Hvenær drepur maður mann?

Helgi LaxdalHelgi Laxdal skrifar grein í morgunblaðið 4 mars sem heitir, Hvenær drepur maður mann? Fyrirsögnin á þessari grein er mér hulin ráðgáta, þar sem engin mannsmorð eru umhugsunarefni Helga Laxdal. Ég verð að segja það að innihald þessara greinar Helga er á margan hátt illskiljanleg ef við setjum hana í samhengi við staðreyndir.

Fyrsta tilvitnun í greinina: "SAMKVÆMT mínum heimildum mun þorskstofninn hér við land vera einn fárra þorskstofna í heiminum sem ekki er alveg kominn að fótum fram vegna ofveiði, sem þýðir að það á að vera hægt að koma honum aftur til eðlilegs þroska með réttri nýtingu"

Nú er ég svolítið hissa, hvað er Helgi að tala um hér? Með réttri nýtingu, hvað er rétt nýting? Ég skora á Helga að svara þessu. Helga virðist vera mjög kært að verja kvótakerfið, í grein sinni og gengur svo langt að halda því fram að hvergi í heiminum hafi tekist betur til að halda utanum heildarafla. Önnur tilvitnun í greinina: "Í ljósi þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar hélt kvótakerfið það vel utan um heildaraflann að aðeins skeikaði 0,74% sem ég hygg að sé betri árangur en nokkurt annað stjórnkerfi hefur skilað"

GámafiskurNú verður að spyrja Helga aftur, hverju hefur þetta svo skilað okkur? Staðreyndirnar ljúga ekki veiðar á þorski eru í sögulegu lágmarki, ekki satt? Það hlýtur að liggja ljóst fyrir að kvótakerfi er ekki til þess fallið að byggja eitthvað upp, það þarf einfaldlega að fara eftir því sem náttúran segir okkur, ekki fyrirfram útreiknuðum væntingum.

Þriðja tilvitnun í greinina: "Það hlýtur að vera umhugsunarefni í framhaldi af áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, um ætluð mannréttindabrot hér á landi; hvað hefði gerst ef við hefðum lítið aðhafst til þess að draga úr veiðinni hér við land með þeim afleiðingum Bjarni Sæmundssonað a.m.k. þorskstofninn ætti sér tæpast viðreisnar von. Á hverjum hefðu þá verið brotin mannréttindi."

Hér er rétt að doka aðeins við. Það er og hefur alltaf verið ágreiningur um það hvort nauðsynlegt var að grípa til svo róttækra aðgerða sem var gert. Meðan aðferðarfræði Hafró er eins umdeild og hún er, er vægast sagt hæpið að halda því fram að þorskstofninn hafi beinlínis verið í útrýmingarhættu við upptöku kvótakerfisins. Hvernig ætlar Helgi að rökstyðja það að mannréttindabrot séu réttlætanleg og á hverjum og hverjum ekki þau eru brotin skiptir engu máli, bara af því að umdeild aðferðarfræði Hafró segi að vernda þurfi einhverja fiskitegund?

Eitthvað held ég að Helgi mætti kynna sér betur út á hvað mannréttindi og jafnræði þegnannaKarfi ganga. Grein Helga má svo lesa hér í þessu doc skjali.

Við upptöku kvótakerfisins var talað um að það þyrfti að vernda og byggja upp þorskstofninn, það er enginn ágreiningur um hvað var talað þar. En að troða öllum öðrum tegundum í kvóta til þess að byggja upp þorskstofninn er mér með öllu fyrirmunað að setja í samhengi, gott væri að fá í leiðinn útskýringar á því. 

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Halli.

Hvenær gengur þorskur að fótum fram ? Helgi veit greinilega ekki að þorskurinn hefur sporð.

Ég er svo sem ekki hissa á því þar sem dýrið hefur varla komið um borð í fiskiskip í áratugi.

En hvað sem öllu líður þá er grein Helga eitt það ómerkilegasta plagg sem forystumaður sjómanna hefur látið frá sér fara á prenti.

Mér er næst að halda að fíflið sé vangefið og ef ekki þá heilabilaður.

Níels A. Ársælsson., 6.3.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sumir orða hlutina öðruvísi Nilli en ég segi,amen eftir efninu, eins og margir aðrir hafa sagt.

Hallgrímur Guðmundsson, 6.3.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Svo þú telur þetta vera bilun í toppstykki Nilli...? Er nú ekki alveg viss, þessi ber nefnilega ekki litla ábyrgð á að þessu kerfi var komið á. Aðvitað skammast dýrið sín er það nokkur vafi? En fyrr má nú vera hallur undir Framsókn.

  

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.3.2008 kl. 17:51

4 Smámynd: Atli Hermannsson.

Já varðhundar kerfisins láta ekki að sér hæða þegar kemur að nákvæmni upplýsinga. "SAMKVÆMT mínum heimildum mun þorskstofninn hér við land vera einn fárra þorskstofna í heiminum sem ekki er alveg kominn að fótum fram vegna ofveiði, sem þýðir að það á að vera hægt að koma honum aftur til eðlilegs þroska með réttri nýtingu"

Með þessum orðum Helga er látið að því liggja að það séu leifar af þorskstofnum á víð og dreif um jarðkringluna í andarslitrunum. En staðreyndin er nú samt sú að aðrir stofnar en sá sem kallaður er Atlantic cod hafa mér vitanlega aldrei spilað rullu í heimsaflanum. Heimkynni Atlantic cod er eins og við vitum hér í Norður - Atlantshafinu. Þá hefur ársaflinn verið í kringum 900 þúsund tonn undanfarin ár... svo einhverjir aðrir stofnar hljóta þá að vera með lífsmarki fyrst við erum bara með 15% heildaraflans 

Atli Hermannsson., 7.3.2008 kl. 22:29

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Nilli er hreinn snillingur:

"Hvenær gengur þorskur að fótum fram ? Helgi veit greinilega ekki að þorskurinn hefur sporð."  !!!

Þá er búið að afgreiða Helga Laxdal, eða öllu heldur þetta var sjálfsafgreiðsla. 

Sigurður Þórðarson, 7.3.2008 kl. 22:42

6 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég verð að vera alveg hreinskilinn strákar, það voru skrifuð rosalega mörg orð og orðaskýringar á blað sem ekki eru birtingarhæf í opinberum fjölmiðli þegar ég setti þessa færslu inn, bara svona rétt til að róa mig niður. Álit mitt á þessum skrifum Helga eru eitthvað á þessa leið... í marga daga. Ég býð samt spenntur eftir því að Helgi svari því sem hann var spurður að og rökstyðji einnig hvernig hann getur réttlætt mannréttindabrot.

Hallgrímur Guðmundsson, 7.3.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband