lau. 29.3.2008
Ríkisstjórnin og Seðlabankinn bjargi almenningi.
Í fréttum stöðvar 2 í hádeginu lýsti forsætisráðherra því yfir að ríkisstjórnin hiki ekki við að bjarga bönkunum ef þeir lendi í ógöngum. Ríkissjóður er svo til skuldlaus, þetta staðhæfir forsætisráðherra gott mál ef satt er. En er það ásættanlegt að ríkissjóður taki á sig útrásaræði bankanna sem virðist vera byggt á sandi og engin innistæða var fyrir?
Seðlabankastjóri talar um óprúttna miðlara sem gert hafa aðför að Íslensku efnahagskerfi. Þarf þessi maður ekki að rökstyðja svona málflutning? Er það ásættanlegt að maður í þessari stöðu gaspri svona ásakanir út yfir heimsbyggðina án þess að færa einhver rök fyrir máli sínu? Hvað var það annars sem Davíð Seðlabankastjóri sagði fyrir örfáum dögum? Jú atlagan sem gerð var að gjaldmiðlinum var framkvæmd af innanlandsspákaupmönnum ekki erlendis frá. Þarf þá alþjóðlega rannsókn á því máli, ég bara spyr?
Það er nú ekki eins og þessi ósköp sem dunið hafi yfir hafa komið á óvart. Á þetta hefur verið bent bæði hér innanlands sjá hér og erlendis. Auðvitað eru allir sem á þetta hafa bent heimsk fífl sem ekkert vit hafa á málunum, Ísland er nefnilega svo sérstakt að leitun er að öðru eins. Það er akkúrat ekkert sérstakt við þetta fjármálakerfi, við erum nefnilega tengd við umheiminn og alþjóðavæðinguna, ekki satt? Við þurfum ekki lengur að ferðast á hestum milli bæja á fundi, eða bíða í marga mánuði eftir næsta skipi til Köben.
Ef einhverjum á að bjarga þá að að bjarga almenningi frá þeirri glæfrastefnu sem farin hefur verið og hverjir hafa stjórnað henni? Eru það ekki bankarnir sem nú á að fara að bjarga? Hvað er ekki oft búið að upphrópa þessa menn sem algjöra snillinga á sínu svið og þegið hafa svimandi laun vegna þess eins hvað þeir eru æðislega færir og útsjónarsamir?
Látum nú reyna á hæfnina og útsjónarsemina, þeir ættu ekki að vera í vandræðum með að redda þessu smámáli, þeir eru jú svo asskoti klárir strákarnir. En almenningi á að bjarga og verja, við eigum ekki að þurfa að borga fyrir stuttbuxnaguttana. Einu veitt ég þó athygli þegar sýnt var frá fundinum í Seðlabankanum í gærkvöldi, er Seðlabankinn að breytast í elliheimili sjálfstæðisflokksins?
Mínar hugleiðingar á laugardegi.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Mann setur bara alveg hljóðan við svona beinskeyttar og algjörlega skilyrðislausar yfirlýsingar, en þeim eigum við ekki að venjast frá stjórnarherrum okkar. Er það ekki þetta sem ég hef verið að segja undanfarna mánuði á blogginu mínu: Auðvitað verður það almenningur í þessu landi sem borgar fyrir útrásarmistökin með "fátækragjaldmiðlinum".
Jóhann Elíasson, 29.3.2008 kl. 20:28
Ó já Jói minn það verður skríllinn ( við ) sem komum til með að borga þetta.
Hallgrímur Guðmundsson, 29.3.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.