Trúverðugleiki mælinga, hversu ábyggilegt er þetta?

Eins og bent hefur verið á er aðferðarfræði Hafró á mjög svo umdeildu og gráu svæði þegar kemurysa að stofnstærðarútreikningum á þorski. Hvað skildi þurfa að rannsaka stórt svæði svo niðurstöðurnar teldust trúverðugar?

Myndum við sætta okkur við að tekin væru um það bil 0.14% af bílaflota landsmanna þeir skoðaðir og restin dæmd út frá því? Ég held ekki. Væri það trúverðugt að keyra eftir hliðargötu í Reykjavík og telja þá sem við myndum rekast á og áætla fjölda landsmanna út frá því? Ég held ekki. Í stórum dráttum er hægt að líkja þessu við aðferðarfræðin sem Hafró notar við stofnstærðarmælingar á þorski við Ísland.

Hvað skyldi vera stórt svæði sem Hafró rannsakar í raun þegar stóridómur er kveðinn upp um stærð þorskstofnsins við Ísland? Eins og fyrr segir er togararallið sú mælieining sem Hafró styðst við og ekkert annað notað. Í togararallinu eru tekin 557 tog sem hvert um sig er 7.32 km að lengd. Ef trollið rifnar er nóg að endurtaka helminginn af toginu og telst það þá gilt. Gefum okkur að öll togin fari eðlilega fram ( sem aldrei getur átt sér stað ) þá er niðurstaðan sláandi.

Samtals gera þetta um það bil 306 ferkílómetra. Svæðið frá fjöruborði og niður á 500 metra dýpi erÞorskur 212.000 ferkílómetrar. Þetta gefur okkur það að rannsakað er 0.14% af þessu svæði sem talað er um. Nú er það margsannað að þorskurinn er að veiðast niður á 750 metra dýpi ef ekki dýpra. Þannig að útbreiðsla þorsksins er margfalt meiri en er í þessum útreikningum. Hvað þarf að rannsaka stórt svæði svo niðurstöðurnar séu marktækar? Eru ekki einhverjir farnir að efast um nákvæmni þessara rannsókna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband