Það er sjötti desember og árið er 1962

Hvað klukkan var hef ég ekki hugmynd um enda spurði ég ekkert að því þegar ég datt út úr hlýja hellinum sem ég var í. Já það var skítkalt og einhver bláókunn kona hélt á mér, hvað átti ég að gera annað en mótmæla duglega með háværum öskrum sem fengið hefði sjálfan Tarsan til að athuga hvort hann væri örugglega karlkyns?...Wink

Eina sem ég hafði áhuga á var mjólkurstöðin sem lá marflöt, kófsveitt og úrvinda úr þreytu upp í mjög skrýtnu rúmi eftir að hafa fætt þennan öskurapa sem ljósmóðirin hélt á. Þarna byrjaði það sem ég hef oft sagt að sé konum að kenna, sérstakt dálæti á þessum yndislega líkamsparti kvenna, brjóstunum...W00tCool

Já gott fólk þennan dag sjötta desember 1962 fæddist ég og svo vægt sé til orða tekið þá hafa þessi 46 ár sem ég hef lifað verið mjög fjölbreytt. Sum mjög góð og sum ekki alveg eins góð en á heildina litið myndi ég ekki vilja breyta miklu ef ég ætti kost á því...Smile

Ég hef átt því láni að fagna að hafa eignast marga mjög góða vini, unnið til margra ára þá vinnu sem mér þótti afar skemmtileg og krefjandi. Hitt marga mjög athygliverðar persónur, einn er sá maður sem ég hitti fyrir mörgum árum og því mun ég sennilega aldrei gleyma...

Kristján Eldjárn hét maðurinn og var hann þriðji forseti Íslenska lýðveldisins. Í apríl 1974 varð ég þess heiðurs aðnjótandi að fá heimsóknarboð til Bessastaða og þar hitti ég að sjálfsögðu þennan merka mann sem ég hef alla tíð borði mikla virðingu fyrir. Það vil svo skemmtilega til að ég og Kristján heitinn Eldjárn eigum (áttum) sama afmælisdag og það eru hreint ekki allir sem upplifa það að flaggað sé á afmælisdegi þeirra, en það var alltaf gert í forsetatíð Kristjáns...Smile Blessuð sé minning hans. Þeir sem áhuga hafa geta lesið sér aðeins til um þennan einstaka mann hér

Hvernig það atvikaðist að ég fékk þetta heimsóknarboð til Bessastaða er svo aftur efni í heila ritgerð sem verður ekki skrifuð í þessari færslu og aldeilis óvíst að ég komi nokkurn tímann til með að upplýsa það...W00t Ég ber við persónuvernd, bankaleynd og öllu tiltæku sem í boði er.

Eygið góðan dag vonandi fæ ég afmælisgjöf frá klúbbnum mínum sem gleður en þeir eiga eins og allir vita leik á móti Blackburn í dag.

Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Til hamingju með daginn og megirðu eiga mörg góð ár framundan..

Jóhann Elíasson, 6.12.2008 kl. 14:27

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk Jói..

Hallgrímur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 14:29

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Til hamingju með daginn, vonandi færðu góða afmælisgjöf frá klúbbnum, annað væri ósanngjarnt, þú mátt svo halda áfram að reyna að ná mér í aldri, gangi þér allt í haginn.

Sverrir Einarsson, 6.12.2008 kl. 14:30

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Til hamingju gamli. Afi minn átti sama afmælissdag. hann var ölkær og spaugsamur maður.

Víðir Benediktsson, 6.12.2008 kl. 14:32

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk Sverrir.

Takk Víðir, það fylgir Bogamönnum oft mikið fjör.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 15:07

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Er sjálfur Bogamaður. Þekki það.

Víðir Benediktsson, 6.12.2008 kl. 15:16

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Skelfilega ertu ordinn gamall!...Bestu kvedjur

Guðrún Magnea Helgadóttir, 6.12.2008 kl. 15:26

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Guðrún samkvæmt tölfræðinni þá er seinni helmingurinn að byrja og yfir því gleðst maður ógurlega enda er það sagt langbesti tíminn og miða við fyrripartinn þá verður sá seinni hreint út sagt frábær...

Með kveðju að norðan.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 15:38

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Til hamingju S. Þegar þessum aldri er náð, er betra að tala um efri og neðri helminginn í stað fyrri og seinni. Þú veist hvernig þetta virkar, fögur sjón glepur en þú manst bara ekki af hverju.

Þórbergur Torfason, 6.12.2008 kl. 16:51

10 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Beggi og takk fyrir. Ég flokka þetta í fyrrihálfleik og svo aftur þann seinni, eins og allar bullur vita þá er oft meira fjör í þeim seinni. Það á við í þessu líka er mér sagt og þá er bara fjör framundan...

Hallgrímur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 17:02

11 Smámynd: Rannveig H

Flott færsla! Og hamingjuóskir með daginn Halli minn.

Rannveig H, 6.12.2008 kl. 17:42

12 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir Rannveig...

Hallgrímur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 17:57

13 identicon

INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR FRÁ OKKUR ÖLLUM HÉRNA Í AKURGERÐINU!!!!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 19:28

14 Smámynd: Sverrir Einarsson

Halli hefst ekki seinni hálfleikur eftir 45 síðan kemur seinni hálfleikur + uppbótartími? Auðvitað fékkstu rétta afmælisgjöf frá klúbbnum þó eins og þú segir hafi tekið óþarflega langann tíma að pakka  henni inn.

Sverrir Einarsson, 6.12.2008 kl. 19:39

15 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk Doddi.

Jú gjöfin kom Sverrir og vel innpökkuð.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.12.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband