lau. 20.9.2008
Illa líst mér á hvernig að málum er staðið
Landhelgisgæslan lömuð og skipin bundin við bryggju. Nú er það einu sinni svo að Gæslan sér ekki eingöngu um eftirlit á hafinu, hlutverk hennar er einnig gríðarlega mikilvægur í björgun hverskonar. Sjómenn hafa alltaf búið við ágætt öryggi og vitað að í flestum tilfellum er ekki langt í næsta skip Gæslunnar þegar vá ber að höndum.
Bilað skip að reka til lands með mörg mannslíf um borð og skip Gæslunnar bundin við bryggju í Reykjavík. Það sjá allir hvernig það fer, það endar líklega á hörmulegan hátt með hrikalegum afleiðingum. Eru sjómenn ekki meira virði en svo að þeir geta bara gengið á vit feðra sinna ef svo ber undir? Við búum á einu erfiðasta hafssvæði í veröldinni og eigum að halda úti skipum Gæslunnar þetta eru björgunar og öryggistæki sem Íslenskir sjómenn stóla á að séu til staðar.
Einnig er gríðarleg umferð erlendra skipa við landið sem gætu þurft á aðstoð að halda. Það er ekki að sjá í ferðagleði ríkisstjórnarinnar að fjármagn vanti í kassann, er þetta er frekar spurning um forgangsröðun?
Góðar stundir.
Skipum Landhelgisgæslu lagt til að spara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Talandi um forgangsröðun. Þegar erlend herskip koma í heimsókn, þá er hægt að hafa öll tæki gæslunnar á útopnu við æfingar með hinum erlendu herskipum. Já þá vantar ekki peninginn.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 07:48
Já tökum alla sjúkrabíla og lögreglubíla og hreinlega leggjum þeim flota líka.Ef ríkið getur ekki gert þessi skip út þá held ég að það sé kominn tími til að loka öllum ferðareikningum ríkistjórnarinnar og taka þessa helvítis bíla af þeim og segja einkadrivernum upp.
Landi, 20.9.2008 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.