Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eru bæjar og sveitastjórnir að styðja mannréttindabrot með þögninni?

Eitt er það sem vakið hefur undrun mína eftir að Mannréttindanefnd Sameinuðu Þjóðanna kvað upp úrskurð sinn um fiskveiðistjórnunarkerfið (kvótakerfið) og það er. Mig rekur ekki minni til að bæjar og eða sveitastjórnir á Íslandi hafi skorað á stjórnvöld að bregðast við og virða álit Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna. Er bæjar og sveitarstjórnum landsins slétt sama að úrskurður af þessu tagi sé feldur á Íslenska ríkið? Er engin ástæða fyrir stjórnir bæjar og sveitarfélaga þessa lands að bregðast við og skora á stjórnvöld að virða mannréttindi þegna sinna?

Ég verð að spyrja, eru stjórnir bæjar og sveitarfélaga að styðja áframhaldandi mannréttindabrot með þögn sinni? Ef bæjar og sveitarstjórnir svara þessu neitandi og segjast ekki styðja mannréttindabrot, væri þá ekki í lófa lagið fyrir þessar stjórnir að stíga það heillaspor og skora á stjórnvöld opinberlega að virða úrskurð nefndarinnar og bregðast við hið fyrsta?

Það er engu líkara en sofa eigi Þyrnirósarsvefninum góða þangað til að nákvæmlega öll starfsemi í bæjum landsins deyr út og hvað þá? Á þá að hringja grenjandi til stjórnvalda betlandi aumar ömslur sér til handa, þeirra sömu stjórnvalda og drápu niður sjávarþorpin með mannréttindabrotum?

Ég bar spyr, hvað er orðið að í þessu landi, er öllum sama hvernig er verið að fara með landsbyggðina? Nógu mörg eru vandamálin sem er verið að glíma við á Höfuðborgarsvæðinu í dag þótt við bætum ekki landsbyggðinni við, þegar allir flýja þangað þegar búið verður að drepa allt niður út á landi.

Það er nú einu sinn hrár veruleikinn að við lifum ekki á góðum vegum, góðu netsambandi og málandi hver fyrir annan einu saman. Ekki plöntum við upp álverum í hverju sveitarfélagi. Það þarf að framleiða eitthvað líka, það þarf engan hagfræðing til að segja okkur það. Leyfið okkur að gera það sem við gerðum, það er að veiða fisk þannig urðu þessir bæir til.

Það er hér með skorað á bæjar og sveitarstjórnir að láta í sér heyra, annað er þeim ekki til sóma.

Góðar stundir.


Ísland og Suður-Afríka...

Það er ekki dónalegt að fá svona samlíkingu, eða hvað?Whistling
mbl.is Íslandsbylgjan gæti skollið á mörgum löndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður Davíðs aðferðin notuð á umboðsmann Alþingis?

Sem sagt djobbið lagt niður og umbanum hent út á götu. Wink Það náttúrulega gengur ekki að það skuli vera einhver sem er að gagnrýna vinnubrögð hinna heilögu og ósnertanlegu. ( Að þeirra mati ) Shocking Um þetta má svo lesa hér.

Dáleiddur prófessor á launum hjá, hverjum?

Ég skora á prófessorinn að flytja til landsins góða. Það væri alveg nóg fyrir hann að vera hér eins og eitt kjörtímabil. Gaman væri að hlusta á hann eftir það. Vel rekið land, maðurinn hefur klárlega verið dáleiddur. Hver borgaði honum fyrir þessa umfjöllun?
mbl.is Segir Ísland afar vel rekið land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlaupið undan skatti í beinni, eða hvað?

Ekki veit ég hvað á að kalla þetta, en er þetta ekki lýsandi dæmi um hvernig sumir geta leikið á kerfið? Er hægt að gera hvað sem er í þessu landi og allir brosa og klappa köppunum á bakið fyrir viðskiptahæfileika. Eða gæti verið að einhver önnur ástæða liggi á baki þessari ákvörðun, ég bara spyr? Það má svo lesa um þetta hér.


Engar áhyggjur, þetta eru fífl í útlöndum og hafa ekkert vit á þessu.

Svona hljómar rökstuðningurinn sem við heyrum hér á landinu bláa. Samt les maður fréttir á þessa leiðStjórnvöld til dæmis. "713 milljarðar gufað upp í Kauphöllinni frá áramótum", nánar um það í þessum hlekk.

Svo koma fleiri fréttir eins og þessi hér "Hagkerfið bráðnar og stjórnvöld ráða engu", nánar um það í þessum hlekk.

Hverju á að trúa? Ekki fáum við haldbærar útskýringar frá stjórnvöldum eða bönkunum. Ef hagfræðinga Seðlabankans tjá sig um grafalvarlega stöðu mála á Íslandi, þá er heldur ekkert að marka þá. Hvað er í gangi, erum við virkilega komin í þá stöðu að enginn þorir að tjá sig á heiðarlegan hátt og segja landsmönnum nákvæmlega hver raunveruleg staða er? Ég skora á fólk að lesa þetta  docskjal vandlega og sjáum við þá ekki margt skuggalega líkt með þessu og því sem gert hefur verið á Íslandi?


Tökum við of mikið æti frá þorskinum?

Við tökum of mikið æti frá þorskinum.

Skipstjórinn Kristján Pétursson er búinn að vera á sjó í hálfa öld. Í þrjátíu ár hefur hann verið skipstjóri á togurum.
Skipstjórinn Kristján Pétursson er búinn að vera á sjó í hálfa öld. Í þrjátíu ár hefur hann verið skipstjóri á togurum.
Báturinn Bjarni Jóhannesson AK var fyrsti báturinn sem Kristján var með fyrir Harald Böðvarsson & co. Hér er hann við bryggju á Raufarhöfn, fullur af síld, með 850 mál og tunnur. Síldin Kristján mokfiskaði síld á Rauða torginu á Sveini Guðmundssyni haustið 1965. Það voru algjör uppgrip. Netin Á vertíðinni 1966 veidu Kristján og áhöfn hans á Skírni AK 600 tonn í netin á þremur vikum, allt á sama blettinum. Veiðarnar Frá veiðum í flottroll á Haraldi Böðvarssyni í kringum 1980. Það eru 60 tonn í halinu. Svona veiðar stunda menn ekki lengur.
[ Smelltu til að sjá stærri mynd ]
Kristján Pétursson er einn fengsælasti og farsælasti skipstjóri íslenzka fiskiskipaflotans. Hjörtur Gíslason hitti Kristján, sem rakti viðburðaríkan feril og skoðanir sínar á málefnum sjávarútvegsins

Ég ætla ekki að gefa kvótakerfinu neina einkunn. Það verður alltaf að stjórna veiðum, en aðferðin til þess verður sjálfsagt alltaf umdeild. En mín skoðun er sú að það sé stórmerkilegt að við skulum ekki vera búnir að eyða þorskinum gjörsamlega. Mér finnst veiðar síðustu árin hafa verið allt of miklar og of mikið gert af því að veiða ætið frá þorskinum, loðnu, rækju og kolmunna," segir Kristján Pétursson, skipstjóri á Höfrungi III., og trillukarl í tómstundum.

Kristján veit hvað hann syngur. Hann hefur verið á sjó í um hálfa öld og mest stundað veiðar á botnfiski, síld og loðnu. Mestallan ferilinn hefur hann verið hjá Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og síðustu árin hjá HB Granda.

"Það er bara bull, þegar menn halda því fram að það sé allt fullt af þorski í hafinu og við veiðum allt of lítið. Sem betur fer hefur þorskurinn staðið sig með eindæmum vel, því þetta virðist vera ótrúlega sterkur stofn. Andstæðingar kvótakerfisins hafa haldið því fram að við höfum árlega fyrir tíma kvótakerfisins verið að veiða 400.000 til 500.000 tonn. Það er bara ekki rétt. Það er hægt að sjá í öllum opinberum tölum um fiskveiðar. Það komu góðir toppar tvö til þrjú ár og svo dró úr aflanum. Það gerðist þrisvar til fjórum sinnum á síðustu öld að aflinn varð svona mikill.

 

Fyrsta svarta skýrslan

Staða þorskstofnsins var orðin mjög slæm strax 1975 og þá kom fyrsta svarta skýrslan frá fiskifræðingunum. Svo kom einn árgangur sem hélt veiðinni uppi til 1981. Þá kom hrunið, sem leiddi til kvótakerfisins. Síðan hafa komið góðir neistar öðru hverju eins og þegar stóra þorsktorfan var þarna á Halanum í þrjú ár fyrir aldamótin og menn býsnuðust yfir því að það væri svo mikill þorskur við landið. Þá þurftum við ekki annað en keyra á Halann ef við ætluðum að taka þorsk. En það var bara þessi eina torfa út af Barðinu, þar sem fiskurinn þétti sig svona mikið. Smábátarnir mokfiskuðu reyndar líka uppi í fjöru, en á heilu svæðunum, þar sem hafði verið góð veiði áður, var ekki mikið af þorski. Að undanförnu hefur verið mjög þægilegt að veiða þorsk, vegna þess að álagið er takmarkað. Ef flotinn færi allur í þorsk á sama tíma myndi stofninn láta undan. En nú er sóknin orðin svo dreifð að stofninn þolir það.

Handafæraveiðarnar voru með ólíkindum á þessum árum fyrir aldamótin. Það byggðist á því að það var ekki verið að skarka á togurum á miðunum allt sumarið. Menn hafa svo takmarkaðar þorskveiðiheimildir. Meðal frystitogari veiðir 1.000 til 1.200 tonn af þorski á ári af 6.000 til 7.000 tonna heildarafla skipsins," segir Kristján.

 

Mikið veiðiálag á miðunum

En það er fleira sem honum liggur á hjarta:

"Fyrir utan það, er veiðiálagið á Íslandsmiðum nú svo miklu meira en fyrir nokkrum áratugum. Fyrst byrjum við að veiða loðnuna, síðan förum við í rækjuna og nú erum við komnir út í kolmunnann. Þetta álag nú er fjarri því að vera sambærilegt við árin áður, til dæmis áður en loðnuveiðarnar byrjuðu. Við tökum of mikið af æti frá þorskinum.

Mikið hefur verið deilt á fiskifræðinga. Þeir náttúrlega vita ekki allt. En þeirra aðalmistök hafa verið þau að vera alltof bjartsýnir. Þeir héldu að hægt væri að byggja þetta allt upp á nokkrum árum með því að losna við útlendingana úr lögsögunni. Það var feillinn.

Við höfum lengi veitt of mikið. Fiskur getur hvergi dulizt á landgrunninu. Menn hafa alveg yfirsýn yfir þetta allt saman. Veiðarnar eru miklar og það er mikið álag á þorskinum. Menn hafa stundum haldið því fram, þegar þeir hafa fengið nokkra góða róðra á vertíðinni, að nú sé svo mikið um þorsk að það hafi aldrei verið annað eins.

 

Þarf að friða ætið og minnka álagið

Til þess að ná upp þorskstofninum hér við land þyrfti í fyrsta lagi að friða ætið og minnka álagið enn meira en gert er. Eftir að við fórum að fiska milljón tonn af loðnu ár eftir ár er orðið anzi langt gengið. Við engar veiðar er eins auðvelt að eyða fiskistofni og við veiðar á uppsjávarfiski með nútímatækni. Menn stoppuðu 1981 og 1982 í loðnunni, en samt halda menn alltaf áfram núna. Einhverju öðru er alltaf kennt um ef illa gengur, hitastigi eða straumum. Þetta er alveg það sama og á síldinni, þegar menn voru að útrýma henni. Þá var röngu hitastigi kennt um, að átan væri ekki á sínum stað og fleira. Skýringin var einfaldlega ofveiði.

Á árunum fyrir 1960 vorum við með upp í 220 báta á síldveiðum. Meirihluti þessara báta var ekki að gera neitt sérstakt, en nokkrir stóðu upp úr. Stór hluti bátanna fékk mjög lítið. Síðan stækkuðu bátarnir og voru komnir með asdik, kraftblökk og stærri nætur. Þeir voru orðnir það dýrir að það varð að nást árangur. Afköst fiskiskipanna, hvort sem þau eru smá eða stór, aukast ár frá ári. Það er krafan að allir skili toppárangri. Þá kemur að hættunni á ofveiði."

 

Alltaf umdeilanlegt

Hvað með fiskveiðistjórnunina? Hefur hún kannski brugðizt? Er kvótakerfið vont?

 

"Ég skal ekki dæma um það hvort framsal aflaheimilda sé gott eða vont. Það er annar meginþáttur kerfisins. Hinn er að stjórna veiðunum. Þetta verður alltaf umdeilanlegt. Kerfið var byggt upp með hagsmuni útgerðarmannsins að leiðarljósi. Útgerðinni var færður allur fiskurinn. Síðan voru allar upphæðir í leigu og sölu aflaheimilda sprengdar upp úr öllu valdi.
 
Góðar stundir. 


Staða þorskstofnsins hér við land er mun betri en víðast annars staðar

Staða þorskstofnsins hér við land er mun betri en víðast annars staðar

Keith Brander, fiskifræðingur hjá Alþjóðahafrannsóknaráðinu, telur að hlýnandi loftslag muni koma fiskistofnun á norðurhveli jarðar til góða

Vísindi Fiskifræðingurinn Keith Brander segir of mikið af þorski veitt við Ísland, en engu að síður ætti að vera hægt að byggja þorskstofninn upp. Hann segir einnig að hlýnun loftlags muni hafa jákvæð áhrif hér við land.
Vísindi Fiskifræðingurinn Keith Brander segir of mikið af þorski veitt við Ísland, en engu að síður ætti að vera hægt að byggja þorskstofninn upp. Hann segir einnig að hlýnun loftlags muni hafa jákvæð áhrif hér við land.
Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÉG er ekki sérfræðingur í stöðu þorskstofnsins við Ísland, en mér er ljós staðan hér í tengslum við stöðu þorskstofna á öðrum svæðum.

Eftir Hjört Gíslason

hjgi@mbl.is

„ÉG er ekki sérfræðingur í stöðu þorskstofnsins við Ísland, en mér er ljós staðan hér í tengslum við stöðu þorskstofna á öðrum svæðum. Ef staðan við norðvestanvert Atlantshafið er skoðuð, er staða þorskstofnsins við Íslands ekki slæm. Hún er miklu betri en við Kanada. Það sama á við um Norðursjóinn og mörg önnur svæði. Sá samanburður er kannski ekki sanngjarn, því staðan við Kanada og í Norðursjónum er mjög slæm. Staðan hér er þó betri en víðast hvar annars staðar,“ segir Keith Brander, fiskifræðingur við Alþjóðahafrannsóknaráðið í Kaupmannahöfn. Hann tók saman niðurstöður ráðstefnu Hafrannsóknastofnunarinnar um þorskrannsóknir, sem fram fór á föstudag og laugardag.

 

Of mikið veitt

„Það virðist reyndar nokkuð augljóst að það er veitt of mikið úr stofninum. Veiðin hefur lengi verið í hærri kantinum. Það hefur reynzt einstaklega erfitt, hvar sem er, að draga úr veiðunum, draga úr afkastagetu veiðiflotans. Ein af ástæðunum fyrir því, sem á vissan hátt er góður hlutur, er að tækninni hefur fleygt fram, bæði í búnaði skipa og veiðarfæra. Bátarnir eru orðnir svo miklu afkastameiri en áður. Þess vegna er ekki hægt að reiða sig á fiskveiðistjórnun, sem aðeins heldur í horfinu, heldur fjölda báta og skipa þeim sama og áður. Tæknin gerir það að verkum. Veiðarfærin verða stöðugt betri og það leiðir til þess að draga verður úr afkastagetunni í heild en það hefur reynzt stjórnmálamönnum afskaplega erfitt. Þetta er í raun vandamál við fiskveiðistjórnun hvar sem er í heiminum.

Það er reyndar svo að fiskveiðidánarstuðullinn getur verið mishár. Það fer eftir framleiðni stofnsins á hverjum tíma. Það er staðreynd að við Ísland væri hægt að veiða jafnmikið og nú er leyft eða meira með minni afkastagetu veiðiflotans. Þá má spyrja hvers vegna menn vilja meiri afkastagetu, þegar minni afkastageta getur skilað því sama. Þar geta komið inn í þjóðfélagslegar ástæður eins og að skapa fleira fólki vinnu og viðhalda byggð.

En það sem gerizt ef tiltölulega miklar veiðar eru leyfðar er að mikið af eldri fiskinum er veitt og við það verður hættan meiri á því að illa fari. Ef hins vegar aldursdreifing í stofninum er góð, það skiptir ekki máli þó að einn og einn árgangur sé slakur, verður framleiðnin meiri. Þessu má kannski líkja saman við litla vél í bíl og stóra. Stóra vélin erfiðar ekki og knýr bílinn jafnt og þétt áfram. Litlu vélina þarf hins vegar keyra á mun meiri snúningi, á nákvæmlega réttum snúningi svo hún skili sínu. Það getur verið varasamt. Það sama á við nýtingu þorskstofnsins hér, það er verið að taka of mikið úr litlum stofni, í stað þess að taka sama magn út stærri stofni. Þannig er verið að taka óþarfa áhættu. Það er þá spurningin hvers vegna er sú áhætta tekin.“

 

Hvað um hvalinn?

Það er talað um náttúrulegan dauðdaga og hann er gjarnan settur sem fast hlutfall. Nú hefur sú breyting orðið við Íslands að á síðustu áratugum hefur hval fjölgað mjög mikið við landið. Telur þú að tekið sé nægilegt tillit til þess þegar náttúruleg afföll eru metin?

 

Um það hef ég í raun enga hugmynd. Því get ég hreinlega ekki svarað. Þegar verið er að meta afrán getur það gengið í báðar áttir. Ef staðan er eins og í Kanada þar sem afrán sela á þorskstofninn er mjög mikið er það spurning hvort ekki sé þá betra ef hægt er að ná upp stofni þeirra dýra, sem éta selinn eins og háhyrninga. Það myndi draga úr stofnstærð sela og það aftur auka framleiðni þorskstofnsins. Aukning einstakra afræningja dregur úr stærð þess stofns sem þeir nærast á.“

 

Bæði bjartsýni og svartsýni

Ef við lítum til framtíðar, telur þú að hægt sé að byggja þorskstofninn upp á ný?

„Það eru jafnmargar ástæður til að vera bjartsýnn og svartsýnn. Ástæður fyrir svartsýni eru að það er tekið of hátt hlutfall úr stofninum. Það er því hægt að draga úr veiðunum og það má segja að sé líka jákvætt. Þá virðist það líka vera neikvætt að loðnan heldur sig orðið minna á búsvæðum þorsksins, sem þýðir þá minni fæðu, en það eru líka margir þorskstofnar sem reiða sig ekki á loðnu sem aðalfæðuna. Aðalástæðan fyrir bjartsýni er vöxtur þorskstofnsins við Grænland. Það eru mörg dæmi um seiðarek frá Íslandi yfir til Grænlands og miklar göngur þorsks þaðan aftur yfir til Íslands sex til sjö árum síðar. Það getur aðeins gerzt ef Grænlendingar veiða þorskinn ekki allan áður en hann kemst aftur til baka. Þar er því um stórt pólitískt mál sem þarf að leysa. Hvernig er hægt að standa að fiskveiðistjórn sem kemur öllum til góða. Það þarf að leysa því menn þurfa að vera viðbúnir því að þessi staða komi upp.“

Telur þú að það gæti borgað sig að hætta loðnuveiðum?

Það veit ég ekki. Ég tel að það væri betra að spyrja starfsbræður mína við Hafrannsóknastofnunina að því. Það vita þeir betur en ég.“
 

Hlýnun eykur framleiðni

 

Keith Brander vinnur nú að rannsóknum á áhrifum loftslagsbreytinga á vöxt og viðgang fiskstofna í heiminum. Hvernig er útlitið þar?

„Það er mjög áhugavert að skoða þær breytingar sem væntanlega eiga eftir að eiga sér stað. Hvað varðar Ísland er staðreyndin sú að á tímabilinu frá 1920 og fram á fimmta áratuginn var mun hlýrra en nú er. Þegar verið er að spá fram í tímann er það mikill kostur að hafa upplýsingar um það sem gerðist í fortíðinni. Við getum því byggt hluta af spám okkar á því sem var á fyrrnefndu tímabili. Nú er þetta að gerast aftur með nokkurri breytingu á samsetningu fiskitegunda. Dreifing tegundanna umhverfis landið breytist, til dæmis breytast hrygningarstaðir síldarinnar. Við getum því búizt við að sjá slíkar breytingar aftur. Á hinn bóginn var afrakstur fiskstofnanna á fyrri hluta síðustu aldar ekki svo mjög frábrugðinn því sem er í dag. Því tel ég að ekki sé mikilla breytinga að vænta næstu 20 til 30 árin. Aðallega einhverra tilfæringa á útbreiðslu.

Það er í raun ekki að vænta neikvæðra breytinga og sumar eru mjög jákvæðar eins og það sem er að gerast við Grænland. Sé litið á afleiðingar hlýnunarinnar hnattrænt er erfiðara að spá um framvinduna í fiskveiðunum. Sé hins vegar litið á landbúnaðinn er staðan miklu betri. Ástæðan er sú að hægt er að gera tilraunir í ræktun á hrísgrjónum, hveiti eða hverju sem er miðað við breytilegt hitastig og regn. Þess vegna geta menn einfaldlega séð hver áhrif tiltekinna breytinga verða með miklu öryggi. Hvað varðar fiskinn er mjög erfitt að gera slíkar tilraunir. Þær spár sem liggja fyrir eru á þá leið að á hlýjum svæðum á suðurhveli jarðar mun eitthvað tapast í framleiðni fiskistofna. Á norðurhvelinu mun verða einhver aukning. Sumar ástæður þess eru mjög einfaldar. Verði minna um hafís kemst meira sólarljós niður í sjóinn. Það eykur framleiðni gróðurs og átu og fiskurinn mun njóta þess. Um það er einfalt að spá. Um aðra framvindu er erfiðara að spá en við höldum að fæðuframboð muni dragast saman á suðurhvelinu en norðurhvelið muni hagnast á breytingunum,“ segir Keith Brander.

 

Í hnotskurn
» Aðalástæðan fyrir bjartsýni er vöxtur þorskstofnsins við Grænland. Það eru mörg dæmi um seiðarek frá Íslandi yfir til Grænlands og miklar göngur þorsks þaðan aftur yfir til Íslands sex til sjö árum síðar.
» Verði minna um hafís kemst meira sólarljós niður í sjóinn. Það eykur framleiðni gróðurs og átu og fiskurinn mun njóta þess. Um það er einfalt að spá.
» Því tel ég að ekki sé mikilla breytinga að vænta næstu 20 til 30 árin. Aðallega einhverra tilfæringa á útbreiðslu.
 
Einkar athyglivert viðtal, maðurinn veit ekki nokkurn skapaðan hlut um þau aðalatriði sem hann er spurður um. Fyrir hverja eru svona viðtöl?

Er kreppan búin?

Hvað skildi vera að marka þetta hjal? Eða er þetta enn og einn blekkingarleikurinn til þess að fáÁhyggjur á Wall Street blásaklaust fólk til að fjárfesta í handónýtum pappír, sem er ekki einu sinni þess verður að hann teljist nothæfur klósettpappír?

Hvernig hafa spáfuglarnir staðið sig hingað til? Það hefur akkúrat ekkert verið að marka spáfuglana, ef ég man rétt þá munaði ekki nema einum 70% í mínus á spám og raunveruleikanum um áramótin síðustu, síðan þá hafa hlutirnir hríðversnað eins og fólk veit mæta vel. Ekki er ég svo samfærður um að það fólk sem er komið á vergang, eignarlaust með risagjaldþrot á bakinu gefi mikið fyrir svona hjal. Ef fólk heldur að gjaldþotin hafi bara gerst erlendi, þá er fólk verr upplýst en ég hélt.

Hvernig skildi vera komið fyrir sjávarútvegnum? Varlega áætlað hafa skuldir sjávarútvegsins aukist um 80 - 100 milljarða. Sem aftur þíðir það að skuldirnar eru litlir 400 - 420 milljarðar gott fólk. Hvernig dettur einhverjum það til hugar að þetta verði borgað á þessari öld eða þá þeirri næstu? Ekki lagast rekstrarumhverfið, olían í áður óþekktum hæðum og lækkar væntanlega lítið, öll önnur aðföng snarhækka. Ekki lækkar leiga aflaheimilda, verð á (gervi eignarkvóta ) er að hrynja þannig að veðið er ekki lengur til staðar. Þetta er einfalt, það er búið að koma þessu fyrir kattarnef. Hvað ætla menn að þráast lengi við að viðurkenna það?

Svo kemur hagfræðingur Líú og dásamar ástandið, ekki alveg nóg með að hann sjái varla sólina fyrir gleðitárum, heldur tekur sjávarútvegsráðherra undir og syngur bakraddir af þvílíkum móð að teljast mætti til misþyrminga eyrum hvers manns.

Hjalið sem um er talað má svo lesa hér

Góðar stundir. 


Sparkað í afturendann á sjálfum sér.

Á sama tíma og Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðingur Líú allt að því fagnar stöðu krónunnar og hvaðBlessuð krónan sjávarútvegurinn fær auknar tekjur eftir hrunið á gjaldmiðlinum, sparkar hann duglega í afturendann á sjálfum sér held ég. Það er nú einu sinni svo að skuldir sjávarútvegsins voru stjarnfræðilegar áður en ósköpin dundu yfir, þær skuldir hafa væntanlega hækkað með fallandi gengi og varlega áætlað hafa skuldirnar aukist um 70 milljarða. Ef þetta er ekki rétt koma væntanlega leiðréttingar fram í kommentum.
mbl.is Segir gengi krónunnar næstum rétt skráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband