Tilraunarkerfið ( kvótakerfið ) að sanna gildi sitt.

Hvað á að halda lengi áfram með þessa hrikalegustu tilraun ( kvótakerfið ) sem reynd hefur veriðAkranessíðan þetta land byggðist? Uppsagnir, lokanir, gjaldþrot, hreppaflutninga fólks og aðfarir bankanna í neyðartilraun við að innheimta lánsfé fyrir upploginni veðsetningu er rétt að byrja. Nýjasta í hruninu eru uppsagnir á Akranesi, boðaðar lokanir á Húsavík og Þingeyri. Ég óskaði eftir skýringum í grein sem birt var í 24 stundum  22 jan. Sú grein er Hér

Tilraunakerfið ( kvótakerfið ) hefur komið á nokkuð magnaðar slóðir, slóðir sem við sem sjálfstæð þjóð, þjóð sem kennir sig við lýðræði þegna sinna, þjóð sem segist virða mannréttindi þegna sinna, sem sagt slóðir þjóða sem virða mannréttindi svipað og hundaskít og yfirlýst lýðræðið er vart orðanna virði.

HUSAVIKHvað hefur gerst, hvernig getur það gerst að afkomendur Víkinganna eru komnir svona langt af leið? Eru akkúrat engin takmörk fyrir því hverju skal fórnað fyrir ímyndaðan upploginn gróðaheim sem í þessu tilfelli er einungis til í Öskubusku ævintýri. Það fór þó ekki svo að gömul setning fallins foringja sé að rætast. Setning sem Guðmundur Kærnested sagði þegar síðasti breski togarinn sigldi út úr landhelgi Íslands, jæja þá getum við rústað þessu sjálfir á aðstoðar. Kaldhæðnislegt ekki satt?

 Sorglegast við það hvernig þessu er rústað er aðferðarfræðin. Í stuttu máli virðist Hafró hafaþingeyribrugðist sem vísindastofnun. Ótrúlega ósvífnar aðferðir gróðahyggjunnar hefur séð um afganginn. Um þær aðferðir þar ekkert að fjölyrða, þær hafa verið að birtast okkur á undanförnum dögum, vikum og mánuðum, og er þetta einungis byrjunin á hrikalegum afleiðingum geggjunarinnar.

Enn fer ég fram á það sem ég gerði í grein minn í 24 stundum og færslunni sem ég vitnaði í. Það liggur ljóst fyrir að þessi tilraun hefur misheppnast með öllu, það er skilda stjórnvalda að bregðast við og endurskoða þessa hrikalegu tilraun. Það er einungis aum hræsni að halda því fram að ekki hafi verið bent á aðrar leiðir. Það hefur verið gert og það vita allir.

Svona til glöggvunar er rétt að rifja það upp fyrir fólki hver hin hrikalega staðreynd er. SkuldirnarSkuldir sjávarútvegsins hafa margfaldast í upplognu brjálæði sem á sér enga hliðstæðu í hinum siðmenntaða heimi. Og í hverju liggja svo veðin, jú svona eins og einni miljón tonna af loðnu, ( hvar er það veð í dag? ) einnig hafa menn farið þá glórulausu leið að veðsetja fisk sem enn er syndandi í sjónum. Hvaða vitglóra er þetta? Í þessu  xls skjali má sjá hver eru hin raunveruleg verð sem liggja að baki brjálæðinu. Bilið á milli raunheima og Öskubusku ævintýrisins er stjarnfræðilegt.

Góðar stundir.

 

 


mbl.is Segja bæjarbúa lamaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband