Færsluflokkur: Formúla 1

Útbrunninn drullusvekktur Barrichello

reynir að upphefja sjálfan sig á fádæma aumlegan hátt. Barrichello átti sína spretti og allt gott um þaðBarrichello að segja, en halda því fram að ferill hans hjá Ferrari hafi einkennst af því að hleypa Þýska hrokatittinum fram úr sér er frekar aumlegt.

mbl.is Barrichello var ítrekað skipað að víkja fyrir Schumacher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt sem kemur ekkert á óvart.

Þetta eru daprar fréttir fyrir formúluna. Að fjármagn skuli vera aðalástæða fyrir velgengni liða í FormúluSuper Aguri 1 hlýtur að vekja upp áhyggjur manna sem dálæti hafa á þessari annars frábæru íþrótt. Verða ekki fleiri lið sem lenda í sömu sporum og Super Aguri?
mbl.is Super Aguri hverfur á braut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var aldrei spurning

hvernig þetta færi. Ferrari er einfaldlega yfirburðarlið á öllum sviðum Formúlunnar. Frekar var það núRaikkönen fagnar sigri aumlegt að sjá Hamilton rembast eins og rjúpa við handónýtan staur á eftir Massa sem dólaði þetta í rólegheitunum. Sigurinn var aldrei í hættu enda eru hin liðin einfaldlega í tómu bulli og heimavinnan algjörlega í klessu.Wink

Árangur spanjólans var eins og við var að búast, akkúrat enginn. Til allra lukku slasaðist Heikki Kovalainen ekki þegar hann ákvað að hætta keppni með hraði.Cool


mbl.is Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Räikkönen góður

og Massa þriðji, ekki slæm byrjun á deginum hjá mér, svo er bara leikurinn hjá Liverpool eftir semRækjan jöfn og örugg verðu vonandi sama gleðiefni og úrslitin í tímatökunni áðan.
mbl.is Räikkönen marði Alonso á síðustu sekúndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finninn fljúgandi

Rækjan lætur finna fyrir sér á æfingum, það kemur þó frekar á óvart að spanjólatitturinn og hrokahrúturinn Alonso náðiRækjan jöfn og örugg þriðja besta tíma, það verður fróðlegt að fylgjast með tímatökunni á morgun vonandi hrekkur Massa í réttan gír og tæklar þetta.Wink
mbl.is Räikkönen efstur en Renaultmenn koma mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Massa að sína hvað í honum býr.

Það kom að því að Massa kláraði það sem hann hefur verið að sína okkur. Að mínu mati er Massa meðMassa á palli þeim betri sem eru í formúlunni í dag. Góður dagur fyrir okkur Ferrari gaurana. Það var aldrei spurning hvernig þessi keppni færi.Cool
mbl.is Gallalaust hjá Massa - Räikkönen efstur ökuþóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Finninn (rækjan) fljúgandi.

Raikkönen var öflugur í þessu móti, það má segja að hann hafi haft þetta í hendi sér nánast allanRaikkönen tímann.Cool Betra hefði verið ef Massa hefði klárað líka, ekki veitir af í titilslagnum, það er samt óskiljanlegt hvað Massa var að gera það var engin pressa á Ferrari ökuþórunum.Smile Það mætti líkja þessu við svona frekar rólega sunnudags bíltúr slíkir voru yfirburðirnir.Wink
mbl.is Räikkönen fagnar endurreisn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki sama Jón og Séra Jón?????

Hvernig skyldi standa á því að Renault liðinu er ekki refsað eins og McLaren? Eru njósnamál þeirraFerrari léttvægari en hjá McLaren liðinu? Eða er það einfaldlega svo að ef Ferrari liðið andar einhverju frá sér þá er brugðist við af hörku? Er Ítalska mafían farin að stjórna því hver og hverjir verði heimsmeistarar? Þarf maður virkileg að fara að skammast sín fyrir að vera Ferrari aðdáandi? Sjáum til, vonandi fara menn að bera gæfu til þess að láta verkin tala á brautinni og hætti þessum kærum og ásökunum hægri vinstri, það gerir ekkert annað en eyðileggja þessa íþrótt.
mbl.is Renault staðfestir viðræður við Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband