Tímabundinn ruglingur á heilastarfsemi....

eða þroskamerki til hins verra, báðir kostirnir slæmir en veljum annan.

Ég vel að tileinka þessu frumhlaupi sem tímabundnum ruglingi á heilastarfsemi.

Fyrsti leikur haustsins sem síðuritar gerir sér sérstaka ferð til að sjá og þá varð þessi fyrir valinu.

Tek það sérstaklega fram að forvitni um Man City hafði áhrif á þessa stórfurðulegu ákvörðun. 

Á stað þar sem kaffið kostar 300 kr + engin ábót, samskonar samlokur á misjöfnu verði og kokteilsósan verðlögð frjálst eftir því hver pantaði sá ég einn mesta skandal sem um getur á seinni tímum.

Ég legg til að dómurum í enska tuðrusparkinu verði ekki seinna en strax kennt á klukku og komið í skilning um að 4 mín, eru bara 4 mín.

Hvernig sem á því stendur þá er Rauðnef og lærisveinum hans hjálpað með allskonar furðu og lúsabrögðum um gervalt England.

Ef ekki eru dæmdar vítaspyrnur í hrönnum þá er brugðið á það ráð að lengja leikina allt eftir þörfum Rauðnefs og hans meðreiðarsveina.

Eitt er alveg á tæru, tvennt geri ég ekki aftur á þessari leiktíð.

Horfi ekki á United leiki.

Vel mér annan stað til að horfa á næsta ævintýri í tuðrusparki.

Góðar stundir.


mbl.is Owen með sigurmark í sjö marka Manchesterslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skulum nú ekki gleyma því að bæði lið höfðu tök á að skora í þessum uppbótartíma, ekki eins og Man Utd hafi veriði einir inn á vellinum þó þeir hafi haft yfirburði í síðari hálfleik. En talandi um vítaspyrnur, reyndar fékk Lescott boltann í höndina innan teigs en ekkert var dæmt (að mínu mati réttilega en svona handboltadómar eru yfirleitt matsatriði). Skrítið að United hafi ekki fengið víti miðað við að vera með gjörspilltan stjóra,mútupeninga í rassvasanum á dómaranum og ég veit ekki hvað og hvað...

Sá nú einhvern vera að pósta þessu á netinu.

 "Bellamy scores at 89:55, after the four minutes were signalled. Play wasn't restarted until 91:01 (1:06 time wasted). United won a corner, Anderson was subbed for Carrick (30 seconds). That gives us a total of 1:36 over the original four minutes, and Owen scored at 95:28 (ie. 8 seconds short of this)."

Krummi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 19:38

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Þú gleymdir að minnast á fýluna á pisseríinu. Eins og milljón mellur hafi migið á gólfið daglega í þrjú ár. Sammála þér með helvítis dómarann, í tvígang átti hann að dæma víti á City en sleppti því en það svo sem slapp til því meistari Owen kom, sá og sigraði. Þú átt eftir að horfa á marga United leiki á næstunni

Víðir Benediktsson, 20.9.2009 kl. 19:42

3 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Ég fór ekki þangað sem betur fer Víðir.

Já strákurinn frá Liverpool bjargaði þessu fyrir ykkur eftir fáránlega langan tíma, þessi leikur tók álíka tíma og bíómyndin sem þú varst að horfa á í gærkvöldi...

Krummi, þetta er elsta trixið í bransanum.

Allt tínt til svo réttlæta megi undirlægjuháttinn.....

Hallgrímur Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 19:55

4 identicon

Það þarf svo sem ekki að réttlæta neitt, þetta er bara einföld rökfræði, leikurinn klárast þegar dómarinn flautar hann af og menn spila þangað til. Ég tíndi bara til nokkrar staðreyndir um viðbótartímann og hugsanlega skýringu á honum sem meikar meira sense heldur en að segja að dómarinn hafi verið að bíða eftir að United myndi skora. Kannski var hann bara að bíða eftir að City myndi stela sigrinum...hver veit

En Owen er ekki eini fyrrum poolarinn sem er í fréttunum, Bellamy mun fá sína fyrirsögn eftir þetta atvik býst ég við. Guði sé lof að það var ekki golfkylfa nærri honum þarna...hehe!

http://therepublikofmancunia.com/picture-bellamy-punches-united-fan/

Krummi (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 20:40

5 Smámynd: Víðir Benediktsson

Alger óþarfi að flauta skemmtilegan leik af. Leyfa fólki að njóta.

Víðir Benediktsson, 20.9.2009 kl. 21:58

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 20.9.2009 kl. 22:16

7 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Svei mér þá, maður gæti helst haldið að MU hafi verið að vinna púllara í dag, því svoleiðis blogga þeir um leikinn, viðbótartímann, dómaraskandal, og ég veit ekki hvað og hvað. En eitt ætla ég að láta Hallgrím, og fleiri púllara vita, að MU þarf hvorki hjálp frá dómurum eða öðrum til að vinna leiki, því einfaldlega eru þeir það góðir að þeir gera þetta upp á eigin spítur. Góðar stundir.

Hjörtur Herbertsson, 20.9.2009 kl. 23:08

8 identicon

Held að sumir hérna séu man utd hatarar , þverir , hreinlega skilja ekki reglur fótboltans eða hreinlega allt ofantalið....... en eitt er víst ..ÞIÐ KUNNIÐ AÐ VÆLA !!

Í þessu tilviki var bætt við 4 minútum, það er lágmarks viðbótar tími... ég endurtek.. LÁGMARKS viðbótar tími... meira að seiga kallaði vallarþulurinn í hátalara kerfið.. "added time of MINIMUM 4 minutes"..... á þeim tíma var fagnað marki, skipting , hornspyrna , aukaspyrna og innkast sem tók City um 30 sekúndur að framkvæma ! svo viðbættur tími eftir fögnuð Man Utd....Þetta réttlætir extra 3 mínútur...

Svo var það nú ekki dómaranum að kenna að City fékk þetta mark á sig, heldur léleg varnarvinna þeirra bláklæddu, einnig deildust þessar mínútut jafnt á bæði lið... Man Utd nýtti þær en ekki Man City... punktur.

BubbiGullyson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:52

9 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Sæll Halli minn gaman að lesa bloggið þitt að vanda, les oft en er orðinn latur að skrifa vegna anna, er alveg sammála öllu sem þú skrifar þó svo að við höldum ekki með sama liði. Held að þeir væru að spila enn ef Utd hefði ekki náð að skora á 96 mín. En annars held að við þurfum ekki að hafa miklar áhyggjur af titlum á þessu tímabili held því miður að Chelsea verð með þetta í vetur. Vildi svona líka minna á að ég er á lífi en byrjaði í námi í haust svo að maður eyðir minni tíma í bloggskrif en skildi. 

Grétar Rögnvarsson, 21.9.2009 kl. 10:43

10 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ég er nú bara ekkert tilbúinn að skrifa upp á vottorð fyrir manninn um að tímabundin ruglingur á heilastarfsemi sé um að ræða í þessu slæma tilfelli.

Manninum er greinilega ekkert hjálpandi.

S. Lúther Gestsson, 21.9.2009 kl. 13:32

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Bara stuð á ykkur, eruð þið í alvöru ekki að grínast?????? ...

Þetta tuðruspark á að vera skemmtun og öll umfjöllun um hana hvernig sem hún er....

En því miður þá eru til bjánalega margir algerlega gerilsneyddir í skallanum og orðið óþægilega útundan þegar húmornum var úthlutað....

Sæll Grétar og takk fyrir, ég hef óendanlega gaman að því að skvetta aðeins á United helíumblöðrurnar.......

Ég er sammála, Chelsea verður erfitt viðureignar í vetur...

Hvað ertu að læra félagi, ekki ertu hættur á sjónum?

Kær kveðja að norðan....

Strákar róa sig, njótið þess að lesa guðdómlega umfjöllun greiningardeildarinnar um tuðrusparkið á þessari síðu.....

Hallgrímur Guðmundsson, 21.9.2009 kl. 20:30

12 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sko, Owen er klárlega langflottastur ef Fletcher er ekki talinn með. Sá drengur skoraði tvo mörk í gær og bæði innan uppótartíma.

Víðir Benediktsson, 21.9.2009 kl. 22:17

13 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Halli þú mátt ekki dónalegur við Utd sálir þeir eru svo viðkvæmir nei nie ég er ekki hættur á sjónum fór að læra útvegsrekstrarfræði i tækinskólanum í fjaranámi. 

Grétar Rögnvarsson, 22.9.2009 kl. 11:58

14 Smámynd: Sverrir Einarsson

Utd villutrúar liðið hér á þessari síðu er kærkomið, ég punkta niður urlið á síðurnar þeirra sérstaklega Bubba... því þegar þeir tapa eða gera jafntefli (það er það sama að þeirra mati) þá ætla ég að eiga þessi gullkorn í vasanum um hverjir VÆLA.... en að álpast inn á einhverja skítabúllu þar sem 300kr kaffi er án ábótar er .... tja ekki orð um það meir..... svo var verið að segja að bankarnir hefðu verið rændir!!!!!

Sverrir Einarsson, 24.9.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband