Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Sumir eru einfaldlega í afneitun, eða hvað?

Þetta las ég á síðunni hjá Gesti Guðjónssyni  "Kvótakerfið hefur valdið byltingu í afkomu sjávarútvegsins og má með réttu fullyrða að það er ein mikilvægasta forsenda þeirra efnahagsframfara sem einkennt hafa undanfarin ár, þótt ég telji að heimildin til veðsetningar kvótans hafi verið mikil mistök hjá krötum og íhaldinu árið 1991. Í framhaldið af þeirri ákvörðun hækkaði verðið á kvótanum ótæpilega og fjöldi manns fór út úr greininni með fúlgur fjár. Ég er sannfærður um að það er það sem er enn að skapa ósætti um kerfið í dag. Hið frjálsa framsal eitt og sér eru smámunir í því sambandi, en það er samspil framsalsins og kvótaveðsetningarinnar sem skapar ósættið"

Ekki veit ég í hvaða veröld Gestur er þegar hann talar um að kvótakerfið hafi valdið byltingu í afkomu sjávarútvegsins. Og síðan skautar hann endanlega út með því að bendla kvótakerfinu við þvílíkar efnahagsframfarir sem einkennt hafa undanfarin ár.Skuldir sjávarútvegsins

Á hverju skal byrja, af nógu er að taka? Afkomu undrið er ekkert svo flókið, skuldir sjávarútvegsins eru komnar vel á fjórðahundrað milljarða meðan útflutningstekjurnar eru ekki nema 77 milljarðar. Þvílíkt undur og bylting í afkomu, það þarf ekki nema 8 ára gamalt barn til að sjá það að sjávarútvegurinn er gjaldþrota. Fyrir daga kvótakerfisins voru skuldirnar minni en útflutningstekjurnar. Raunverulegur hagnaður í greininni er ekki til.

Fjármálafyrirtækin

 

Hverjar eru svo efnahagsframfarirnar? Gengið er nánast á frjálsu flugi niður, skuldir heimilanna hafa fyrir löngu síðan slegið öll heimsmet sem hægt er að slá ( heimsmet sem enginn vil eiga ) Vanskil og gjaldþrot bæði heimila og fyrirtækja í mjög svo vafasömum hæðum sem fáir vilja státa af. Fjármálaheimurinn á Íslandi ein rjúkandi rúst, fyrirtæki og einstaklingar eru að tapa gríðarlegum fjármunum. Í stuttu máli eru efnahagsframfarirnar spár og væntingar sem ekki hafa gengið eftir.

Lífsgæðin sem mörgum er svo kært að tala um eiga ekki við nema nokkra útvalda, stór hluti almennings í þessu landi hefur það mjög skítt og margir lifa við það sem kölluð eru fátæktarmörk og jafnvel vel undir þeim. Þetta má kannski kalla efnahagsundur eða framfarir.

Eitthvað rofar til hjá Gesti eins og sést í blálitaða textanum og fær hann ekkert nema góð orð frá mér um það. En menn mættu aðeins vanda sig betur áður en þeim dettur sú della í hug að þakka kvótakerfinu um góða hluti, þar einfaldlega eiga menn að vita betur.

Góðar stundir.


Hvoru megin liggur vandamálið?

Frétt á vísir.is 

Magnús fer vegna samskiptaörðugleika.

mynd
Guðlaugur Þ. Þórðarson heilbrigðisráðherra.

 

Samstarfsörðugleikar hafa verið á milli Magnúsar Péturssonar, fráfarandi forstjóra Landspítalans, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, samkvæmt heimildum Vísis.

Lýsa þessir samstarfsörðugleikar sér helst í því að ráðherra hefur hundsað öll samskipti við Magnús frá því að sá fyrrnefndi tók við embætti síðastliðið vor. Eins og fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá í kvöld lætur Magnús ekki af störfum að eigin ósk.

Magnús hefur hvorki viljað tjá sig um uppsögn sína við Vísi né Stöð 2 í dag og vísað á ráðherra. Ekki hefur náðst í ráðherra í dag.

Í fréttatilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að það hafi verið ákvörðun Magnúsar að láta af störfum og sú ákvörðun hafi verið tekin í samkomulagi við ráðherra.

Þarf að koma einhverjum vildarvini að, ég bara spyr?


Stefnubreyting eða grín???

Nú þykir mér týra, þetta sagði gamall maður að austan fyrir fjölda mörgum árum. Annaðhvort er þettaHvalaskurður grín eða menn eru að vakna til lífsins og átta sig á raunveruleikanum. Mitt mat er það að veiða á mikið meira af hval áður en hann étur okkur út á gaddinn.
mbl.is Líkur á hrefnuveiðikvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalaskoðun dauð atvinnugrein....

Svona töluð allir sem reka hvalaskoðunarfyrirtæki þegar leyfðar voru vísindaveiðar á Hrefnu og síðanHvalaskoðun Hvalnum. Hvað kom síðan á daginn, jú aldrei fleiri sem fóru í hvalaskoðun á síðasta ári? Er ekki málið einfalt, leyfa veiðar á Hrefnu og Hval, það hefur akkúrat engin áhrif á hvalaskoðun nema þá á þann veg að aukning á sér stað í hvalaskoðunarferðum. Síðan mætti bjóða upp á ýmsa rétti til smökkunar um borð í bátunum sem framreiddir eru úr hvalaafurðum. Auglýsingin er þar með komin á þeim afurðum enda herramanns matur.
mbl.is Hefja skipulagða hvalaskoðun frá Drangsnesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðhrun, stefnir í gjaldþrot?

Í frétt á skip.is segir frá verðhruni á varanlegum aflaheimildum.

Í fréttinni segir meðal annars "Engin viðskipti hafa verið með varanlegan þorskkvóta um langt skeið.Fra_netaveidum Verðið fyrir kílóið var 4.000 krónur um mánaðamótin október/nóvember en hefur síðan hríðfallið. Nú eru boðnar 2.700-3.000 krónur fyrir kílóið en enginn vill selja. Hins vegar bregður svo við að verð á leigukvóta þorsks er í hámarki.

,,Viðskipti með varanlegan þorskkvóta hafa engin verið í marga mánuði. Erfitt er að fá lánsfé í bönkum fyrir kvótakaupum og svo sjá menn ekki vitglóru í því að kaupa kvóta á þessum okurvöxtum. Hljóðið í útgerðarmönnum er mjög neikvætt og helstu viðskiptavinir okkar hyggja ekki á kvótakaup á næstunni, jafnvel þótt verðið hafi lækkað svona mikið "

 

Er það virkilega svo að menn vilji ekki kaupa á þessum vöxtum? Er ekki staðreyndin allt önnur, er ekki  búið að veðsetja allt heila draslið á 3400 - 4000 krónur krónur kílóið? Þannig að ef einhver kaupir á þessu verði er búið að búa til nýtt viðmiðunarverð. Sem aftur leiðir af sér afskriftir á ímyndaðri eign og þá segir sig sjálft að það eru ekki til eignir fyrir veðinu. Þarf eitthvað að útskýra þetta nánar? Fréttina má svo lesa í heild sinni  hér


Norskir í ruglinu.

En er þetta eitthvað einsdæmi? Eru hlutirnir ekki svona á Íslandi? Á meðan svona er farið með Þrælahaldverkamenn bæði hér og í löndunum í kringum okkur æðir Utanríkisráðherra um heiminn og boðar mannréttindi til handa öllum öðrum en okkur. Nú er að koma opinberlega fram að Nojarinn meðhöndlar lýðinn eins og svo margir aðrir, til dæmis Íslendingar. Það sem ég hef um þetta að segja er einfalt, Ingibjörg Sólrún líttu þér nær áður en þú gasprar yfir heimsbyggðina heimtandi mannréttindi.
mbl.is Mútað með vodka og pítsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfallahjálp og hjartastuðtæki....

Eitthvað eru menn orðnir daprir þarna vestanhafs, spákaupmennirnir sem þömbuðu kampavín í lítravísÁhyggjur á Wall Street og átu kavíar í tonnum fyrir örfáum mánuðum, eru í taugahrúgum starandi vonlausum augum beint í gólfið, ríghaldandi sér í næstu stoð svo fallið í gólfið verði ekki eins hratt og væntingarnar.

Spurning um áfallahjálp og hjartastuðtæki fyrir liðið. Mikið er nú þægilegt í öllu þessu brjálæði að flokkast undir þennan meðal Jón og eiga engin andsk..... bréf sem standa í björtu báli þessa dagana..


mbl.is Svartsýni á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1,9 milljarð hagnaður breyttist í

tap á milli fjölmiðla. Ef þetta er staðreynd þá er alveg ljóst að það margborgar sig að láta skip.isHB_GRANDI_logo fjalla um afkomu fyrirtækja. Miða við þessa frétt á skip.is þá eru eigendur HB Granda í góðum málum, en ef fréttin á mbl.is er rétt þá eru eigendur HB Granda hreint ekkert á leið í frábært uppskerupartí með kampavíni og tilheyrandi hlaðborðum.Whistling  
mbl.is Dregur úr tapi HB Granda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær drepur maður mann?

Helgi LaxdalHelgi Laxdal skrifar grein í morgunblaðið 4 mars sem heitir, Hvenær drepur maður mann? Fyrirsögnin á þessari grein er mér hulin ráðgáta, þar sem engin mannsmorð eru umhugsunarefni Helga Laxdal. Ég verð að segja það að innihald þessara greinar Helga er á margan hátt illskiljanleg ef við setjum hana í samhengi við staðreyndir.

Fyrsta tilvitnun í greinina: "SAMKVÆMT mínum heimildum mun þorskstofninn hér við land vera einn fárra þorskstofna í heiminum sem ekki er alveg kominn að fótum fram vegna ofveiði, sem þýðir að það á að vera hægt að koma honum aftur til eðlilegs þroska með réttri nýtingu"

Nú er ég svolítið hissa, hvað er Helgi að tala um hér? Með réttri nýtingu, hvað er rétt nýting? Ég skora á Helga að svara þessu. Helga virðist vera mjög kært að verja kvótakerfið, í grein sinni og gengur svo langt að halda því fram að hvergi í heiminum hafi tekist betur til að halda utanum heildarafla. Önnur tilvitnun í greinina: "Í ljósi þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar hélt kvótakerfið það vel utan um heildaraflann að aðeins skeikaði 0,74% sem ég hygg að sé betri árangur en nokkurt annað stjórnkerfi hefur skilað"

GámafiskurNú verður að spyrja Helga aftur, hverju hefur þetta svo skilað okkur? Staðreyndirnar ljúga ekki veiðar á þorski eru í sögulegu lágmarki, ekki satt? Það hlýtur að liggja ljóst fyrir að kvótakerfi er ekki til þess fallið að byggja eitthvað upp, það þarf einfaldlega að fara eftir því sem náttúran segir okkur, ekki fyrirfram útreiknuðum væntingum.

Þriðja tilvitnun í greinina: "Það hlýtur að vera umhugsunarefni í framhaldi af áliti Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, um ætluð mannréttindabrot hér á landi; hvað hefði gerst ef við hefðum lítið aðhafst til þess að draga úr veiðinni hér við land með þeim afleiðingum Bjarni Sæmundssonað a.m.k. þorskstofninn ætti sér tæpast viðreisnar von. Á hverjum hefðu þá verið brotin mannréttindi."

Hér er rétt að doka aðeins við. Það er og hefur alltaf verið ágreiningur um það hvort nauðsynlegt var að grípa til svo róttækra aðgerða sem var gert. Meðan aðferðarfræði Hafró er eins umdeild og hún er, er vægast sagt hæpið að halda því fram að þorskstofninn hafi beinlínis verið í útrýmingarhættu við upptöku kvótakerfisins. Hvernig ætlar Helgi að rökstyðja það að mannréttindabrot séu réttlætanleg og á hverjum og hverjum ekki þau eru brotin skiptir engu máli, bara af því að umdeild aðferðarfræði Hafró segi að vernda þurfi einhverja fiskitegund?

Eitthvað held ég að Helgi mætti kynna sér betur út á hvað mannréttindi og jafnræði þegnannaKarfi ganga. Grein Helga má svo lesa hér í þessu doc skjali.

Við upptöku kvótakerfisins var talað um að það þyrfti að vernda og byggja upp þorskstofninn, það er enginn ágreiningur um hvað var talað þar. En að troða öllum öðrum tegundum í kvóta til þess að byggja upp þorskstofninn er mér með öllu fyrirmunað að setja í samhengi, gott væri að fá í leiðinn útskýringar á því. 

Góðar stundir. 


Hættum togveiðum og tökum alfarið upp

Mývatnveiðar með kyrrstöðuveiðarfærum innan 12 mílna frá grunnlínupunktum. Úr fréttinni "Í stærra Hafiðsamhengi hafa niðurstöður rannsóknarinnar talsverða þýðingu. Þær sýna hvernig smá röskun á umhverfinu getur valdið margfaldri sveiflu í vistkerfinu og þannig haft afdrifarík áhrif á lífsafkomu okkar. Er vel hugsanlegt að svipuð lögmál komi við sögu í lífríki hafsins og nú hafa komið í ljós í Mývatni, segja Árni og þeir sem unnu að rannsókninni" 

Ef menn eru í einhverjum vafa um hvaða áhrif togveiðar hafa á lífríkið, ætti þá náttúran ekki að njóta vafans og notuð verði eingöngu kyrrstöðuveiðarfæri innan 12 mílna?


mbl.is Sveiflur í lífríki Mývatns útskýrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband