Massa verður heimsmeistari

keppinautar_oska_massa_til_hamingju_i_vigtunarklefanum_i_singapur.jpgÞað er ekki spurning að drengurinn klárar þetta með stæl og landar titlinum. Árangurinn í tímatökunni er að ég held forsmekkurinn að því sem koma skal.

Verið góð hvert við annað.

Góðar stundir.


mbl.is Massa vann ráspól eftir spennandi keppni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gudni.is

Massa er að standa sig ljómandi vel og hann mun sannarlega eiga heimsmeistaratitilinn verðskuldaðan fari svo. Ég spá því hinsvegar að Hamilton vinni titilinn naumlega og Massa verði annar.

gudni.is, 27.9.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sjáum hvað setur, en keppnin á morgun verður á efa spennandi. Mér lýst vel á þetta fyrirkomulag og flott er brautin maður.

Velkominn í hópinn Guðni sem prýðir vinstri hlið þessara síðu.

Hallgrímur Guðmundsson, 27.9.2008 kl. 20:42

3 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Þetta verður massakeppni maður :) .Ég  fylgist með formúlunni ,, það sama verður ekki sagt um fótboltann. Mér finnst bara alltof lítið action í boltanum.. örfá mörk í leik ef heppnin er með.

Jóhann Kristjánsson, 27.9.2008 kl. 20:51

4 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Hammilton verður reyndar meistari þó svo að menn reyni allt til að Ferrari nái titlunum

Ómar Már Þóroddsson, 27.9.2008 kl. 20:51

5 Smámynd: gudni.is

Takk fyrir það Hallgrímur

gudni.is, 27.9.2008 kl. 21:05

6 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er nú nokkuð langt síðan ég tjáði þér þá skoðun mína Halli, að hann Hamilton yrði meistari, en þú lemur hausnum við steinninn. Það eina sem getur komið í veg fyrir það, eru þessir dómarar sem Fíatinn er með í keppninni...

En við sjáum hvað setur....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.9.2008 kl. 09:43

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það þarf ekkert að lemja honum við neitt félagi, þetta er frekar augljóst, ekki satt?

Það þarf að gera hlutina þannig að menn séu ekki teknir í gegn af einhverju andskotans dómaratríói, það hefur Massa gert í meginatriðum...

En auðvitað er Hamilton líklegur ég neita því ekki og hef reynda ekki gert ef ég man rétt...

Hallgrímur Guðmundsson, 28.9.2008 kl. 12:07

8 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.9.2008 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband