sun. 22.2.2009
Stjórnin að springa !!!
Draugfúll og hundóánægður gerviformaður framsóknarflokksins er farinn að hugsa sinn gang. Það hlýtur að teljast vonlaust að leppurinn í formannsæti framsóknar styðji Síhaldsfylkingarflokkinn í minnihlutaríkisstjórn eftir þá atlögu sem Síhaldsfylkingarflokkurinn er að gera að honum sjá hér. Sumir eru viðkvæmari en aðrir það er ljóst, ég tala nú ekki um ef eitthvað er dregið fram í dagsljósið sem greinilega er eitthvað viðkvæmt fyrir leppinn. Af hverju skildi það svo vera, hefur hann eitthvað misjafnt á samviskunni?
Ég gaulaði því út úr mér hér á þessari síðu að hinir flokkarnir mættu taka framsókn sér til fyrirmyndar eftir það sem virtist vera uppstokkun á fronti flokksins. Ekki hef ég alveg náð að greina hvað það var sem hrjáði mig þann daginn sem ég lét þetta út úr mér, það er deginum ljósara að það hefur verið banvænn krankleiki fyrir marga en á einhvern óskiljanlegan hátt þá lifið ég þetta af og er kominn á rétta braut á ný.
Það leið ekki langur tími eftir að leppurinn settist í formannsstólinn þegar upp poppaði einn stórsnillingurinn og kynntur fyrir alþjóð sem helsti ráðgjafi framsóknarleppsins. Jú mikið rétt maðurinn heitir Ragnar Árnason og er hvað þekktastur fyrir stærðfræðilega fiskihagfræði og öll þau helstu vísindi sem sem fiskihagfræðinni fylgir.
Það þarf ekki að rýna mikið í hlutina til að gera sér grein fyrir því að formannsleppurinn í framsókn er ekkert annað en endurnýjun á hroðalegum armi Finns Ingólfssonar í þessu stjórnmálaafli sem kenna má við spillingu og skítavinnubrögð svo langt aftur sem ég man og telur það orðið þó nokkuð mörg ár.
Í lokin þá velti ég því hins vegar fyrir mér í nafni hvers Atli Gíslason var að tala í Silfrinu? Var þetta Atli sjálfur, var hann að tala í nafni flokksins, eða var einhver af mörgum grímum Atla að blaðra stjórnlaust og án allrar ábyrgðar?
Góðar stundir.
Útrásarvíkingana á válista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:58 | Facebook
Athugasemdir
Þetta eru of djúpar pælingar fyrir hann mig.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.2.2009 kl. 16:05
Þetta er ekki djúpt Högni, það þarf bara rétt að kíkja undir yfirborði...
Hallgrímur Guðmundsson, 22.2.2009 kl. 16:10
já ég ætlaði að reyna að taka þátt í einhverskonar umræðu um þetta en það eina sem ég hef getað sagt um Sigmund þennan er að hann er og hefur lengi verið hluti af sukki framsóknarflokksins
Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.2.2009 kl. 16:32
Það er eins og hann Halli segir; þetta er alls ekkert djúpt, meira að segja alveg sárgrunnt og ættu allir að geta séð til botns....
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.2.2009 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.