Hagkvæmt að gera hitt og þetta, hvað klikkaði?

Þetta sögðu snillingarnir rúmu ári fyrir algjört efnahagslegt hrun samfélagsins.

Hagkvæmt að hætta þorskveiðum um tíma

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu, að hagkvæmt sé að hætta þorskveiðum tímabundið, eða í 3-4 ár, þar til viðmiðunarstofninn hafi náð 900 þúsund tonnum eða meira en stofninn er nú talinn vera um 650 þúsund tonn.

Þetta kemur fram í skýrslu, sem stofnunin hefur unnið fyrir sjávarútvegsráðherra um aflareglu sem beitt er við úthlutun þorskkvóta. Núgildandi regla segir til um, að veidd séu 25% af viðmiðunarstofni, sem myndi þýða um 178 þúsund tonna heildarafla á næsta fiskveiðiári. Stofnunin telur hins vegar að sú regla sé ekki hagkvæm og hagkvæmasta aflaregla feli í sér minni ársafla en nú er.

Hagfræðistofnun segir, að ekki sé framkvæmanlegt að veiða engan þorsk og telur að að niðurskurður, svipaður og Hafrannsóknastofnun leggur til, muni byggja stofninn upp nokkuð hratt en Hafrannsóknastofnun hefur lagt til 130 þúsund tonna þorskafla. Engu að síður yrði meiri niðurskurður þjóðhagslega hagkvæmur.

Hagfræðistofnun telur, að þetta muni hafa mismikil áhrif á sjávarbyggðir eftir mikilvægi þorsks í heildarafla þeirra. Líklega verði áhrifin mest á Vestfjörðum. Bendir stofnunin á leiðir til að milda áfallið, svo sem tímabundna lækkun veiðigjalds, og tímabundnar aðgerðir í þágu sveitarfélaga og fyrirtækja svo og tilfærslur opinberra framkvæmda.

Hagfræðistofnun segir, að þjóðarbúið hafi áður gengið í gegnum áföll vegna aflabrests en efnahagslífið sé nú sveigjanlegra en áður og fleiri stoðir undir efnahagsstarfseminni. Aðhaldssöm þorskveiðistefna nú hámarki arð af þeim veiðum til frambúðar. Góð stjórn efnahagsmála, sem dragi úr sveiflum, sé vænlegust til árangurs bæði í bráð og lengd.

Það sem verra er að ótrúlega margir trúðu því að þetta væri í rauninni hægt og staðan væri í alvörunni svona góð. Með svona snillinga sem ráðgjafa þá var aldrei við neinu öðru að búast en stórkostulegu hruni sem kom svo með eftirminninlegum hætti í október 2008.

Af hverju eru þessir snillingar ekki rukkaðir eftir þessari frábæru ráðgjöf og beðnir um útskýringar á því hvað klikkaði?

Góðar stundir.


mbl.is Glitnismenn heim auralausir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það er bannað að spyrja óþægilegra spurninga.

Víðir Benediktsson, 25.3.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já og nú er opnunardagur, TIL HAMINGJU MEÐ OPNUN HEIMS HAFSINS.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.3.2009 kl. 12:46

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

TIL HAMINGJU MEÐ OPNUN HEIMS HAFSINS. Vonandi verður þetta  víðfeðmur heimur og réttlátari en sá sem við lifum í í dag.

Sverrir Einarsson, 25.3.2009 kl. 18:34

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Til hamingju. Ertu þá orðinn HEIMSMEISTARI ???

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.3.2009 kl. 19:12

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju  með opnunina.  Það er flott að vera heimsmeistari og svo verður Liverpool Englandsmeistarar og Meistaradeildarmeistarar hvað er hægt að biðja um meira?

Jóhann Elíasson, 25.3.2009 kl. 21:32

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég veit það víðir en ég geri það samt...

Það var tekinn léttur sprettur á lokakaflanum að hætti hússins, sér Íslenska aðferðin með öllum pakkanum enda hundleiðinlegt að hafa lognmollu í kringum sig....

Takk strákar, ég er farinn í koju enda lítið sofið síðustu daga....

Hallgrímur Guðmundsson, 25.3.2009 kl. 23:18

7 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þvílíkur orðavaðall hjá þessum „snillingum“ sem þú vitnar í. Allt innantómt blaður til að verja hvað? Ég er sammála þér að það ætti að rukka þá um svör!

Es: Til hamingju með opnunina í gær

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.3.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband