Konan mín var að fá aðdáendabréf frá leyndum vin.

----- Original Message -----
From: "AB" <arthur@smabatar.is>
To: <ringsted@simnet.is>
Sent: Monday, February 11, 2008 11:26 PM
Subject: Spurning


Sæl Huld,

Ég var að fá ábendingu um pistil á síðunni þinni um skrif ReynisArtúr Bogason
Traustasonar: "Uppreisnarforingi orðinn sægreifi".

Þú segir að pistillinn sé "athyglisverður".

Hvort er það fyrir lygarnar eða róginn?

Arthur Bogason

 

 Alveg fór þetta framhjá mér, svo merkilegt sem það má nú vera enda er ekki hægt að búast við því að maður geti fylgst með öllu sem birt er á fjölmiðlum landsins. Ég fór að skoða og eftir þvílíka leit fann ég það sem Arthur er að vita í og er hægt að lesa um það hér. Hvað er sérstaklega athyglisvert við þetta? Þetta er grein sem birt er í fjölmiðli og væntanlega svarar sá sem greinina skrifaði ef einhverju þarf að svara. Nú eða þá Artúr svarar einfaldleg sjálfur hvað er svona athugavert við þessa grein. Það er nú einfaldlega þannig að sumum finnst eitthvað athyglisvert sem öðrum finnst ekkert varið í, einfalt ekki satt? Svona er nú lífið dásamlegt. Ég bið kurteisilegar afsökunar á því að hafa stafsett nafn Arthurs rangt og er það leiðrétt hér með.

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég held nú að Arthur karlinn sitji nú uppi með að svona hefur þetta þróast, í stórum dráttum. Ég ætla að taka það fram að ég hef alla tíð verið uppfullur af því að Túri sé afar öflugur leiðtogi fyrir þá sem hann er að vinna fyrir hverju sinni og lagði m.a. til eitt sinn, þegar mér ofbauð hversu litlu smáir útgerðaraðilar fengu áorkað innan LÍÚ, að við segðum okkur úr því "skítabakaríi" (stolið nýyrði frá Nilla) og reyndum að komast undir hatt Arthúrs og ég trúi því nú að strandveiðiflotinn væri ekki allur kominn á haugana og kvótinn á togarana, ef það hefði verið gert.

En nú er Arthúr að vinna fyrir kvótaeigendur í sínum hóp og byltingin étur börnin sín, eins og svo oft.....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 12.2.2008 kl. 10:51

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég er alveg sammála því að Arthur hefur gert marga góða hluti, það verður aldrei frá honum tekið. Landsambandið náði fram ótrúlegum hlutum á sínum tíma um það verður ekki heldur deilt. En því miður villtust þeir eitthvað af leið og þá skefur andskoti fljótt í förin maður. Það má vel vera að þeir finni fjölina aftur, en djöfull held ég að það verði snúið fyrir þá að byrja frá grunni aftur og berjast fyrir frelsinu sem á að einkenna þennan flota.

Hallgrímur Guðmundsson, 12.2.2008 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband