Færsluflokkur: Bloggar

Stjórn og óstjórn fiskveiða!

Ef við skoðum málin aðeins með bæði augun opin um ástand fiskistofna við Norður- Atlandshaf. Hvernig skyldi standa á því að Barentshafið sé það svæði þar sem ástand þorsksins er hvað í mestum blóma? Er það vegna þess að farið hefur verið eftir veiðiráðgjöf vísindanna í einu og öllu? Er það vegna þess að Rússar, Norðmenn og skip ESB stundi engar umframveiðar á ráðgjöfinni. Er það ekki staðreynd að Rússar veiða langt umfram ráðgjöf vísindanna? Er það ekki staðreynd að skip ESB landanna veiða langt umfram sínar heimildir? Halda menn virkilega að Norðmenn séu þeir einu sem fara í einu og öllu eftir ráðgjöf vísindanna?

 Er það ekki staðreynd að vísindin boðuðu hrun þorskstofnsins í Barentshafi? Einungis örfáum árum síðar margfaldast stofninn að stærð sem kom vísindunum algjörlega í opna skjöldu. Þá sagði til dæmis forstjóri Norsku Hafrannsóknarstofnunarinnar að það væri alveg ljóst að fræðin sem unnið væri eftir væru handónýt og henda mætti þeim út um gluggann og byrja mætti upp á nýtt. Það þótti engum nein sérstök ástæða að hugsa um þessi orð forstjórans, nei málið var þagað í hel af vísindunum og eiga fjölmiðlar stóra sök áþví að vísindin voru ekki látin svara fyrir þessa yfirlýsingu forstjórans.

Er það ekki staðreynd að mjög stórir þorskstofnar gefa að sér lélega nýliðun? Hafa vísindin útskýrt hvernig samspilið er í raun og veru? Er það ekki staðreynd að það þarf að vera pláss fyrir nýja einstaklinga við matarborðið? Hvernig er komið fyrir þeim svæðum í Norður- Atlandshafi þar sem vísindin hafa tröllriðið öllu í verndunarátaki sínu? Er ekki komið að því að vísindin dragi hausinn upp úr sandinum og viðurkenni vanmátt sinn fyrir náttúrunni?

Að mínu mati er það aðeins eitt sem hægt er að kalla óstjórn í stjórn fiskveiða, það er ofstjórn.


Ekki er öll vitleysan eins!

  

Þorskstofninn í Barentshafi best á sig kominn í Norður-Atlantshafi

19.9.2007

Þorskur,,Athuganir á stofnmælingu þorsks í Norður-Atlantshafi og Barentshafi benda til að af þeim 22 stofnum sem fylgst er með reglulega séu aðeins tveir í sæmilegu ástandi. Þorskstofninn í Barentshafi er best á sig kominn en það skýrist að hluta til af því hversu stór hann er og þolir því vel veiðar. Íslenski stofninn fylgir þar á eftir en aðrir stofnar eru illa á sig komnir,” segir Guðrún Marteinsdóttir prófessor í fiskifræði við Háskóla Íslands í samtali í nýjustu Fiskifréttum.

Guðrún hélt fyrir skömmu inngangsfyrirlestur á ráðstefnu í Tromsö í Noregi þar sem hún fjallaði um ástand þorskstofna í Norður-Atlantshafi.

Að sögn Guðrúnar er fylgst með stærð 22 þorskstofna í Norður-Atlantshafi og Barentshafi. Ástand þeirra flestra er metið árlega (eða á nokkra ára fresti) af starfsmönnum hafrannsóknastofnana sem og Alþjóðahafrannsóknaráðinu (ICES) og NV-Atlantshafsfiskveiðiráðinu (NAFO). Eins og gefur að skilja er stærð stofnanna mjög breytileg eða allt frá því að hafa mest verið 4 milljónir tonna eins og stofninn í Barentshafi niður í 30-40 þús. tonn eins og keltneski eða írski stofninn.Til samanburðar má geta þessa að áætluð stærð íslenska þorskstofnsins náði hæst 2,3 milljónum tonna á síðustu öld.

Heimildir: http://skip.is/

Hvernig má það vera að þorskstofninn á Íslandsmiðum sé númer 2 í upptalningunni? Að mati Hafró er þorskstofninn við Ísland í sögulegu lágmarki og nánast hruninn. Útgefinn kvóti hefur aldrei verið minni 130.000 tonn og ef veitt yrði meira blasir hrun við stofninum, þetta er boðskapur Hafró. Er ekki einhver tvöfeldni í þessu? Á sama tíma og allt er að fara til fjandans í friðunum og verndun þorsksins storma tveir kumpánar um Evrópu á fyrsta far rými og dásama vitleysuna, þessir kumpánar tveir eru forstjóri Hafró og sjávarútvegsráðherra.


Það ætti ekki að vera.........

erfitt fyrir ríkið að semja núna. Sjálftökulaunaherrarnir eru búnir að leggja línuna í hvað þeim þykir eðlilegar launahækkanir og lámarkslaun til handa sér. Eðlileg krafa hinna að það verði haft til hliðsjónar. Síðan ætti þetta smámál ekki að þvælast fyrir, þar sem nóg er til af peningum í kassanum að sögn.
mbl.is Undirbúningur kjaraviðræðna hjá ríkinu að hefjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hvers?????????????

Í mínum huga er það glapræði fyrir kvenkyns hermann að fara í brjóstastækkun. Ástæðan er einföld, það hlýtur að gera hana að margfalt auðhittnara skotmarki með Dolly Parton barm hangandi framan á sér. Whistling


mbl.is Deilt um hernaðarlegt gildi þess að hafa stór brjóst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján Möller er farinn að byðjast....

afsökunar á því að það skuli vera til moldar vegir á Íslandi árið 2007. Hann segir einnig að það sé ekki lagt nægilega mikið fé í viðhald malarvega. Er það virkilega svo að metnaður Kristjáns nær ekki lengra en þetta, viðhald malarvega? Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar Kristján nokkur Möller fór mikinn í kosningarbaráttunni og blés sig út um hvað skammalega lítið af þeim fjármunum sem ríkið innheimtir af bensíni og olíu fer til vegaframkvæmda. Það vantaði ekkert upp á það hjá áður nefndum Kristjáni Möller að tölurnar voru algjörlega á hreinu upp á punkt og kommu sem ríkið innheimti og setti í eitthvað allt annað en vegaframkvæmdir. Ég spyr, er þér Kristján Möller ekki í lófa lagið að kippa þessu í lag og standa við stóru orðin? Þú værir maður að meiru Kristján Möller ef þú lagaðir þetta eins og þú lofaðir frekar en læðast um eins og handónýt rotta og kvitta fyrir þig með aumum afsökunum. En það er kannski ekki á dagskrá þar sem mjúki stóllinn er tryggður. Er hægt Kristján Möller að líta öðruvísi á málið ef þú stendur ekki við stóru orðin en að þú hafir vísvitandi logið að kjósendum til þess eins að tryggja nægilega mjúkt undir rass..... á þér?


Þetta eru skír merki um......

hlýnunina á jörðinni.


mbl.is Hálka og hvassviðri í grennd við Vík í Mýrdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggingastofnun er handónýtt....

fyrirbrygði og virðist mér þessi stofnun hafa það eina hlutverk að hrauna yfir fólk sem fellur frá vinnu vegna slysa eða alvarlegra veikinda. Tökum mitt dæmi og skoðum það. Ég slasaðist 28 Mars síðastliðinn og verð óvinnufær. Ég eins og margir aðrir í sömu stöðu leita til þessara stofnunar. Eftir ótrúlegt ferli sem er ekki hægt að lýsa nema gefa út minnst 800 síðna bók sem eflaust yrði nefnd til Nóbelsverðlauna vegna ótrúverðleika. Matið kom frá okkar frábæra apparati og eru þær bætur sem mér voru ætlaðar svo svívirðilega lágar að maður verður orðlaus. Þetta í stuttu máli dugar fyrir mat handa 4 manna fjölskyldu eins og ég á fyrir hádegi þá er restin af deginum eftir plús annar rekstur heimilisins. Ég auglýsi eftir þessu frábæra velferðarkerfi sem við eigum að búa við. Ef það er til er það greinilega ætlað einhverjum öðrum en mér.
mbl.is Karl Steinar: Löggjöf um almannatryggingar breytt á krampakenndan hátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullyrðingar um stækkun gráhvalastofnsins dregnar í efa.

Fréttin er hérna fyrir neðan.

"Ný rannsókn sem byggð er á erfðafræðirannsóknum á gráhvölum í Austur-Kyrrahafi bendir til þess að fullyrðingar um stækkun gráhvalastofnsins þar eigi ekki við rök að styðjast og að stöðvun veiða hafi því ekki haft þau áhrif sem talið hefur verið. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Samkvæmt því sem fram kemur í tímaritinu PNAS benda erfðafræðirannsóknirnar til þess að mun meira hafi verið um gráhvali á þessum slóðum áður en veiðum var hætt en hingað til hefur verið talið. Þykir það draga mjög úr trúverðugleika fullyrðinga um að gráhvölum á svæðinu hafi fjölgað um 20.000 frá því veiðum var hætt.

Segja vísindamennirnir, sem unnu að rannsókninni, að mun líklegra sé að rekja megi breytingar á stofnstæð gráhvalsins á þessum slóðum til breytinga á fæðuframboði sem rekja megi til loftslagsbreytinga en hvalveiða. Fyrr á þessu ári var greint frá því að hvalir á svæðinu bæru merki vannæringar.

„Ég held að þegar um er að ræða vísbendingar um umfangsmiklar breytingar á stofnstærð, hungur og vannæringu þurfum við að huga að langtíma loftslagsbreytingum á fæðuöflunarsvæðunum,” segir Liz Alter sérfræðingur við Stanford háskóla í Bandaríkjunum.

Talið er að gráhvalir (sandlægjur) hafi orðið útdauðar í Atlantshafi á sautjándu öld. Gráhvalastofnar lifa enn í Austur og Vestur-Kyrrahafi en vesturstofninn sem lifir austur af ströndum Rússlands er nú talinn í útrýmingarhættu og er sú þróun m.a. rakin til olíuborana og fiskveiða á svæðinu".

Að sjálfsögðu kemur það vísindunum á óvart að stöðvun veiða skili ekki tilætluðum árangri. Þegar það er alls ekki inn í formúlunum að til þess að byggja upp fiskistofna eða hvalastofna þarf að vera nægt fæðuframboð. Það er stórmerkilegt að það skuli enginn af þessum spekingum átta sig á því að það er algjörlega röng stefna að friðun skili árangri. Og enn merkilegra er það að það er búið að reyna þessa aðferð með vægast sagt mjög döprum árangri í að mér finnst allt of langan tíma. En samt skal haldið áfram og friðað meira, þrátt fyrir að staðreyndirnar öskri framan í þessa svo kallaða vísindamenn, fiskurinn er horaður og vöxtur hans í sögulegu lágmarki, hvalirnir horaðir og samkvæmt fréttinni ber á vannæringu. En vitleysunni virðist engin takmörkum sett, núna er það að sjálfsögðu loftslagsbreytingar sem er orsakavaldurinn. Er ekkert til sem heitir jafnvægi í náttúrunni hjá þessum mönnum? Er það ekki talin röskun á jafnvægi náttúrunnar þegar stöðvaðar eru veiðar á hinum og þessum tegundum?


mbl.is Fullyrðingar um stækkun gráhvalastofnsins dregnar í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað var maðurinn að.......

gera á áfangaheimili aðeins 9 árum eftir þennan hræðilega verknað? Var hann ekki dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir hrottalegt morð? Á hann þá ekki að vera í fangelsi? Eru þessir dómar á Íslandi skrípaleikur og sýndarmennska sem þarf ekki að uppfylla nema að hluta? Í svona málum finnst mér að menn ættu að sitja af sér dóminn, og þá meina ég þessi 16 ár upp á dag. Allt kjaftæði um góða hegðun og mikla iðrun á engan veginn við um svona mál sem leiðir til styttingar refsingu að mínu mati. Menn sem geta framið svona glæpi eiga að taka afleiðingum þeirra.
mbl.is Strokufangi fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá höfum við fengið glaðninginn.....

í hausinn. Tilvitnun í fréttina:

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði að framlög til þorskeldis og hafrannsókna á tímabilinu verði stóraukin. M.a. verða framlög til togararalls aukin um 150 milljónir. Einnig verður lögð áhersla á að styrkja háskólasetur og framhaldsskóla úti á landsbyggðinni. Tilvitnun líkur: Gott mál að efla menntun og framlög til þorskeldis. En aukið fjármagn í Hafró???????

Framlög til hafrannsókna stóraukin og moka meira fjármagni í togararallið. Mig hlýtur að vera að dreyma. Hvað hefur stofnun að gera við meira fjármagn sem er engan veginn hæf til að gegna þeim störfum sem hún ætti að gegna? Yfirmenn Hafró ættu í besta falli að verða dæmdir til fangelsisvistar fyrir falsanir gagna og stundandi grófar lygar frekar en viðurkenna mistökin og hefur Kristinn Pétursson margoft sýnt fram á það og er hægt að lesa um það Hér . Einnig ætla menn í alvörunni að styrkja og efla togararallið. Förum aðeins yfir þvæluna sem þetta togararall er. Farið er út á sjó og tekin X mörg tog alltaf á sömu stöðum og notað sem viðmiðun um hvað er mikið til af þorski í sjónum. Hvernig í ósköpunum er hægt að láta þessa vitleysu viðgangast ár eftir ár. Þegar ekkert tillit er tekið til strauma, veðurs, hitastig sjávar og svo ekki sé nú talað um á hvaða tíma sólahringsins vitleysan er framkvæmd, er engan vegin hægt að tala um vísindi eða rannsóknir. Einnig getur togararallið aldrei sýnt fram á annað en það sem eftir botninum syndir, fiskur sem er upp í sjó mælist aldrei með þessari aðferð. Hafró viðurkennir breytingar á sjávarhita, en tekur ekki tillit til þeirra breytinga í handahófskenndum aðferðum sínum sem þeir kalla rannsóknir. Einnig er það viðurkennt að vöxtur þorsksins er í sögulegu lámarki, það þíðir á skiljanlegu máli fæðuskortur. Hvaða heilvita manni ætti þá að dettur í hug að friða til þess að auka stofninn. Ef við værum að tala um bónda yrði hann ákærður fyrir slæma meðferð á dýrunum. Þetta virkar eins í sjónum fiskarnir þurfa fæðu til þess að geta fjölgað sér og dafnað. En í staðinn fyrir að reyna að byggja upp helstu fæðustofna þorskins er gefinn út kvóti á loðnu og algjörlega án þess að vita nokkur skapaðan hlut um ástandið á stofninum. Er hægt að kalla þetta stofnun sem vinnur á faglegum nótum? Mitt svar er augljóst.


mbl.is Samtals varið 10,5 milljörðum til mótvægisaðgerða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband