Álit mannréttindanefndarinnar og er sala aflaheimilda ólögleg?

Dagbjört HákonardóttirDagbjört Hákonardóttir fer mikinn í pistli sínum um álit mannréttindanefndarinnar og er um margt nokkuð áhugaverð lesning. Hvort ég er henni sammála eða ekki skulum við láta liggja milli hluta í bili. En hér er grein hennar.

"Hvað svo sem menn segja um kvótann, þá er einkar athyglivert að að lesaGuðbjörn Jónsson um hvernig menn véluðu hann undir sig á vægast sagt mjög hæpnum forsendum. Því gerir Guðbjörn Jónsson nokkuð góð skil í pistli sínum. Um það má svo lesa hér.

Um færslu aflaheimilda á milli skipa, er ævinlega í fyrstu talað um FLUTNING á úthlutuðum aflakvóta. Síðar breytist þetta orðaval yfir í orðið FRAMSAL aflakvóta, og hefur það orðalag verið viðhaft síðan. Í skjóli þessa orðavals var farið að SELJA aflakvóta milli skipa. SALA hefur hins vegar ALDREI verið heimiluð.

Gjaldmiðlar Orðið FRAMSAL byggir á hugtakinu að afhenda, t. d. að afhenda einhverjum öðrum ákveðin réttindi eða hlunnindi sem þú hefur til umráða. Þessi réttindi eða hlunnindi mátt þú ekki selja, nema því aðeins að skýr heimild sé til slíks frá hendi lögformlegum eiganda þess sem á það sem framselja skal. Tökum dæmi:  Þú tekur íbúð á leigu í heilt ár. þegar árið er hálfnað, þarft þú að flytja og þarft því að losna undan leigusamningnum. Þú mátt ekki sjálfur leigja öðrum íbúðina, til tekjuauka fyrir sjálfan þig, en þú getur fengið heimild eigandans til að FRAMSELJA öðrum aðila það sem eftir er af samningnum. Góð hliðstæða því aflaheimildum er ævinlega úthlutað til eins árs í senn" Þessu gerir Guðbjörn Jónsson einnig mjög góð skil í öðrum pistli á síðunni sinni og má lesa hann í heild sinni hér.

Það verður mjög athyglivert þegar látið verðu reyna á hvort þetta standist lög, og hvernig dómsvaldi tekur á þessum málum.

Góðar stundir. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband