Flottræfilshátturinn á sér engin takmörk.

Þarna sýnist mér viljinn í verki koma berlega í ljós. Á tímum aðhalds og sparnaðarboðorða stjórnvaldaFerðalagið undirbúið sína sömu aðilar viljann í verki svo um munar. Eru engin takmörk fyrir hræsninni og óráðsíunni sem stjórnvöld sína þegnum sínum? Ef landsmenn eiga að herða sultarólina er það þá ekki sjálfsögð krafa okkar þegna þessa lands að stjórnvöld sýni gott fordæmi í verki og geri hið sama? Við lestur þessara fréttar á visir.is getur maður varla orða bundist, þurfa ráðamenn þessara þjóðar ekki að fara líta aðeins í eigin barm?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála.

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

Þetta er ótrúlegt, og við sem reynum alltaf að finna ódýrasta flugið ef það vill til að maður þarf að komast t.d. í höfuðborgina, ég myndi nú velja fyrir mig frekar flugfar á 1300, heldur en 7000, ef maður umreiknar þetta fyrir okkur verkafólkið.

Hallgrímur Óli Helgason, 1.4.2008 kl. 20:54

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég er ekki alveg sammála þér hérna Halli, aldrei þessu vant. Kannski er spurning með þessa hersingu þarna, en að því gefnu að þess þurfi, þá er ég á því, (ef við gefum okkur líka að það sé eitthvað gagn að þessu liði hérna) að það getu margborgað sig að stytta för á svona kjaftaþing í stað þess að vera með hjörðina á hótelum einhversstaðar á okkar kostnað og gríðarlegan dagpeningakostnað í ofanálag.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 13:32

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sæll Hafsteinn, miða við fréttina þá var hægt að komast samdægurs með tengiflugi, þannig að þessa aðferð  þarf að rökstyðja með öðrum hætti að mínu mati.

Hallgrímur Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 14:36

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já fyrirgefðu, ég var ekki búinn að lesa fréttina á Vísi sennilega bara af Mogga. Sé núna að þeir hafa lagst í rannsóknir, eins og blaðamenn eiga að gera og fundið útúr þessu. Sá hinsvegar Geir segja blákalt í Kastljósinu að hann hefði orðið að fara í gær, (og ekki getað mætt í Kastljósið) og vera eina nótt í London í báðum leiðum og ef svo væri get ég skilið það.

Það er reyndar ótrúlegt hvað þetta lið leyfir sér að segja framan í alþjóð, gallhart og roðnar ekki einu sinni. Hélt nú að Geir væri eitthvað betur gerður, en það er sennilega sama rassgatið undir þessu öllu saman. Það lýgur þessvegna bara útí loftið, án þess að þurfa á því að halda. Andskotans hlandaular.

Það var raunar ótrúlegt hvað Sigmar saumaði að kallinum í gækvöldi. Hann er eini nothæfi spyrillinn þarna og verður sennilega rekinn.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 2.4.2008 kl. 15:16

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er sagt að Geir roðni þegar hann segir SATT.

Jóhann Elíasson, 2.4.2008 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband