Sköllóttur hundur, brjáluð eiginkona, börnin í sjokki

og ég bara svona helvíti góður. Já dagarnir hjá mér eru hreint út sagt hver öðrum skrautlegri þessa dagana. Þessi dagur til dæmis byrjaði ósköp sakleysislega, vaknað klukkan 6 og græjaður morgunmatur fyrir svefnpurkurnar á bænum og síðan farið í vinnu....Sleeping

Í hádeginu var svo farið með hundana í ósköp sakleysislega ársskoðun hjá dýralæknir og til stóð að láta snyrta neglurnar á ferfætlingunum í leiðinni, svona smá punt fyrir jólin sjáið til. Púkinn í mér blossaði upp og í alvöru þá fannst mér naglasnyrting engan vegin nóg fyrir tíkina, léttvæg hársnyrting myndi fullkomna verkið...Whistling

Hver spyr konuna um leyfi fyrir svona smotteríi, ekki ég það er ljóst. Léttvæg hársnyrting á hundi þarfnast ekki samráðsfundar eða leyfis, ég er jú húsbóndinn og með þann titil tók ég ákvörðunina aleinn og óstuddur enda bara smámál sem er verið að tala um. Blásaklaus og grunlaus eiginkona sat frammi á biðstofu og passaði hvolpana meðan húsbóndinn fór inn með tíkina í það sem hún hélt að væri einungis bólusetning og naglapjatt á dálætinu hennar...Halo

Þessi léttvæga hársnyrting fór aðeins öðruvísi fram en ég hafði ímyndað mér fyrirfram, hrossaklippur voru dregnar fram og á svipstundu stóð tíkin strýpuð á gólfinu fyrir framan mig eftir hetjulega baráttu við hrossaklippur, aðstoðarmann, dýralæknir og eigandann sem að sjálfsögðu hún gjörtapaði...Wink

Eitthvað fannst frúnni ganga einkennilega mikið á þarna inni við bólusetningu og naglasnyrtinguna, konan mín er greinilega ekkert öðruvísi en aðrar konur þegar kemur að forvitni, hún stóðst ekki freistinguna og kom æðandi inn eins og eimreið og hafi maður haft einhverja hugmynd um hvernig eimreið snarstoppar þá var sú hugmynd sem í mínum kolli var um það kolröng. Eimreið snarstoppar ekki og öskrar Hallgrímur Guðmundsson hvað hefurðu gert...W00t

Á heimleiðinni komst ég að því að svona smávægilegar ákvarðanir tekur maður ekki aleinn þótt maður beri titilinn húsbóndi...Woundering Skyldi ég fá kartöflu í skóinn?Shocking

En að fréttinni, þetta baugs mál er orðið frekar þreytt og er ekki í lagi að menn snúi sér að öðrum og mikilvægari hlutum? Bónus færir okkur betra og lægra verð eða eru einhverjir á öðru máli?

Góðar stundir.


mbl.is „Dapurleg jólagjöf“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hvernig væri að fá mynd af tíkinni? Ætla nú ekki að gerst svo djarfur að heimta mynd af frúnni.

Víðir Benediktsson, 20.12.2008 kl. 02:12

2 Smámynd: Þórarinn M Friðgeirsson

Þetta sýnir eins og við karlmenn höfum alltaf sagt við eru húsbændur á okkar heimilum( þegar frúin leyfir okkur það) hehe en sagan er góð og ég væri alveg til í að sjá svona fyrir og eftir mynd af tíkinni ykkar hjóna kv. Tótinn

Þórarinn M Friðgeirsson, 20.12.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þarftu ekki að koma hundunum í pössun, ég get alveg tekið að mér að passa þá í ca. 10 - 15 ár.

Mikið er gott að á mínu heimili er ekkert vesen, (kona). Ég þarf þvi ekkert leyfi til að vera húsbóndi á mínu heimili, kenni bara álfunum um þegar ég finn ekki hlutina eða ef þeir eru ekki þar sem ég setti þá.

Varðandi fréttina um Baug þá veist þú Hallgrímur eins og þjóðin að það er einn ráðherra, (og þá er ég ekki að tala um yfirráðherrrann í Seðlabankanum) sem er með Þráhyggju á háu stigi ganvart rannsóknum, her, og allskyns persónunjósna brölti og hann stjórnar þessum aðgerðum, en vonandi hverfur hann nú á braut um áramótin.

Svo er ég farinn að búa mig undir leikinn sem er á morgun.

Sverrir Einarsson, 20.12.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Víðir þú meinar eimreiðinni...

Akkúrat Tóti við fáum að ráða því sem þær vilja og ekkert umfram það...

Ég hef samband við þig Sverrir ef mig vantar pössun, Það er ekkert vesen með frúnna, maður lætur eimpípuna blása reglulega þá tekur þetta fljótt af sjáðu til...

Já þessi ráðherra er einstakur og vonandi losnum við fljótlega við hann. Ég þori ekki að tjá mig um leikinn á morgun, hún var ekki svo gáfuleg síðasta spá.... En við vinnum að sjálfsögðu ekki spurning um það, það er bara spurning um markatöluna sem ég vil ekki spá um...

Hallgrímur Guðmundsson, 20.12.2008 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband