Það sem visir.is birti ekki

HalliFer ekki með rangt mál

Við skulum hafa staðreyndirnar á hreinu í þessu máli. Það hefur einungis átt sér stað ein færsla (leiga) á 260 kr. kílóið í krókakerfinu. Það var 04.06.2008. Leigumarkaðurinn er í 240 til 250 kr per kíló og á þá því verði hefur Hvíldarklettur einnig verið að leigja í það minnsta 240 kr. Meðalverð á fiskmörkuðum síðustu fjórar vikur er 247 kr. Per kíló fyrir óslægðan þorsk. Það segir sig þar af leiðandi sjálft að með sölu í ferðirnar hafa þessi tvö fyrirtæki Hvíldarklettur og Sumarbyggð hf. forskot á aðra sem eru á leigumarkaðnum.

Þessu má líkja við þegar útgerðir sem tengdar eru vinnslu leigja frá sér kvóta og síðan kemur viðkomandi vinnsla inn á fiskmarkaðina með forskot í vasanum og keppa við vinnslur án útgerða um fiskinn. 

 

Kvótasetning á þennan ferðamannaiðnað var það heimskulegasta sem hægt var að gera, það var öllum ljóst nema stjórnvöldum að hlutirnir færu á þennan veg. Hvernig sem á því stendur þá þótti stjórnvöldum algjör nauðsyn að kvótasetja það sem kalla á frístundaveiðar og gera það þannig að atvinnuveiðum án þess að hugsa um afleiðingarnar.

 

Ekki þykir ástæða til af stjórnvöldum að fetta fingur út í 5% Hafró aflann sem eru 6.500 tonn af þorski. Þau tonn virðast ekki skipta neinu máli þegar hugsað er um framtíð Þorskstofnsins, en þessi 150 til 200 tonn sem þessar svo kölluðu frístundaveiðar draga úr sjó virðast á einhvern dularfullan hátt vera stórhættulegar þorskstofninum.

 

Þessar veiðar og reyndar handfæraveiðar almennt eiga alls ekki að vera kvótasettar. Handfæraveiðar eru og verða aldrei hættulegar neinum fiskistofnum og eiga að vera frjálsar þeim sem til þess hafa fullnægjandi réttindi á bátana sem veiðarnar stunda.

Góðar stundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband