þri. 22.1.2008
Bryggjuspjallarinn röflar vitleysuna í áður óþekktar hæðir.
Ekki er gott að segja hvað Hjörtur Gíslason hefur sett ofan í sig sem virðist hafa eytt gjörsamlega skilningarvitunum hjá honum. Í pistli hans í mogganum 21 jan er honum hugleikinn niðurstaða mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Liggur það ekki ljóst fyrir að úrskurður sem telst bótaskyldur standist ekki lög? Er eitthvað flókið að skilja það að á kurteisilegan hátt er sagt í milliríkjasamskiptum að ef ákveðinn verknaður (í þessu tilfelli stjórn fiskveiða) sé ósamgjarn, sé í rauninni ólöglegur með núverandi hætti?
Sé vitleysan ekki orðin nóg nú þegar, þá toppar Hjörtur sjálfan sig algjörlega með því að halda því fram að sjávarútvegurinn á Íslandi sé rekinn á arðbæran og hagkvæman hátt. Auðlindin sjálfbær og kvótakerfið hefur skilað miklu. Eftir lesturinn verður maður til að byrja með orðlaus, síðan er lítið annað að gera en vorkenna manninum í veikindum sínum. Reynda er einn möguleiki í stöðunni sem væri hægt að nota manninum til vorkunnar og fyrirgefningar, svolítið langsótt en ekki fjarri lagi þó. Hjörtur fékk textann sendan frá Líú og lét birta hann í mogganum án yfirlestrar.
Um afleiðinga kvótakerfisins þarf svo sem ekkert að fjölyrða, þær blasa allstaðar við, hrun sjávarbyggðanna með tilheyrandi harmleikjum sem ég hef áður talað um. Hagkvæmnin og arðsemin skýrir sig sjálf. Skuldsetning sjávarútvegsins er í þvílíkum hæðum af völdum arðseminnar geri ég ráð fyrir, að kynslóðin sem tekur við af okkur nær aldrei heldur að borga brjálæðið. Þrátt fyrir þær staðreyndir og að hvert fyrirtækið á fætur öðru rambar á barmi gjaldþrots eða eru nú þegar gjaldþrota, skal samt hamrað á góðri arðsemi og hagkvæmni.
Menn slá um sig og tala um ábyrga fiskveiðistjórnun og kvótakerfið hafi bjargað sjávarútvegnum. Er mönnum ekki sjálfrátt, eina sem þetta hefur gert er að framleiða hvern APANN á fætur öðrum. Staðreyndirnar ljúga ekki, eftir að frjálsa framsalið var leyft og veðsetning aflaheimilda hófst þá fyrst fór að syrta í álinn. Gamla máltakið svíkur ekki, af aurunum verður margur API. Það lokast einfaldlega fyrir öll skilningarhólf, samviskan fýkur til helv.... kvótinn seldur, og fólkið sem vann hörðum höndum fyrir APANN sem nýtur einn góðs af kvótanum, situr eftir í verðlausum eignum. Og APINN, hann hlær að fávisku stjórnvalda sem hann tók í ósmurðan afturendann. Nú hinir sitja eftir í skuldsúpunni.
Í stuttu máli eru þetta beinar afleiðingar besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Takið eftir ruðnings áhrifin eru ekki enn komin í ljós, en þau koma það verður ekki umflúið með orðagljáðri og bringuna framsperrta eins og HANI með HÆNUNA klemmda milli lappanna. Það er skylda stjórnvalda að taka í taumana og rýmka til, það er sáralítið vandamál hvar skal byrja. Ef menn ætla sér í alvöru að halda þessu landi í byggð verður að bregðast við og það strax.
Lausnirnar eru fjölmargar, eina sem vantar í mótelið er að stjórnvöld taki næturleppana frá báðum augunum áður en þeir mæta í vinnuna, hendi eyrnatöppunum í ruslið og hlusti á margt af því fólkið sem kaus þá til starfa. Það gæti verið að sumir hefðu margt gáfulegra fram að færa heldur en Hannes Hólmsteinn í þessum málum.
Góðar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Facebook
Athugasemdir
Það eru þjóðarhagsmunir að koma bryggjufíflinu til föðurhúsanna.
Ég legg til að gerð verði aðför að Hirti Gíslasyni "Bryggjufífl" á opinberum vettvangi og jafnvel óopinberum líka.
Níels A. Ársælsson., 22.1.2008 kl. 09:18
Ha,ha.....eruð þið ekki að ofmeta áhrif bryggjuspjallara þessa, er nokkur að fylgjast með honum lengur, nema Mái og LÍjúgarar. Hef ekki séð neitt eftir hann síðan ég sagði upp mogganum m.a. vegna bullsins frá honum. Held að það séu allir búnir að fá nóg af þessum lofrullum um ónýtt kerfi sem er að ganga af fiskistofnunum sem það átti að verja, dauðum...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.1.2008 kl. 13:01
Sæll Hallgrímur!
Ég vil byrja á að þakka þér fyrir frábæra grein í 24 stundum í dag. Hvað Hjört varðar er svo augljóst að hann hefur þessa skoðun af því að þetta eru þeir einu sem borga mönnum í einhverjum fríðindum, fyrir að gelta eins og þeim er sigað. Það gerir íslenski hundurinn líka.
Guðbjörn Jónsson, 22.1.2008 kl. 16:40
Já Halli, greinin í 24 er góð og lýsir þessu eins og það er.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 22.1.2008 kl. 19:16
Takk fyrir strákar. Svolítið rótækt Nilli og þó! Það er nokkuð ljóst að Hjörtur talar máli þeirra sem reyna með öllum mætti að réttlæta meðferð sína á sameignlegri auðlind allra landsmanna. Það kemur sá dagur að þessar raddir þagna, ég er nefnilega endalaust bjartsýnn og trúi á lýðræðislegt jafnrétti til handa okkur öllum sem starfa í sjávarútvegi.
Hallgrímur Guðmundsson, 22.1.2008 kl. 20:23
Heill og sæll ég er þér hjartanlega sammála þett er góð grein hjá þér.
kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 23.1.2008 kl. 00:03
Stundum er ágætt að vera veruleikafirrtur en að vera það alla daga og hafa það að atvinnu sinni er "too much", eins og sagt er á góðri Íslensku.
Jóhann Elíasson, 23.1.2008 kl. 09:24
Takk fyrir Simmi, Jói það verður ljóti hvellurinn þegar menn neyðast til að viðurkenna vitleysuna.
Hallgrímur Guðmundsson, 24.1.2008 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.