Ég skaut köttinn...

Fjölskyldan sat við hátíðarborðið á jólunum og gæddi sér á rjúpum sem húsbóndinn skaut um haustið. Eftir smá stund byrjaði frúin að hrækja út úr sér höglum og kvartaði hástöfum, djöfull er mikið að höglum í rjúpunni segir hún við bóndann. Hann verður frekar fúll enda rígmontinn með rjúpurnar, hvaða helvítis vitleysa er þetta í þér kona. Ekki löngu seinna byrjar dóttirin að kvarta líka, Pabbi mikið djöfull er mikið af höglum í rjúpunni.

Karlinn varð alvarlega fúll og hreytti út úr sér yfir matarborðið, hvaða andskotans þvæla er þetta þið kunnið ekkert gott að meta. Sonurinn þorði ekki að segja eitt einasta orð, hann hakkaði í sig rjúpurnar eins og grjótmulningsvél. Þegar máltíðinni var lokið stendur strákurinn upp og þakkar fyrir sig, hann fer síðan upp í herbergið sitt og lokar að sér. Ekki löng seinna kemur hann niður með þennan líka skelfingar svipinn í andlitinu og segi, mikið andskoti var mikið af höglum í rjúpunni.

Nú öskraði sármóðgaður faðirinn, af hverju segir þú það? Sko ég fór upp í herbergi og gerði það sem strákar gera stundum ( kippti íann ) og ég skaut óvart köttinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Milljón Hallgrímur.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 29.3.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.3.2008 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband