Er Seðlabankinn gjaldþrota?

selabankinn.jpgEitthvað hafa menn gengið hratt um gleðinnar dyr í góðærinu sem var aldrei góðæri, í það minnsta ekki fyrir almenning. En merkilegast við þetta allt saman er hvernig forsætisráðherra ver vin sinn í stöðu Seðlabankastjóra svo ekki sé nú talað um fylgihirðina sem er í kringum D.O.

D.O, eldgamall hagyrðingur og hugmynda og boðorðapostuli íhaldsins eru greinilega meira virði en vitræn stjórn efnahagsmála hjá heilli þjóð. Ekki þori ég að segja hvernig þetta endar en ekki kæmi mér á óvart að það sé frekar stutt í það að Íslendingar missi sjálfstæði sitt og hafi nákvæmlega ekkert um það að segja hvað og hvernig málum verði háttað hér í framtíðinni.aflaver_maeti_705616.jpg

Við lestur á þessu hér er því miður ekki annað að sjá en Seðlabankinn sé á barmi gjaldþrots. Hún er orðin ansi dýr þessi tilraun íhaldsins, en áfram skal haldið eins og sauðahjörð og hrunið fullkomnað með fáránleikann og afneitunarheilkennin að vopni.

Við skulum ekki gleyma einu, kvótavöndlarnir eru enn óuppgerðir og ætli það renni ekki tvöfaldar grímur á þá sem haldið hafa því fram að við eigum svo stöndugan, öflugan og vel rekinn sjávarútveg þegar það uppgjör fer fram á raunvirði?

Góðar stundir.


mbl.is Viðbúið að tjónið verði mikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvítur á leik

Kæmi mér ekki á óvart að haturslegar framkvæmdir Dabba hafi gert endaslagið, eða endahöggið á líkkistuna. Helvíti... Verður þetta þá Rússabæli?

Hvítur á leik, 21.10.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ef að hriktir í stoðum sjávarútvegsins hrynur hann eins og spilaborg og þá verður sagt eins og nú "Þetta er það sem enginn gat séð fyrir"

Víðir Benediktsson, 22.10.2008 kl. 21:12

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

ps. Voru þínir menn annars ekki að spila í kvöld? Hvað er að frétta af þeim leik?

Víðir Benediktsson, 22.10.2008 kl. 21:13

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Víðir Það er lítið vandamál að reka það þveröfugt ofan í það kvikindi sem missir þá skýringu út úr sér. Það væri reyndar gaman að sjá framan í þann preláta á eftir.

Reynda hef ég hina mestu unun af því að benda íhaldsfígúrunum á stöðuna, þeir verða feimnir og vonast sjálfsagt eftir kraftaverki, ég held að tími kraftaverkanna sé liðin og uppgjör blasir við. Eða hvernig telja menn sig geta sniðgengið það?

Hallgrímur Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 21:33

5 identicon

Sjávarútvegurinn er gjaldþrota Ef almenningur getur ekki borgað skuldir sínar er gerð eignaupptaka hjá þeim.Það sama hlýtur að vera farið að gerast með útgerðina þeir geta ekki orðið borgað af skuldum,samanber bara uppsögnum hjá útgerðarfyrirtækjum á landinu til að geta ráðið áhafnir á lærri launum aftur til að reyna að borga kvótan

?? (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband