Hvaða ÆMF kjaftæði er þetta?

raeningi_1.jpgÞað líður ekki sá fréttamannafundur án þess að  nefna Alþjóðagjaldeyrissjóðinn IMF. En hvernig í helvítinu má það vera að ekki nokkur kjaftur af þessu stjórnarliði getur borið fyrir sig mannsæmandi tungumáli? ÆMF í guðanna bænum notið íslenskt mál, ef það er ekki hægt og þykir ekki nógu fínt skammstafið þetta þá alla leið á ensku. Eða er það svo sársaukafullt að nefna þetta að Æið verður óhjákvæmilegur fylgifiskur?

Aumleg þykir mér aðferðin við að kaupa sér vinsældir, það á að afnema þetta helvítis eftirlaunafrumvarp í heild sinni og ekkert andskotans röfl. Síðan mætti að ósekju lækka launin hjá þessu sjálftökuhyski í skjóli kjararáðs til samræmis við almenna launataxta hins opinbera punktur.

Góðar stundir.


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það besta við ÆMF (eða IMF) notkun í þessu sambandi er að þá er auðveldara fyrir fólk að finna allan sorann á netinu, IMF og þeirra ömurlega saga kúgunar á lítilmagnanum er skrásett og auðsótt með Google. AG (alþjóða gjaldeyrissjóðurinn) væri ekki gjöful leit.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 17:52

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Alþjóða Gjaleyris Sjóðurinn = AGS og málið er dautt.

Rosa gaman þegar tindátarnir eru að tala um æmf og gleyma sér svo augnabliki síðar og tala um alþjóðagjaleyrissjóðinn hehe.

Sverrir Einarsson, 22.11.2008 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband