Leikmenn Liverpool sýndu gestgjöfum sínum

steven_gerrard_fagnar_marki.jpgfulla tillitsemi og létu tvö mörk duga í öruggum sigri. Það telst almenn kurteisi að niðurlægja ekki gestgjafa sinn, það hefur þetta einstaka lið ætíð að leiðarljósi og meðhöndlar mótherja sína af nærgætni og virðingu.

Góðar stundir.


mbl.is Liverpool í efsta sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha, vel orðað félagi

Maður er með í maganum að þetta verði jafnvel okkar leiktíð enda erum við með rosalegt lið. Sjáðu bara miðjuna hjá okkur, Mascerano og Gerrard saman, Riera sem er frábær og Alonso á köntunum!

You'll Never Walk Alone

Ólafur Kristján (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 16:06

2 identicon

ha Alonso er á miðjunni hehe með Mascherano og Gerrard er sóknartengiliður eins og þetta hefur verið að spilast. Gerrard hefur ekkert verið á miðjunni í síðustu leikjum. Hinsvegar var það Riera og Kyut sem voru á köntunum en ekki Alonso... hehe hafa þetta rétt.

Frelsisson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Til hamingju með ykkar menn púllarar.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 15.11.2008 kl. 18:33

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Eruð þið ekki búnir að vera full nærgætnir undanfarna áratugi? Til hamingju samt.

Víðir Benediktsson, 15.11.2008 kl. 19:09

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Víðir, á fagmáli er þetta kallað að hleypa öðrum að dollunum. Nú hefur þessi frábæri klúbbur gefið öðrum góðan tíma til dollusöfnunar, en eins og þú veist þá kemur alltaf sá tími að góðærinu lýkur og sá tími er kominn.

Liverpool tekur titilinn í ár og þau næstu, það er aðeins eitt sem getur komið í veg fyrir það og það eru kanabjálfarnir sem búnir eru að skuldsetja klúbbinn til helvítis. Með fullri virðingu fyrir öðrum liðum.

Til lukku með ykkar menn strákar, þeir hefðu alveg mátt sýna smá nærgætni og virðingu fyrir örklúbbnum sem þeir niðurlægðu í dag.

Hallgrímur Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 20:48

6 Smámynd: Ólafur Tryggvason

Þetta lítur allt voðalega vel út í augnablikinu (fyrir ykkur lúserpúllara) - en sjóhundur eins og þú Hallgrímur ættir að sjá að það eru blikur á lofti og stutt í að lygn sjór ýfist - fréttir af slæmri fjárhagsstöðu bæði liðsins og lánveitenda, stöðvun á fyrirhuguðum framkvæmdum við nýjan heimavöll (sem ekki er vanþörf er á að byggja), fréttir þess efnis að liverpool óski eftir að deila heimavelli með everton!! og fleira í þessum dúr.

Hvað gerist??

Verða helstu hetjur liverpool senldar til að bjarga fjárhagsstöðunni, Humm, Real vantar framherja um áramótin, liggur það ekki beinast við að hann verður seldur á uppsprengdu verði!!

Verður landið undan anfield selt og leikir liðsins spilaðir á Goodison Park!! LOL

________________________________

Annars er þetta ein besta afsökun sem ég hef heyrt Hallgrímur, fyrir því að skora ekki fleiri mörk á móti þessi annars ótrúlega lélega liði Bolton.

Tvöfaldir meistarar englands og evrópu settu upp sýningu í leikhúsi draumanna þar sem helstu stjörnur voru á aðalhlutverki ásamt því að ný stjarna fæddist.

Ólafur Tryggvason, 15.11.2008 kl. 21:15

7 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Mikið rétt King, ég hef dauðans áhyggjur af þessum skuldamálum hjá Liverpool og hef ekkert farið leynt með það. Hinsvegar vona ég að menn leysi þetta án þess að til þurfi að koma sölur á bestu mönnum félagsins.

Það er alvag satt leikur UTD í dag var stórkostulegur og Ronaldo með tvö glæsileg mörk úr aukaspyrnum. 

Ef Liverpool þarf að spila heimaleiki sína á Goodison þá hætti ég að fylgjast með enska boltanum og sný mér að dúfnarækt.  

Hallgrímur Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 21:40

8 Smámynd: Ólafur Tryggvason

HEHE - nei það verður varla á Goodison, það er að sjálfsögðu verið að tala um að byggja nýjan sameiginlegan völl, hitt hljómaði bara svo fjári vel, LOL.

En samt að fara deila velli - nýjum eða gömlum, er nú bara samt út úr kú. Ég get ekki einu sinni séð það fyrir mér að deila velli með City.

Þið hefðuð samt átt að vinna Bolton miklu stærra en þið gerðuð, þetta er ekki lið í úrvalsdeildarklassa eins og staðan er á því í dag....

Ólafur Tryggvason, 15.11.2008 kl. 22:06

9 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þá er alveg eins gott að sameina klúbbana, sem að sjálfsögðu verður aldrei gert. Vinna stærra, ertu búinn að gleyma öllum 1 - 0 sigrum UTD á síðasta tímabili eða sigur með einu grísamarki á lokamínútunum?...

Nei ég held að þú munir þetta alveg, það er bara svo gott að baða sig í glæstum leik dagsins, sem er að vísu ágætt út af fyrir sig... Njóttu félagi þetta tekur enda trúðu mér, kristalkúlan góða lýgur ekki...

Hallgrímur Guðmundsson, 15.11.2008 kl. 22:34

10 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ah Halli það var ekki á síðasta tímabili sem leikirnir fóru oftar en ekki 1-0 það er eitthvað lengra síðan.

Völlurinn eða eitthvað annað skiptir ekki máli það er liðið sem skiptir máli.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.11.2008 kl. 00:53

11 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Það má vel vera Högni en mig minnir einhvern veginn ansi margir leikir á síðasta tímabili hafi farið svona, það þarf samt ekki endilega að vera rétt hausinn á mér er ekki óskeikull sem betur fer.

Dúfnaræktin er samt ekki svo brjáluð hugmynd sjáðu til, póstdúfur þær koma sér einstaklega vel á þeim stöðum þar sem pósturinn hefur tekið íbúana í ósmurðan afturendann og neitar að þjónusta þá.

Nú svo má rækta dúfur til manneldis, Þú til dæmis pantar hjá mér nokkur stykki í matinn, ég sendi nokkrar á stað fljúgandi með uppskriftina af eldamennsku á sjálfum sér í bandi bundið um hálsinn. Ódýr og góð lausn þar sem flutningskostnaðurinn heyrir sögunni til...

Hallgrímur Guðmundsson, 16.11.2008 kl. 08:31

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Já já það fara alltof margir leikir hjá þessum topp liðum 1-0.

Ég panta hér með 3 dúfur.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 16.11.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband