Færsluflokkur: Enski boltinn

Er allt falt fyrir rétt verð?

go_i.jpgÉg vona svo sannarlega að sú setning eigi ekki við um þennan öðlings dreng...Halo

Ég er farinn í sumarfrí, þá meina ég frí frá blogginu...Tounge

Við skulum rétt vona að þessi drengur verði einn af þeim sem ég kem til með að hrósa í hástert sem leikmanni Liverpool á næsta tímabili...Wink

Hafist verður handa við skriftir á þessari síðu þegar tjallatuðrusparkið byrjar aftur í ágúst, nema að sjálfsögðu ef stórkostulegir hlutir gerast sem síðuritari getur ekki látið afskiptalausa...Whistling

Stöndum saman og verum góð við hvert annað, við þurfum á því að halda...Heart

Sæl að sinni og takk fyrir mig. 

Góðar stundir.

 


mbl.is Torres segist hvergi á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílíkt þvaður

Þessi Ronaldo er bara ósköp venjulegur Portúgalskur tittur þjakaður af stjörnustælum og með rétt rúmlega meðalgetu byrjanda í tuðrusparki.

Ég held að Carragher karlinn ætti að skoða aðeins betur eigin afrek áður en hann tapar sér í fáránleika afneitunarinnar og sjálfsblekkingu.

Örlítið færri sjálfsmörk frá þér minn kæri og pínulítið færri jafntefli, þá þarf enginn að pæla í Portúgölskum meðalljónum, United eða öðrum smáklúbbum.

Að lokum þá er hreinlega ekki hægt að sleppa þessari einstöku dásemd.

Góðar stundir.
mbl.is Carragher: Brottför Ronaldo mun hjálpa okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki að gerast

fernando_torres_828013.jpgHinsvegar ef þetta gerist þá tek ég mér margra ára pásu frá tuðrusparki.

Góðar stundir.


mbl.is United sagt íhuga tilboð í Torres
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gargandi gleði á bænum

naestbestir_i_heimi.jpgÞað þarf ekki mikið til að gleðja litla kútinn sem hamrar á lyklaborðið við gerð þessara örfærslu...Whistling

Ath. myndinni var gefið nafn. Ég tek það skýrt fram að UTD er ekki nr. 1 að mati kútsins knáa sem skrifaði þessa mögnuð færslu....Wink

Getspakir ættu ekki að vera í nokkrum vafa hvaða lið er nr. 1 að mati fiskikóngsins knáa á Akureyri....Cool

Góðar stundir.


mbl.is Barcelona Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott hjá UNITED

Jæja strákar og stelpur, ég nenni ekki að hræra lengur í þessu og skrifa mitt síðasta blogg um boltann á þessari leiktíð.

United er vafalaust flottur klúbbur og verðugur handhafi titilsins. Það eiga allir sína spretti sumir flottari en aðrir.

Þessi sprettur UTD varði brottför dollunnar frá Old Trafford að sinni og jafnaði annað lið í Englandsmeistaratitlum.

Ég óska öllum UTD aðdáendum til hamingju með þennan frábæra árangur og ekki kæmi mér á óvart að meistaradeildar dollan verði áfram á Old Trafford, sjáum til.

Formúlan er handónýt fyrir mér þetta árið enda rauðu örvarnar út á túni og í tómu tjóni. Að skipta um lið í formúlunni er ekki valkostur frekar en að halla sér að öðru liði í enska boltanum.

Liverpool verður það allt til loka sem og Ferrari í formúlunni. Ef Ferrari hættir þátttöku í formúlu 1 þá einfaldlega hætti ég að horfa á þá íþrótt, einfalt.

Ef Liverpool til dæmis hættir þátttöku í fótbolta þá get ég alveg búið einhversstaðar þar sem ekkert sjónvarp næst hvað þá heldur útvarp.

Ipod hlaðinn nokkrum lögum með U2 og að sjálfsögðu þessu lagi sem ég smelli með hér fyrir neðan myndi duga mér 100%.

Á UTD ekkert baráttulag sem kyrjað er af aðdáendum? Allar ábendingar eru vel þegnar...Wink

Góðar stundir.
mbl.is Ronaldo: Ég er alsæll hérna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Englandsmeistarar fyrir skítagrís

Englandsmeistarar fyrir skítagrís er sennilega besta og réttasta lýsingarorðið fyrir þessa uppákomu.

Að venju þá óska ég United aðdáendum til hamingju með sína menn.

Góðar stundir.


mbl.is Manchester United enskur meistari í 18. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er vaðandi bjartsýni að hrjá

síðuritara...Grin

Ég vildi bara láta ykkur vita af því...Wink

Eitt stig, gáum að einu það á eftir að ná þessu stigi...Whistling

Ég nenni ekkert að myndskreyta þessa færslu enda ekkert fallegt í boði sem tengist fréttinni og hæfir þessari gullfallegu og vel skrifuðu síðu...Tounge

Að venju þá er ekkert brugðið út af vananum, til hamingju United aðdáendur með ykkar menn...

Góðar stundir.


mbl.is Man.Utd stigi frá meistaratitlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er ekkert hissa

gerrard_847094.jpgÞetta hefur lengi legið ljóst fyrir öllum sæmilega sjáandi...Grin

Auðvitað eru einhverjir snartruflaðir aðdáendur annarra liða sem sjá varla sjálfan sig í spegli hvað þá heldur svona snilling eins og Gerrard sem ekki eru sammála mér...W00t

Smellum einni mynd af kappanum með í þessa örfærslu...Cool

Að lokum þá stenst ég ekki freystinguna og takið eftir lesendur góðir, þetta er í boði síðuritara án endurgjalds...Wizard

Góðar stundir
mbl.is Gerrard: Svolítið hissa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hlæ með öllu rassgatinu

og miða við umfangið á afturendanum þá erum við að tala um hrossahlátur með tilbrygðum...LoL

Versta martröð United og aðdáenda þeirra gæti orðið að veruleika fljótlega, sjá hér.....W00t

Góðar stundir.


mbl.is Benítez: Kuyt er herra Duracell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostulegasta lið allra tíma

var ekki lengi að klára verkefnið en sýndi samt mótherjum sínum bæði vorkunn og virðingu í dag. Þrjú mörk alveg hæfilegur skammtur og mótherjarnir ekki niðurlægðir meira en góðu hófi gegnir.

Fyrir ykkur kæru vinir og aðdáendur þessara síðu þá er þetta einstaka lag í boði síðuritara FOR NOTHING....Cool Þetta er náttúrulega einstakt og á sér enga hliðstæðu...Smile

Góðar stundir.
mbl.is Liverpool í toppsætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband