakk.

Rannveig H, 4.5.2009 kl. 09:08

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Spurning hvort það sé búið að selja þetta ...

Með hesthús og heitan pott í stofunni

mynd
MYND/WWW.INHOUSE.IS(ÁSMUNDUR)

Dreymi þig um að geta horft á kvöldfréttirnar í heitapottinum við róandi snark í arineldi þá er tækifæri til þess núna. Eigirðu 180 milljónir á lausu eða sért í góðu sambandi við bankann þinn geturðu nú fjárfest í 500 fermetra höll Kópavoginum.

Verktakinn Þorgeir Björgvinsson og Klara Guðrún Hafsteinsdóttir hundaræktandi settu nýlega á sölu stórglæsilegt einbýlishús sitt við Asparhvarf í Kópavogi.

Húsið er 501 fermetri og skiptist í 410 fermetra íbúð, 31 fermetra bílskúr og sextíu fermetra hesthús fyrir átta hesta.

Sérhannaðar innréttingar eru í allri íbúðinni og eru eldhúinnréttingar og sólbekkir búnir svörtum granítplötum. Afar veglegt kolsvart borðstofuborð úr graníti prýðir borðkrókinn, og fylgir það húsinu, enda ekkert grín að flytja mörg hundruð kílóa granítplötur langar vegalengdir.

Afar fullkomið gólfhitakerfi er í öllu húsinu. Þá er raflkerfi hússins mjög vandað og mikið af innbyggðri lýsingu frá Lumex. Náttúruflísar eru á öllum gólfum hússins nema í hesthúsi. Ekki væsir um ferfætlingana heldur, en gólf hesthússins er lagt steindúk og básarnir steyptir með grindum úr ryðfríu stáli.

Og þar sem líklega er ekki gaman að þrífa fimm hundruð fermetra hús, en það er í það minnsta gert öllu bærilegra með innbyggðum ryksugubörkum í veggjum allra herbergja.

Viðar Marínósson, fasteignasali hjá Remax, segir að húsið sé eitt það glæsilegasta á höfuðborgarsvæðinu og að verðmiðinn sé í raun ekki svo fjarri byggingakostnaði. Þannig hafi bara hljóð og sjónvarpskerfið kostað um tíu milljónir króna. Það er frá Bang og Olufsen, afar fullkomið, og er hægt að stýra því með fjarstýringu frá flestum herbergjum hússins.

Sævar Einarsson, 4.5.2009 kl. 09:46

16 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki vildi ég hafa HESTHÚS í stofunni.

Jóhann Elíasson, 4.5.2009 kl. 10:08

17 identicon

Er þetta húsið sem þau veðsettu allt til að eignast ?

Nafnlaus (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 11:54

18 Smámynd: OMG

Huh...Heimir og Þorgeir hafa verið á hausnum síðan 2006, spyrjið bara lánadrottnanna!

OMG, 4.5.2009 kl. 12:00

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir þessa grein Halli, þetta er skítafyrirtæki það er ljóst.  Ég hef ekki verslað hjá þeim lengi og mun ekki kíkja á það oftar, það er á hreinu. Vona að sú sem þú talar um fái sitt, hún á það meira en skilið. Kær kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 13:15

20 Smámynd: OMG

Varðandi HÞ, þá á ég eftir að sjá hvort starfsmennirnir fái greiddan uppsagnarfrest, það mun koma mér mjög á óvart ef það gerist!

OMG, 4.5.2009 kl. 14:02

21 Smámynd: Jónína Dúadóttir

 Þetta er alveg einstaklega ómanneskjulega að verki staðið

Jónína Dúadóttir, 4.5.2009 kl. 17:04

22 identicon

Lenti einmitt í þessu Zik-zak fólki, veit nú að endurskoðandinn þeirra vissi af  þessu og var með allan tímann og bankinn líka ( takið bara ykkar inneign og kaupið kringluna ) og nú er fína frúin og eiginmaðurinn sem fylgir alltaf á eftir henni í póllandi. Vona bara að hún fái allt það sem hún á skilið ( sem er ekki það besta )

nafnlaus (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 17:22

23 identicon

Bara segja frá því að starfsfólk verslunarinnar geta farið í stéttarfélagið með þetta. Lögfræðingur stéttarfélagsins getur svo farið fram á gjaldþrot. Starfsfólkið þarf ekki að gera það.

Þekki þetta af eigin reynslu þar sem fyrirtæki mannsins míns gerði svipað í fyrra. Þeir ákváðu sem sagt að "selja" fyrirtækið í stað þess að fara í gjaldþrot. Starfsmenn voru kvaddir einmitt með sömu skilaboðum.. farið bara í stéttarfélagið til að fá laun + uppsagnarfrest. 

Núna er bráðum ár síðan, en lögfræðingur stéttarfélagsins fór fram á gjaldþrot fyrr á þessu ári og fyrirtækið er nú orðið gjaldþrota. Þetta tekur samt einhvern tíma í viðbót, en peningana fáum við á endanum hefur lögfræðingurinn lofað. 

uk (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 19:25

24 identicon

http://er.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=13596802&advtype=52&page=1&advertiseType=0

Hanna Mæja (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:02

25 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Halli minn þú veist alveg mína skoðun á þessu svínaríi og haltu bara áfram að segja frá ,
vonandi verslar engin við þessa búð þegar yfir líkur.
Knús til ykkar
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 20:18

26 identicon

Ég er í sjokki.. !

Skelfilegt að heyra þetta.  Er að sjá þetta fyrst núna. 

Guðrún B. (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:32

27 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þegar krimmar eins og Lalli Johns stunda búðarhnupl eru þeir teknir fastir sem er svo sem allt í lagi en þegar drulluhalar ræna tugi starfsmanna laununum sínum gerist ekkert. Rán er rán nema Ásdís Rán sé. Og ræningi er verður alltaf ræningi, sama hvaða aðferð hann notar til að stunda glæpastarfsemi sína. Þjófnaður er glæpur og þeir sem hann stunda eru glæpamenn. Engin eldflaugavísindi.

Víðir Benediktsson, 4.5.2009 kl. 22:09

28 identicon

Halli minn ertu að tala um tuskubúðina sem er í Hafnarstræti og búið er að loka.

Kveðja Ásgerður Einarsdóttir.

Ásgerður Einarsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 23:21

29 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir frábær viðbrögð kæru vinir, ég vissi að ég gæti treyst á ykkur.

Hallgrímur Guðmundsson, 5.5.2009 kl. 20:38

30 identicon

Þeir sem eru að skrifa nafnlaust um þetta búðarmál ættu nú að stein halda kjafti.... Ef þið hafið eitthvað að segja komiði þá fram með Nafni!! Það er ekert aumingjalegra heldur en að lesa eitthvað væl frá kellingum herna inna sem að vita greinilega ekkert um málið...!:)

Haldandi hitt og þetta....reyndið að hugsa ekki bara um rassgötin á ykkur!!! xoxo

Sandra Dís (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 13:37

31 identicon

Þetta er alveg hreint með ólíkindum. Fólk þarf ekki að vera með dóna- og óþverraskap þó illa gangi. Ég hef nokkru sinnum verslað við Zik-zak en á svo sannarlega aldrei eftir að gera það aftur. Veit einhver hvað þetta fólk heitir?

Gangi ykkur vel í baráttunni við að fá launin ykkar !

Guðrún Ásta (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:04

32 identicon

Sandra Dís ég veit að þú er vinkona hennar Siggu dóttur þeirra en ekki halda einhverju fram sem þú veist ekki. Veit meira en þú um málið, þú er krakki sem er örugglega ekki orðin tvitug og getur lifað á mömmu og pabba. Og ekki vera með dónaskap og tala svona um fólk sem er svikið um margra mánaðar laun, sumarfrí, orlofsuppbót, heilan unninn mánuð og uppsagnafrest. Í fyrsta lagi gerir maður ekki svona eins og hún Berglind gerði og gerir sig ekki gjaldþrota heldur ætlar að láta aðra gera það fyrir sig svo hún þurfi ekki að borga skitinn 250þúsund krónur, veit ekki betur en að hún sé í póllandi núna og það kostar meira en 250þ. ef hún gerir sig ekki gjaldþrota sjálf getur það tekið eitt til eittog hálft ár að fá launin sín ef hún gerir þetta sjálf þá held ég að það taki um fimm mánuði eða skemur. Og þar að auki koma þá launin úr ábyrgðarsjóði launa ekki úr hennar vasa því það er pottþétt að hún skildi ekkert eftir til að taka. Þannig að ég mæli með því að þú rembist einhverstaðar annarstaðar.

nafnlaus (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:35

33 identicon

Enn og aftur ekkert nafn:) Afhverju er það að þú þorir ekki að skrifa nafnið? Er þetta eitthvað sem þú þorir ekki að segja face2face við Berglindi?

Annað en þú þá get ég skrifað með nafni! Ég er eldri en 20 btw... Og það að þeir sem að þekkja Berglind og Ómar vel vita hvað þetta er gott fólk og hvað þeim finnst þetta ömurlegt! Þau hafa alltaf hugsa vel um alla í fyrirtækinu hjá sér og mjög líklega þig líka! Eins og ástandið er núna þá ættir þú sjálf bara að skammast þín fyrir að vera að tala um þetta og reyna að gera bara verr úr þessu en þetta er!! Auðvitað er þetta hræðilegt fyrir konurnar sem vöru að vinna í Zik-zak enda allar sem ég þekki alveg ynislegar og ég vona að þetta endi ekki svona! En það gerir bara mikið verra að reyna að baktala þau án þess að geta drullað nafninu sínu! Sendu mer endilega póst....;*

Sandra Dís (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:57

34 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sandra Dís hverja ert þú að kalla kerlingar sem vita ekkert um þetta mál? Gerir þú þér grein fyrir því að þetta gætu verið fyrrverandi starfsmenn í tuskubúðunum?

Eru eigendurnir búnir að ráða þig sem sérstakan talsmann sem reynir með öllum mætti að breiða yfir drullumallið?

Annað hvort hefur þú étið eitthvað handónýtt eða þá hausinn á þér sem og skilningarvitin eru samanlagt stórsködduð.

Hvernig í ósköpunum á þetta fólk að senda þér tölvupóst? Ég einn hef aðgang að stjórnborðinu á þessari síðu og er þá sá eini sem get séð meilið þitt, eða heldur þú virkilega að það sé einhver annar en ég sem stjórnar síðunni?

Hvað er það sem þú telur þig vita umfram starfsfólkið sem var sturtað niður með launin sín, uppsagnarfresti + allt annað, eigum við eitthvað að nefna lífeyrissjóðsgreiðslur sem ekki var skilað inn og nefna í hvað langan tíma?

Hafðu svo vit á því að tjá þig með þeim hætti eins og þú vilt að aðrir geri gagnvart þér sjálfri, hvort heldur þú hafir náð tvítugsaldri eða ekki skiptir ekki máli hér, en eitthvað vantar talsvert uppá hæfni þína í mannlegum samskiptum þegar talað er um grafalvarlegt mál eins og þetta er.

Svo mættir þú alveg nota ritvillupúkann, stafsetning þín misþyrmir augum þeirra sem lesa blaðrið í þér.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 21:03

35 identicon

*Auðvitað eru þetta konur sem að misstu vinnuna þarna, en hversu margir íslendingar eru búnir að missa vinnunna bara á þessu ári? Þetta er ömurlegt fyrir þær sem voru að vinna þarna, en Það leiðrettir það ekki að þær ættu að tala saman milli sín og sleppa því að skrifa leiðinlega og neikvæða hluti um þá sem að áttu búðinna! Eins og allir sem þekkja þau þá eru þau ekkert nema dugleg og hafa unnið fyrir sínu! Og það sem að þú veist um þetta er það sem að þessi kona sagði þer...það veit enginn allt um málið eða hvernig það verður:) Og btw, forever living- veistu hver byrjaði með það???

Sandra Dís (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 21:19

36 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Ég vil gjarnan leggja orð í þennan belg. Ég vil minna á hvernig búið hefur verið að íslenskum fyrirtækjum í vetur og daglega fjölgar þeim sem verða gjaldþrota. Ég hef þekkt Berglindi og Ómar í mörg ár og veit vel að þetta eru þeim þung skref. Þau eru harðduglegt fólk og munu ná sér á strik fljótt og vel um leið og viðskiptaumhverfið kemst í lag. Sumir virðast halda að við höfum endalausan tíma en á meðan þrasað er um ESB eða ekki ESB blæðir okkur öllum út og fleiri fyrirtæki fara á hausinn með  tilheyrandi sársauka eins og þú ert að upplifa núna með konu þinni. Það má kannski deila á það hvernig Berglind stóð að uppsögninni, þú ættir kannski að prófa að setja þig í hennar spor og sjá hvort allt sem þú segir og gerir er rökrétt. Hún er í Póllandi núna og kemur vonandi endurnærð heim til að takast á við verkefnin, þannig þekki ég hana. Við skulum bíða og sjá hvort eitthvað ólöglegt eins og kennitöluflakk er í gangi, hún verður þá að svara fyrir það. Berglind og Ómar mega þó eiga það að þau eru ekki í hópi þeirra auðmanna sem hafa komið okkur í þessa stöðu, heldur hafa þau lagt allt sitt í að byggja upp þetta fyrirtæki á heiðarlegan hátt. Við skulum dæma að leikslokum.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.5.2009 kl. 22:10

37 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sandra Dís, það þarf ekki nema meðalgreint leikskólabarn til að sjá hvað ég veit um þessa hluti. Hallaðu þér aftur í stólnum og hugsaðu, þú munt átta þig fljótlega trúi ég.

Margrét Birna þú hlýtur að vera að grínast eða hreinlega veist ekki betur. Ég er ekki viss um að tölfræðilegar staðreyndir um þetta mál og hvernig allur aðdragandi að þessu var sé eitthvað sem þið hafið áhuga á að vita. Ég veit þetta frá A til Ö og hvort við erum að tala um afgreiðslustelpurnar eða fyrrum bókara skiptir ekki máli, öllu var sturtað niður með sama hætti.

Dugnaður og ESB kjaftæði hefur ekkert með þetta mál að gera, það er framkvæmdin sem skiptir máli. Eða er það of flókið til að skilja?

Hallgrímur Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 22:26

38 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Og já ég veit hver byrjaði með forever living og hver skráði mig inn í það og undir hverjum ég er þar.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 22:29

39 identicon

Það sem þú veist eða heldur að þú veist má vel standa í þessu bloggi þínu, það er enginn að spá í því!:) það eina sem þú getur sagt við mig og þessa Margreti er að við vitum ekkert um þetta blabla! Þetta er ekki keppni um að vita mest um málið...það er greinilega of flókið fyrir þig að skilja að við vörum ekki að tala við ÞIG um þetta mál! En segðu okkur hver er það sem að stofnaði forever living??

Sandra Dís (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 22:33

40 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þetta er einkennilegur snúningur sem þú setur upp, hvað kemur forever living þessu við? Ég var til dæmis far og fengsæll skipstjóri á þriðja áratug, það hefur heldur ekkert með þetta að gera.

Það sem ég hef sagt veit um þetta er greinilega að trufla þig eitthvað, af hverju skildi það vera?

Að sjálfsögðu stendur það á mínu bloggi sem ég vil, það er svo skemmtileg með það að ég einn ber ábyrgð á síðunni og ég einn sé um að ritstýra henni.

Þeir einu sem spá í hvað stendur á þessari síðu eru á fjórðahundrað þúsund manns sem heimsótt hafa síðuna og langt á annan tug þúsunda síðan síðasta færsla var skrifuð.

Ertu skyld Ingibjörgu Sólrúnu? Hún sagði til dæmis, þið fólkið eruð ekki þjóðin....

Hallgrímur Guðmundsson, 6.5.2009 kl. 22:51

41 Smámynd: Anna Guðný

Takk Halli minn fyrir að koma með þetta hérna.

Svona lagað þarf að gera opinbert. 

Mig langar svo til að beina einu til Margrétar og Söndru: Það er enginn að tala neikvætt um það að fyrirtækið hafi farið i þrot, heldur aðferðin sem notuð er. Sú aðferð er til háborinnar skammar. 

Það er fullt af fyrirtækjum á Íslandi að fara í  þrot þessa dagana og hefur maður heyrt ýmsar sögur í sambandi við það. Sem betur fer bera margir fyrirtækjaeigendur virðingu fyrir starfsmönnum sínum og gera allt sem þeir geta til að borga þeim launin sem þeir eiga inn en þvi miður lítur ekki út fyrir það í þetta skiptið.

Þau eru bara að fá það núna sem þau lögðu inn fyrir. 

Hafðu það gott Halli minn

Anna Guðný , 7.5.2009 kl. 10:12

42 Smámynd: Víðir Benediktsson

Upphaflega skildi ég þessa færslu sem samanburð á tveimur fyrirtækjum sem fóru í þrot. Ekki það að verið sé að ásaka einn né neinn fyrir að lenda undir, heldur aðferðafræðina við endalokin. Það verður að segjast eins og er að hún er ótrúlega skítleg í öðru tilfellinu þó ekki sé meira sagt. Maður hefði haldið að það væri nóg að fólk missi atvinnuna þó ekki sé vísvitandi verið að auka vandræði þess, skil bara ekki innréttinguna í fólki sem hagar sér svona. Nafnlaus eða ekki. Ég gæti sett hvaða nafn sem er undir þessa athugasemd ef það er málið. Hvað veit ég hvort einhver sem hér skrifar heitir Sandra Dís eða eitthvað annað?

Víðir Benediktsson, 7.5.2009 kl. 23:59

43 identicon

Magnað.

Held að ZikZak verslunin í Kringlunni verði ekki langlíf og sennilega eru það makleg málagjöld fyrir þessa "eigendur".

Held að Sandra Dís og fleiri sem sífellt tönnlast á því hversu "gott" og "duglegt" þetta fólk er sem áttu þessar búðir nái ekki að setja sig í spor þeirra sem var verið að segja upp. Hvað þetta þýðir og hversu siðlaus aðferðin sem fólkið beitir í raun er.

Hvort Berglind þessi og Ómar séu góð og dugleg skiptir engu. Eins og ég sé þetta þá hreinlega sviku þau starfsfólk sitt. Greiddu ekki í lífeyrissjóð og séreignasparnað fyrir starfsmenn í eitt ár og létu síðan fólkið starfa allan apríl og ætla síðan ekkert að greiða þeim laun.

Ég veit alveg hvernig svona kennitöluflakk virkar enda séð fólk standa í því. Og það þarf enginn að segja mér annað en að þau hafi unnið að því hörðum höndum allan apríl (og jafnvel lengur) við að stinga undan eignum og fjármunum til að geta haldið þessari einu búð í Kringlunni.

Skítapakk og á alveg heima í hópi með útrásarvíkingunum... þ.e. hugsar bara um sitt eigið rassgat!

Áhugasamur (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband