Þökkum fyrir að eiga Samherja

Já Akureyringar geta svo sannarlega þakkað fyrir að Samherjafrændurnir séu svona mikil gæða blóð að þeir hreinlega geta ekki á sér heilum tekið nema fá að borga fyrir íþróttaæfingar og ferðalög barna og unglinga á svæðinu.

Já eitthvað hefur breyst töluvert í öllu fasi og aðgerðum Þorsteins, það er ekki langt síðan að sami maður sat sem einn af toppunum í Glitnir og rændi almenning sparifé sínu og í nokkrum tilfellum strípuðu almenna hluthafa í hinum ýmsu félögum.

Eigum við von á 50 millum mánaðarlega frá Þorsteini Má til samfélagsins, það mætti lýta á það sem endurgreiðslu að hluta til á því sem rænt var. En ef við ættum að tala um sameign þjóðarinnar sem þeir frændur hafa vélað undir sig á kostnað litlu sjávarþorpanna þá mættu þeir borga 50 millur mánaðarlega í helvíti mörg ár.

Það er sagt að kúkur og skítur séu nátengdir og helvíti líkir, já eiginlega eins og eineggja tvíburar. Samherji gefur fé í íþróttastarf barna og unglinga, Líú mokar styrkjum í háskólasamfélögin. Þið verðið að fyrirgefa mér en ég get ekki orða bundist og nefnt þetta hámark hræsninnar. 

Góðar stundir.


mbl.is 50 milljónir til samfélagsmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Nú þarf að grafa upp moggagrein frá ca 83 - 84 eða þegar kvótinn komst á, grein sem ég held að Mái hafi skrifað GEGN hömlum á veiðigetu skipstjóra, en það var held ég áður en skipstjórakvótinn var settur á. Ef ég vissi hvar ég ætti að leita að þessarri grein þá væri ég til í að leita hana uppi og birta á netinu.

Sverrir Einarsson, 7.12.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Orðbragðið þitt er með ólíkindum og verðskuldar vart athugasemd. En þó tek ég undir með þér að Akureyringar mega þakka fyrir Þorstein Má og Kristinn Vilhelms. Þetta er rausnarlegt af þeirra hálfu að láta þetta fé rakna til samfélagsmála. Og það kemur í góðar þarfir.

Þú getur held ég alls ekki kennt Þorsteini Má um bankahrunið. Kreppan var komin á fulla ferð er hann tók við stjórnartaumunum. Hann byrjaði á því á fyrsta degi að reyna taka til, sagði ofurlaununum stríð á hendur og reyndi að færa hlutina til betri vegar hjá Glitni.  

Ég hef aldrei verið sérlegur aðdáandi kvótakerfisins. En er ekki vélað sameign þjóðarinnar á kostnað lítilla sjávarþorpa? Hafa þeir ekki farið eftir leikreglum, hvort sem ég og þú erum sammála þeim reglum eða ekki? Og hefur rekstur þeirra ekki verið til fyrirmyndar alla tíð? Það held ég, og mér hefur alltaf fundist þeir vera til  fyrirmyndar með sinn rekstur. Þetta eru sómamenn, frændurnir.

Ágúst Ásgeirsson, 7.12.2008 kl. 20:25

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það hefur hver sinn háttinn á við að koma fyrir sig orði Ágúst. Ég nota minn hátt alveg eins og þú þinn og ekki dettur mér til hugar að ergja mig á því.

Því get ég lofað þér og öllum öðrum sem hér líta við að málfari og skoðunum mínum breytir ég ekki fyrir einhverja út í bæ það er alveg kristalskýrt. 

Leikreglum, hvað reglum? Reglunum sem þeir setja sjálfir þvert á lög, sé nú hver andskotans dásemdin.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þið eruð nú full ósanngörn núna, það er ekki Samherja eða Máa að kenna kvótakerfið það er aftur á móti þeim frændum að kenna að þeim gengur vel.

Doris, það þurfa flest fyrirtæki í landinu að fá lán mismikið á mismunandi tímum.

Halli, ég held að þó svo að Mái hafi verið kominn í að vera stjórnarformaður Glitnis þá í fyrsta lagi hafði hann ekkert með daghlegann rekstur og í annan stað hafi hann nú ekki verið svi lengi að við getum kennt honum um hvernig komið var fyrir bankanum, útaf einhverju byrjaði launalækkun stjórnenda stórfyrirtækja með hans innkomu.

Enn jú það er rétt það þakkar hver fyrir sig með sínum hætti.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.12.2008 kl. 22:00

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Högni, ég get ekki lagt þann skilning í þetta að teljast megi til ósanngirni. það er með þetta eins og margt annað, hver og einn sér hlutina með sínu nefi.

Ég er ekki alveg viss um að það sé mörgum sem dettur í hug sérstakt þakklæti þegar nafn Samherja ber á góma, slóðin er aðeins of löng til þess því miður.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.12.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég þekki söguna ekki í smáatriðum, en held að menn hafi frekar notað aðstæður en komið aðstæðunum að.

Jú sem betur fer erum við ekki öll með eins nef.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.12.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Hallgrímur, ég get alveg verið sammála þér í þessari harðorðu grein, mig langar líka að benda Sverri á þá staðreynd að skipstjórakvóti var aldrei settur á, ríkið gaf bara þremur skipsjórum kvóta sem útgerðin hirti svo seinna af þeim.

Svo vill ég benda Ágústi á þá staðreynd að Samherja menn(Þorsteinn Már) stjórnuðu sínu fyrirtæki alla tíð með mikilli frekju og yfirgang svo jaðraði við valdahroka.

Helgi Þór Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 00:06

8 Smámynd: Sigurbjörg Níelsdóttir

þAÐ KEMST ENGINN ÁFRAM EF HANN ER EINHVER GUNGA OG ÞAÐ VÆRI EKKI HÆGT AÐ REKA FYRIR TÆKI EF YFIRMAÐURINN VÆRI  MEÐ FÆTUR UPP Á BORÐI OG Í TÖLVU LEIK Í SIMANUM HÚRRA FYRIR SAMHERJA ÁFRAM STRÁKAR,

Sigurbjörg Níelsdóttir, 8.12.2008 kl. 00:26

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það má lýsa þessu á einfaldan hátt, Rockefeller heilkennin  þetta er alþekkt leið og þeir sem leggja við hlustir þegar Friðrik J. tekur til máls kemur þetta einkar vel fram. Boðskapurinn er margtugginn í lýðinn og bitlingum útdeilt eins og segir í færslunni.

Vandamálið við þessa aðferðarfræði er að lygin getur aldrei orðið sannleikur, það í sjálfum sér skiptir spunameistarana ekki máli enda næst það fram sem þarf, u beygja á heilastarfsemi lýðsins og málið dautt. 

Hallgrímur Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 07:16

10 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Doris, ég á engra hagsmuna að gæta, er búsettur í Frakklandi. Og er alls ekki af Eyjafjarðarsvæðinu. Engu að síður aðdáandi Samherjafrænda og dugnaðs.

Ágúst Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 10:14

11 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

. . . orðið þeirra datt aftan af þessu . . .

Ágúst Ásgeirsson, 8.12.2008 kl. 10:15

12 Smámynd: Stefán Sigurðsson

Félagar og vinir Samherja fyrir austan, Síldavinnslan gaf Mæðrastyrksnefnd 4,2tonn af sjófrystum ýsuflökum. Er það líka tilkomið vegna Rockefeller heilkennisins eða gæti kannski verið að þessir aðilar vilji láta gott af sér leiða. Ath er ekki stuðningsmaður kvótakerfisins en gott málefni er alltaf gott burt séð frá gefandanum.

Stefán Sigurðsson

Stefán Sigurðsson, 8.12.2008 kl. 13:41

13 Smámynd: GOLA RE 945

Samherjafrændur eru ekkert annað en hrokafullir fjárglæframenn. Þess bera meðal annars merki sjávarþorp sem eru rjúkandi rúst eftir að þeir hafa farið þar um.

Það væri fróðlegt að heyra Þorstein Má segja okkur hver væri kræfasti bankaræninginn. En hann og Bónusdrengurinn töluðu um mesta bankarán íslandsögunnar, þegar almenningur á Íslandi varð að taka bankann yfir, EFTIR að bankinn hafði verið rændur.

GOLA RE 945, 8.12.2008 kl. 18:18

14 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Amen...

Hallgrímur Guðmundsson, 9.12.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband