Vil einhver útskýra þetta

fyrir mér á Íslensku. Hvað þýðir að afeitra reksturinn, og hvernig er þetta nákvæmlega útfært?

Ekki það að ég hafi ekki einhverja hugmynd um hvað sé að fara í gang, mig langar bara að heyra ykkar álit á þessari tilhögun lesendur góðir.

Góðar stundir.


mbl.is Reksturinn afeitraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Afeitrun er þegar fíklar eru settir í meðferð.   Ætli það sé ekki bara verið að senda offjárfestingafíklana í meðferð. Svo hægt sé að fyrirgefa þeim þegar kaupæðið rennur af þeim.

Offari, 3.1.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

þetta er ekki flókið. Ef þú ert kominn með reksturinn í mínus og með buxurnar á hælunum borgar sig að eiga rétta vini. Vinátta eða skyldleiki við DO gæti komið að góðum notum þó fyrirtækinu verði ekki bjargað getur þú alltaf orðið dómari hvort sem þú ert hæfur eða ekki.

Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 22:52

3 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Er þetta ekki spurningin um gömlu aflúsunina þ.e. þær skuldir sem standa út af borðinu þegar dæmið er gert upp eru einfaldlega felldar niður og fyrirtækið sett í gjörgæslu bankanna,skipt upp eða gert gjaldþrota og nýtt sett í gang með bestu einingunum í hverju fyrirtæki?. Ég er hræddur um að þetta sé hugmyndin, hvernig sem þetta verður reiknað minn kæri þá lendir þetta hvort eð er allt hjá okkur en maður spyr sig. Ég heyrði einmitt sögu frá bankastarfsmanni sem sagði að þessi leið væri þegar farin í gang með gulum rauðum og grænum spjöldum þ.er rautt spjald þýði að fyrirtækinu verði ekki hjálpað, gult að það yrði aflúsað og grænt þýddi að það fengi skuldum breytt í hlutafé að einhverju leiti. Þetta er kannski bara ein kjaftasagan enn. Kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 3.1.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég velti þessu líka fyrir mér og líka að það er mikið í gangi varðandi hvað á að gera við allt dótið sem fæst á uppboðum, en ekkert um hvað á að gera til að skapa fyrirtækjum og fjölskyldum rekstrarumhverfi.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 3.1.2009 kl. 22:54

5 Smámynd: Sverrir Einarsson

það á að bjarga þeim sem búa í stóru villunum í Reykjavík og eitthvað andskotans ehf sér um reksturinn og eignarhaldið á þeim, ekki íbúarnir sko nei nei þeir bara búa þarna. Þessum "réttu" ehf á að bjarga fyrir horn svo að eigendurnir að þessum ehf geti haldið áfram að búa þar. þetta ehf sér um allan rekstrakostnaðinn, þeir byggðu húsið á reikning ehf og nágrannarnir halda að íbúarnir séu svona vel launaðir að þeir geti byggt þetta fyrir eigin reikning.

Svona lít ég á þetta. Þeir hirtu gróðann, létu ehf-ið borga allar nótur og fengu dregið frá skatti, borguðu sjálfum sér lægri laun(á pappírunum) heldur en skúringarkonunni sem sér um þrifin. Síðan greiddu þeir sér sjálfum út "arð" af ehf-inu og greiddu 10% skatt. Nú eru þessi ehf þeirra flest "tæknilega" gjaldþrota þannig að þeir geta ekki greitt sér lengur "arð" og bankinn er að velja úr rétta ehf eigendur til að "bjarga" þar til betur árar.

Látum bankana halda úti síðu með upplýsingum um hvaða fyrirtæki þeir ættla að "eiga" þar til betur árar og tékkum svo á "skráðum" eigendum og búsetu þeirra og skattframtali við næstu áramót. Sá listi yrði frekar forvitnilegur held ég.

Svo er eitt sem þarf að gera hér á landi og það er að stofna nýtt dagblað. Við skoðun á bloggi þá ættu að finnast bæði færir pennar og eins rannskóknarblaðamenn líka. Ekkert mál að fá dreifingaraðila, kannski erfiðara að finna kaupendur, einhver til í að leggja í púkkið?

Sverrir Einarsson, 3.1.2009 kl. 23:03

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það leggur einhvern drullufnyk frá þessu, ég hef ekki góða tilfinningu fyrir þessu og ástæðuna ætla ég að hafa fyrir mig aðeins lengur.

Takk fyrir þessar ábendingar strákar en trúið þið því að þetta gerist á faglegan hátt og ekkert drullumix verði í gang með þetta?

Hallgrímur Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Halli og gleðilegt ár.   Það liggur náttúrlega á borðinu að bankarnir eru í afar djúpum skít varðandi lán til margra stóru fyrirtækjanna.  Þeim var lánað mikið út á verðmæti hlutafbréfa, bæði í sjálfum sér og öðrum fyrirtækjum, sem nú eru nánast verðlaus eða þegar farin í þrot. Þá voru stóru fyrirtækin einnig með gífurlegar fjárhæðir í ábyrgðarlausum yfirdrætti og lánum út á væntanlega samninga, sem svo urðu ekki framkvæmdir vegna hrunsins.

Þegar allt þetta safnast saman eru þarna á ferðinni umtalsverðar fjárhæðir, sem bankarnir eiga enga nothæfa leið til að ná til baka. Gjaldþrot þýðir algjört tap á öllu. Því tel ég að verið sé að skoða þá möguleika að fleita rekstrinum áfram, í þeirri von að eitthvað af skuldunum greiðist.

Við stóðum frammi fyrir svona dæmum á níunda áratugnum, þegar ég var í hagdeild banka. Þetta lítur ekki alltaf vel út fyrir almenningi, en á þeim tíma var hægt að bjarga miklum verðmætum með því að taka suma skuldakónagana í fóstur.

Annað stórt vandamál er svo eftir, sem ég held að ekki sé enn farið að horfa á. En það er hinar gífurlegu skuldir útgerðanna vegna kvótakaupa, sem bankarnir telja sig líklega hafa veð fyrir í aflaheimildunum.  Þegar þeim verður ljóst að þessi veð eru ekki held til innheimtu eða uppboðs, munu bankarnir fá enn eitt áfallið.

Það virðist fjölbreytt úrval af vandræðum framundan.

Kveðja,  Guðbjörn 

Guðbjörn Jónsson, 3.1.2009 kl. 23:30

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þetta þýðir á mannamáli að halda áfram að fjármgna fyrirtæki sem eru tæknilega gjaldþrota í trausti þess að þau muni ná sér á strik. En brennt barn forðast eldinn svo ég er ekki að treysta neinum lengur til að greina rétt frá röngu. Hvernig á kelling sem tekur ekki eftir því hvort heimilisbókhaldið er 180.000.000 kr. plús eða mínus að greina svona stöðu?

Víðir Benediktsson, 3.1.2009 kl. 23:32

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Guðbjörn og gleðilegt ár. Ég held að þetta sé nokkuð góð greining á þessu hjá þér að það sé nokkuð fjölbreytt úrval af vandræðum framundan.

Góður Víðir hún virðist ekki vera neitt sérstaklega talnaglögg þessi kella.

Hallgrímur Guðmundsson, 3.1.2009 kl. 23:40

10 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hvað veldur því að veð sem tekið er í kvóta að það sé ekki hægt fyrir bankana að ganga að þeim. þessi veð hljóta að standa á bakvið lánin, þegar fyrirtækin geta svo ekki greitt af lánunum þá hlítur bankinn að ganga að veðinu. það gerði hann alla vega hjá mér.

Getur einhver útskýrt þetta sem Guðjón er að tala um í sambandi við kvótaveðin?

Sverrir Einarsson, 4.1.2009 kl. 08:36

11 identicon

Það einfaldasta í þessu er að gera upp eignarhaldsfélögin og bjarga öðrum fyrirtækjum sem eru í framleiðslu eða þjónustu.  Það eru fyrirtækin sem skapa fólki atvinnu og tekjur.  Eignarhaldsfélögin eru engum til gagns nema þá helst þeim sem eru hluthafar.  Þessi fyrirtæki skapa ekki vinnu eða arð eða margföldunaráhrif fyrir þjóðina.  Þau eru fyrst og fremst stofnuð til að verja hlutafa frá því að þurfa að borga skuldir eigenda. 

Ef þær reglur væru að skráðir stjórnendur í gjaldþrota fyrirtækjum mættu t.d. ekki vera við stjórn hlutafélaga næstu fimm ár frá síðasta gjaldþroti, gæti það eflaust gefið okkur einhvern tímabundinn frið frá þessum mönnum svo hægt væri að endurskipuleggja á heiðarlegri hátt þau fyrirtæki sem hugsanlega geta náð sér upp úr þessari krísu.

Sigurjón Haraldsson (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband