Vinstristjórnar viðvörunarhvellur

Sjálfsumglaður og stútfullur af hroka sat sjónvarpsstjóri ÍNN í þætti sínum Hrafnaþing sem sendur var út í kvöld og ropaði þessum orðum út úr sér, vinstristjórnar viðvörunarhvellur.

Að sjálfsögðu var hann að djöflast á þeim sem eru að taka við brunarústum Íhaldsins, hvað annað?

Væri einhver til í að hnippa í kallinn og segja honum að hans hægri hönd (Íhaldið) beri ábyrgð á því hvernig farið var að því að gera heila þjóð nánast ef ekki alveg gjaldþrota. Hann virðist ekki vera alveg með þetta á hreinu karlanginn.Woundering

Að vísu fékk hægri hönd sjónvarpstjórans (Íhaldið) dygga aðstoð frá framsókn, það leysir þó aldrei Íhaldið frá ábyrgð sinni.

Eru Bótoxheilkennin í alvörunni svona útbreidd? Sjá hér.

Í alvörunni, hvað kom fyrir þetta fólk eru þeir sem ábyrgðina bera með tæplega 1/4 af gullfiskaminni ég bara spyr?

Góðar stundir. 


mbl.is Búið að opna Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað tengist þetta færðinni á Holtavörðuheiði?

Friðrik (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 23:55

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Hlustaðu á þáttinn þá skilur þú það jafnvel og ég, hann sjálfur byrjaði á því að tengja þetta við óveðrið og ófærðina sem er að hrella suma þessa stundina.

Friðrik er það í alvörunni einkaleyfi málpípu íhaldsins að tengja pólitískt drullumall við veðrið?

Hallgrímur Guðmundsson, 9.5.2009 kl. 00:03

3 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er svo lánsamur að nenna aldrei að hlusta á ruglið í Ingva. Hef annað og betra við tímann að gera.

Víðir Benediktsson, 9.5.2009 kl. 00:15

4 Smámynd: Sverrir Einarsson

Friðrik: Pólitíkin er eins og veðrið, þú veist aldrei hvað þú færð fyrr en það skellur á, hverju sem svo var búið að lofa.

Ríkisstjórnin er alltaf t.d. að grafast fyrir um af hverju snjóar í staðin fyrir að eyða kröftunum í að halda helstu aðalleiðum opnum þar til styttir upp og fara þá að spá í afhverju það snjóaði svona. Svo einfalt er það nú. 

Hvað Ingva Hrafn varðar þá hef ég stundum lúmskt gaman af honum en hann gæti ekki bullað meira stundum en maður sem er kominn vel á sjötta glas.

Og ég horfði ekki á leikinn í dag og auðvitað unnu þeir.

Sverrir Einarsson, 9.5.2009 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband