James Murphy sendur til að rukka skuldir

Íslensku bankanna. Það má þó segja eitt um Skotana, þeir eru kurteisir og koma sjálfir til að rukka útistandandi skuldir. Því erum við ekki vön, á almenning eru sendar heilu hersveitirnar af lögfræðingum og innheimtustofnunum svo sem Intrum, Rein og hvað þessi batterí heita öllsömul. Á banka er skellt hryðjuverkalögum og ríkið dæmdi sig sjálft til ábyrgðar á leyfis okkar kjósenda.

Nei Skotarnir kunna að umgangast fólk af virðingu og koma sjálfir til að minna á skuldirnar og benda góðfúslega á það að hyggilegt væri að gera þetta upp í fullri vinsemd sem fyrst.

Illa er fyrir okkur komið, hingað streyma heilu flokkarnir í innheimtuaðgerðum fyrir skuldum sem við almenningur berum ekki nokkra ábyrgð á en megum samt borga. Svínsleg framkoma eigenda bankanna fer að verða okkur frekar dýru verði keypt og spurning um að sturta út úr ríkisstjórninni hjörðinni sem ver glæframennina með öllum ráðum.

Nú getur maður ekki annað en velt fyrir sér Íslandssögunni, megum við búast við því að ríkisstjórnin flýi á fjöll og feli sig í hellum þegar fréttist af þotu á leið til landsins? Í henni gætu leynst hundfúlir  erlendir innheimtumenn. Útsendari ríkisstjórnarinnar Hannes Hólmsteinn væri ágætur í því að kíkja fyrir horn á Leifsstöð, skanna hópinn sem kom með rellunni og meta fyrirliggjandi hættu. 

Þessa aðferð notuðu ræningjar, sauðaþjófar og útilegumenn fyrr á öldum nema þeir höfðu ekki áhyggjur af þotum og flugvélum, segl við sjóndeildarhringinn var nóg til að leysa úr læðingi ofsahræðslu með tilheyrandi niðurgangi og spretthlaupum til fjalla.

Nú eru Skotar að velta fyrir sér sjálfstæði og taka upp nýja sjávarútvegsstefnu. Væri ekki gráupplagt að hefna sín duglega á þeim (þvílík ósvífni að ætlast til að við borgum eitthvað) Seljum þeim hugmyndina af besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi á uppsprengdu verði. Nóg höfum við af spekingunum sem færu létt með að selja þeim hugmyndina, kaupa hana síðan til baka og endurselja svo aftur á ennþá fáránlegra verði. Þetta mætti leika nokkrum sinnum þangað til að við ættum skyndilega fyrir öllum skuldum og digra sjóði í kaupbætir.

Ráðgjöf Hafró yrði að selja á svipaðan hátt, hún er nefnilega bráðnauðsynleg með svo mótelið gangi fullkomlega upp. Eftir um það bil 15 ár þá skiptir Ísland bara um kennitölu og fríar sig allri ábyrgð á þessu þegar Skotarnir átta sig á því að þeir voru hafðir að algjörum fíflum. Það vafðist í það minnsta ekkert fyrir mönnum að skipta um kennitölu bankanna og sýna umheiminum fingurinn góða.

Ég sé fyrir mér Hannes Hólmstein, Helga Áss Grétarsson og Friðrik J. Arngrímsson sem boðorðapostula við að heilaþvo Skotana um ágæti þessa kerfis.

Góðar stundir.


mbl.is Vill koma innistæðum Skota til bjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hann mætti alveg "handrukka" DO og Geirharð, mín vegna...

Guðmundur Ásgeirsson, 4.11.2008 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband