Á Bakkafjöruhöfn rétt á sér?

Ég talaði um það á sínum tíma að sjólagið við suðurströndina sé víðsjárvert og menn ættu að vanda til verka áðu en lengra yrði haldið, ég stend við hvert orð sem ég sagði og bið fólk að skoða þetta myndband til enda áður en tjáningarfjörið byrjar. Hafið hljóðið á. Er mönnum full alvara með áframhaldandi framkvæmdir þarna?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Takk fyrir þetta fróðlega myndband Hallgrímur.  Undarlegt hvað mönnum fannst allt í einu upplagt og sjálfsagt að gera höfn við sandströnd fyrir opnu hafi. Spái  því að ýmislegt eigi eftir að koma í bakið á mönnum í þessari framkvæmd.

Þórir Kjartansson, 31.3.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Takk fyrir það, eins og ég sagði í minni stuttu umfjöllun að mig minnir á síðunni hjá Hönnu Birnu væri þetta framkvæmd sem mér litist lítið á. Ég meðal annars lýsti þessu nákvæmlega svona og einhverjir muna það sjálfsagt. Það skal tekið fram að ég nappaði þessu myndbandi að annarri síðu þessari hér og verð vonandi ekki lögsóttur fyrir það.

Hallgrímur Guðmundsson, 31.3.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Já Halli, mönnum er svo mikil alvara að þessi framkvæmd er komin á koppinn, að frumkvæði Eyjamanna þannig að það er ekki við einhverja misvitra pólitíkusa í landsstjórninni að sakast í þetta skiptið.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 31.3.2008 kl. 21:40

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Nú væri gaman að fá stuðningsmenn Bakkafjöruhafnar hér inn og segja sitt álit á þessu. Ég er fæddur og uppalinn við frekar erfiða innsiglingu sem er inn til Hornafjarðar aðstæður þarna eru ekkert betri ef ekki þá verri. Ég benti á öryggisþáttinn í þessu þegar ég tjáði mig um þessi mál. Ég bara spyr, eru menn ekkert að hugsa um þau mál? Einn ágætur bloggvinur minn hann Sigmar hefur mikið talað fyrir þeim málum í mörg ár og á hann miklar þakkir fyrir, hvað segir hann til dæmis um þetta?

Hallgrímur Guðmundsson, 31.3.2008 kl. 21:50

5 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Ég sé fyrir mér skip reyna að koma inn til hafnar undan öldu og úúúúúúppps 2 km inná  landið......

Jóhann Kristjánsson, 31.3.2008 kl. 22:48

6 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Allsvakalegt og flott myndband. Ekki myndi ég vilja sigla þarna inn. Myndbandið er flott en því  miður verður ekki sama sagt um lookið á síðunni þinni  Go, go Gunners!

Vilmundur. Þú þarft helst að eiga tæki sem er bæði myndbandstæki og dvd með upptökumöguleika.

Eysteinn Þór Kristinsson, 2.4.2008 kl. 08:21

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Myndbandi er flott og lúkkið á síðunni er líka flott.. Ég var áður búinn að segja það og endur tek það ég nappaði þessu af síðunni hans Tobba og vonandi verður hann ekki fúll við mig. Eysteinn þessar síður eru allar flottar, bara mis flottar.

Hallgrímur Guðmundsson, 2.4.2008 kl. 08:47

8 Smámynd: Eysteinn Þór Kristinsson

Ok samþykkt.

Eysteinn Þór Kristinsson, 2.4.2008 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband