Englandsmeistarar fyrir skítagrís

Englandsmeistarar fyrir skítagrís er sennilega besta og réttasta lýsingarorðið fyrir þessa uppákomu.

Að venju þá óska ég United aðdáendum til hamingju með sína menn.

Góðar stundir.


mbl.is Manchester United enskur meistari í 18. sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Man Utd er með fleiri stig en Liverpool.

Davíð (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 14:53

2 identicon

Það verður enginn meistari í Englandi fyrir einnhvern grís. Öll lið sem það verða eru einfaldlega frábær, best, sama hvaða nafn þau bera

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 15:15

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Góður dagur í dag he he. Skítagrís eða ekki, hverjum er ekki sama? Nú svo er Meistaradeildartitillinn rétt innan seilingar þannig að þú neyðist til að óska mér til hamingju einu sinni enn áður en mánuðurinn er úti he he.

Víðir Benediktsson, 16.5.2009 kl. 15:31

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hver er að tala um Liverpool hér? Færslan er um skítagrís UTD og hamingjuóskir nákvæmlega ekkert annað..

Hallgrímur Guðmundsson, 16.5.2009 kl. 16:01

5 Smámynd: Ólafur Gíslason

Takk fyrir þessar hamingjuóskir.  Auðvitað var þetta bara grís að enda uppi með flest stig.  Heppnin hefur verið með United í allan vetur og boltinn ítrekað rúllað oftar yfir linuna hjá andstæðingum en hjá okkur þegar á þurfti að halda.  Dómararar flautuðu til okkar vítaspyrnur í ógáti og mótspilarar áttu það til að rétt stjaka við okkar mönnum á hættulegum stöðum þar sem Ronaldo vippaði boltanum óvart í markhornin í aukaspyrnum.  Aumingja Tevez var endasprettinum píndur inná og fyrir einhverja slysni ætlaði að senda fyrir markið en slysaðist til að skora í ógáti.

En svona er nú boltinn og 11. Úrvalsdeildartitillinn fór óvart til Manchester árið 2009.  Hvernig er það?  Hvað hefur Liverpool unnið "Úrvalsdeildina" oft? Aldrei....

Ólafur Gíslason, 16.5.2009 kl. 16:13

6 identicon

Man. United eru bestir! Sjúgðu staur!

Gummi (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 16:18

7 identicon

Gaman að sjá fullorðnislegar samræður í kringum þessa íþrótt... eða reyndar eru þetta sömu hlutirnir sem maður heyrði skotið á milli Liverpool og Manchester aðdáðenda strax í 4. bekk í grunnskólanum.

"Minns er miklu betri en þinns!" "Nauts!" 

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 17:13

8 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ekkert helvítis kjaftbrúk á þessari siðvöndu og nærgætnu síðu...

Hallgrímur Guðmundsson, 16.5.2009 kl. 18:05

9 identicon

Eins og er þá erum við bestir leifiði okkur bara að njóta þess í friði ......

Glori glori man

Óli P (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 20:37

10 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Skítagrís. Skora miklu færri mörk og tapa miklu fleiri leikjum en Liverpool en vinna samt. Svona er þetta stundum.

Páll Geir Bjarnason, 17.5.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband