sun. 15.6.2008
Vísar ásökunum um bull á bug
Vísar ásökunum um bull á bug
Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjóstangveiðifyrirtækisins Hvíldarkletts, segir það víst rétt fyrirtæki hans hafi aðeins keypt 1300 kíló á leigukvótamarkaði eftir að verðið fór í 260 krónur, eins og haft er eftir honum í Fréttablaðinu í dag. Hallgrímur Guðmundsson, formaður Framtíðar, samtaka sjálfstæðra í sjávarútvegi, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að Elías færi með rangt mál.
Það er Hallgrímur sem ekki er að fara með rétt mál," segir Elías í samtali við Vísi. Það er vissulega rétt hjá honum að við höfum leigt meiri kvóta en þessi 1300 kíló en það var áður en verðið náði þeim hæðum sem þekkjast í dag," segir hann. Hann segir erfitt að slá á hvað meðalverð á leigðum kvóta hafi verið hjá Hvíldarkletti enda hafi verðið farið stighækkandi síðustu misseri.
Elías bendir einnig á að verð sem fæst fyrir fisk veiddan á sjóstöng er 35 prósent lægra en það verð sem fæst fyrir fisk veiddan á handfæri, samkvæmt reiknistofu fiskmarkaða fyrir árið 2007þFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.