Fullkominn úrgangur

ruslahaugur.jpgÞetta er táknrænt fyrir það hvernig sjávarútvegurinn er að verða. Fiskverkunarhús sem áður skapaði fjölda manns vinnu og lagði sitt af mörku til þjóðarbúsins með gjaldeyrisskapandi framleiðslu er orðin fullkomin móttökustöð fyrir úrgang.

Reyndar kemur ekkert annað orð en risastór úrgangur upp í mínum huga þegar ég hugsa um þetta blessaða kvótakerfi og hvernig það hefur farið með fjölda staða á landsbyggðinni og skilið eftir sig slóð eyðileggingar og fjöldauppsagnir fólks. Það kemur sá dagur að það verður ekkert fólk til sem kann til verka jafnt í landvinnslu sem á sjó. Það getur (vil) enginn hanga í lausu lofti með það hvað verður kannski á morgun ef einhver önnur vinna býðst.

Það sem átti að byggja svo glæsilega upp atvinnuöryggi á landsbyggðinni og margfalda stofnstærð þorsks (kvótakerfið) hefur snúist svo herfilega upp í andstæðu sína að leitun er að viðlíka viðsnúningi. Á sama tíma og við höfum gjaldeyrinn (fiskinn) syndandi hringinn í kringum landið er ríkisstjórnin og Seðlabankinn að rembast eins og hálfdauð hæna við ennþá meiri skuldasöfnun í formi lántöku svo gjaldeyrisstaða Seðlabankans teljist viðunnandi.gjaldmi_lar_672261.jpg

Ekki vænkast fjárhagur minn með meiri yfirdrætti það er ljóst, það gerist heldur ekki hjá Seðlabankanum með aukinni lántöku, þetta eru ekkert flókin fræði við verðum að framleiða meira og það getum við gert strax á morgun. Við eigum ennþá eitthvað eftir að bátum og skipum, eina sem vantar er að leyfa okkur að veiða meira, það er minni áhætta tekin með því að veiða meira frekar en skuldsetja þjóðfélagið enn frekar og finnst mörgum nóg komið í þeim efnum.

Góðar stundir.


mbl.is Fiskverkun verður gámastöðin Enni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband