Sannleikurinn skríður inn!!!!!

Þetta er í hnotskurn það sem menn hafa verið að segja um togararall Hafró. Mér finnst slæmt að Birgir Þór Sverrisson skipstjóri á Vestmannaey hafi ekki komið fram og viðurkennt þetta fyrr. En ég hef bent á það að mönnum er ekki frjálst að tjá sig vegna hagsmuna útgerðarinnar sem þeir vinna hjá. Núna aftur á móti er Birgir á skipi sem ekki kemur til greina í rallið, þá er hægt að tjá sig. Batnandi mönnum er best að lifa, Ekki satt: Ég ætla að birta hér part að viðtali við Birgir hér fyrir neðan sem er á skip.is

Hefur litla trú á ráðleggingum Hafró

          Í máli Birgis kemur fram að hann hefur ekki mikla trú á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. ,,Karlarnir hjá Hafró trúa eflaust því sem þeir eru að segja. Samt sem áður gengur ekkert að byggja upp stofninn þrátt fyrir að það sé búið að fara eftir ráðleggingum þeirra að megninu til í mörg ár. Sjálfur tók ég tíu sinnum þátt í togararallinu með þeim og satt best að segja hef ég enga trú á ráðgjöf sem byggist á niðurstöðum úr því. Ég held að menn verði að skoða mun fleiri þætti en fást úr togararallinu til að fá niðurstöðu sem mark er takandi á. Að mínu mati er togararallið úreld aðferð til að mæla stærð stofnsins. Hitastig og straumarnir í sjónum hafa breyst mikið og menn eru að nota allt önnur veiðarfæri í dag en fyrir tíu árum. Ég minnist þess til dæmis að einu sinni þurfti að fara út á ruslahauga til að finna ákveðna gerð af hlerum í togararallið. Það voru allir hættir að nota þá nema Hafró.

          Sjórinn fyrir sunnan land er hlýrri en hann var hér áður fyrr og spurning hvort fiskurinn liggi meira utan við landgrunnskantinn en áður. Rallið er aftur á móti alltaf framkvæmt á sömu slóðum og því ekkert skrítið þótt það veiðist minna ef fiskurinn hefur flutt sig um set. Ætið hefur líka mikið að segja og spurning hvort það sé ekki löngu kominn tími til að skoða þann þátt betur og draga úr veiðum á loðnu og rækju og öðrum tegundum sem þorskurinn lifir á. Sandsílið virðist líka vera horfið og ég minnist þess ekki að hafa séð neina skýringu á því.

Það er aftur á móti vont mál ef nýliðunin í stofninum er slæm og líklegt að Hafró hafi eitthvað til síns máls hvað það varðar. Sjálfum þykir mér aftur á móti mikið af þorski í sjónum miðað við oft áður og ég heyri ekki betur en að skipin séu að flýja þorskinn í stað þess að leggja sig eftir honum,” sagði Birgir. Tilvitnun í samtalið líkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þarna er HAFRÓ rétt lýst og segir einnig til um hvað rannsóknir þeirrar stofnunar eru marktækar.

Jóhann Elíasson, 30.6.2007 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband