Síðasta beygjan

Síðasta fokking helvítis beygja, hvernig var þetta hægt? Jæja þá er þetta tímabil á enda, ég og Massa verða að bíða eitt ár í viðbót...Wink

Mig hefur lengi langað til að breyta um útlit á þessari síðu og læt það eftir mér núna. Þetta útlit verður prufað í óákveðinn tíma og sjálfsagt prufa ég eitthvað annað líka, það kemur í ljós.

Þar sem ég er ritstjóri og ábyrgðarmaður þessara síðu þá tók ég mér þann rétt að ritskoða og breyta þessari færslu frá upprunalegu útfærslu og henda henni í ruslið.

Þeir sem halda með Hamilton, til hamingju með titilinn þetta var spennandi allan tímann og ég er aumur í hausnum eftir að hafa hoppa aðeins og hátt miða við lofthæðina hjá mér í algleymi fagnaðar í örfáar sekúndur eftir að Massa kom í mark.

Núna sit ég með heilahristing og blaðra tóma dellu hér og liturinn í andlitinu á mér er svipaður og útlit síðunnar.

Góðar stundir.


mbl.is Hamilton heimsmeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sverrir Einarsson

Ég var því miður búinn að slökkva á sjónvarpinu í bræði minni og sá því ekki þegar hann kom út úr síðustu beyjunni. Hélt að þetta væri fyrirfram tilbúinn texti sem hafði farið of fljótt inn á textavarpið þegar ég sá þetta þar og hló mikið þegar ég sá fréttina þar, síðan þegar fréttirnar komu þá kættist ég við að fá það staðfest að þetta voru ekk mistök hjá textavarpinu.

Þar með er upptalið það sem var gott við þessa helgi, handboltinn vanst ekki í noregi, fótboltinn fór eins og hann fór, fannst alveg óþrfi að vera hjálpa þessum tottturum eitthvað. Síðan gleymdi ég að kaupa lottó og vann því ekki neitt. Fyrirtækið sem ég vinn hjá var selt enn einu sinni ( ég held í 3 skifti frá því ég byrjaði þar, en alltaf fylgir staffið (við erum ekkert spurð sko)
Gæti þess vegna verið búið að selja það aftur þegar ég vakkna í kvöld,

Nú er bara að vera duglegur að leita sér að vinnu....helst ekki hér í tjöruborginni og brosa framan í heiminn

Að gefnu tilefni þá hef ég stundað mína vinnu (útkeyrslu) sl 8 ár og á engann þátt í þessarri brotlendingu efnahagslífsins, þó svo aðrir vilji meina það.....ég bara neita að eiga einhverja sök þar á.....vil benda á Fjármálaeftirlitið, Ríkisstjórnina, og Seðlabankastjórnina þ.e.a.s. eftirlitsaðilana sem áttu að hafa eftirlit með bankastarfseminni,,,,,,,,ég hafði allt annað að gera + það að ég hafði engann aðgang að þessum stofnunum til að vera með puttana í þeirra verkefnum.....bara svo þið vitið það..........en þetta kemur sigri skítuga stáksins í formúlunni ekkert við.

Verið nú góð við hvort annað og smælið framan í heiminn þó hann gretti sig framan í okkur.

Sverrir Einarsson, 3.11.2008 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband