Brotið á félagafrelsi einstaklinga

Telja menn það eðlilegt í lýðræðisríki að fólki sér beinlínis troðið hvort því líki betur eða verr í stéttarfélög eða félagasamtök óháð vilja þess.

Í landinu gilda lög um félagafrelsi sem eru þverbrotin með svona vinnubrögðum. Þeir félagar Örn Pálsson og Arthúr Bogason hjá Landsambandi smábátaeigenda verja eins og hundar passa beinin sín svona ólýðræðisleg vinnubrögð.

Skoðum hvernig þetta virkar tilv. í fréttina. "Þegar smábátar selja afla rennur hálft prósent af aflaverðmætinu til Landssambands smábátaeigenda, og útgerðarmennirnir verða sjálfkrafa aðilar að sambandinu. Örn Pálsson framkvæmdastjóri segir að talsvert hafi verið hringt til sambandsins með fyrirspurnir. Greinilegt sé að tilkynning sjávarútvegsráðherra hafi hreyft við mönnum og margir hafi hug á því reyna við strandveiðarnar, ef þær verði að veruleika" Tilv. lýkur.

Skoðum svo hvernig samþykktir Landsambandsins eru settar upp meðal annars, 5. gr. vekur sérstaka athygli mína:

5. gr.

Komi til þess að félag ákveði að segja sig úr LS skal úrsögnin vera skrifleg og undirrituð af stjórnendum félagsins. Úrsögnin miðast við áramót með minnst 6 mánaða fyrirvara.

Hvernig getur það staðist lögin um félagafrelsi að svona Rússnesk skráning í samtök geti staðið í vegi fyrir því að menn geti sagt sig úr samtökunum jafn hratt og auðveldlega eins og þeim var kippt inn í partíið?

Þann 17. febrúar 2008 voru samtökin Framtíð samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi  stofnuð og í þau samtök gengu menn sem voru ósáttir við veru sína í LS og fannst þeir ekki lengur eiga neina samleið með LS. Á þessum samtökum er brotið gróflega með þessu fyrirkomulagi á greiðslum félagsmanna sem renna óskipt til LS.

Menn hverjir sem það svo eru standa dyggilega vaktina um að verja þetta í óbreyttri mynd og viðhalda brotum á lögunum um félagafrelsi, látum það liggja milli hluta hverjir standa vaktina þó svo ég hafi ákveðnar hugmyndir um það.

Fjárvana samtök eiga erfitt uppdrátta þótt málstaður þeirra sé góður. Samtök eins og Framtíð eru stórhættuleg að mati kvótamafíunnar og hef ég stundum nefnt LS litla LÍÚ með aðeins vægari boðskap á ruglinu sem viðgengist hefur nánast frá upphafi kvótasetningarinnar.

Okkur sem komu að stofnun þessara samtaka skal svelta til dauða í boði handónýtra stjórnvalda og varðhunda kvótakerfisins.

Hvaðan komu hugmyndir Vinstri grænna um strandveiðar?

Þær komu meðal annars frá okkur í Framtíð samtökum sjálfstæðra í sjávarútvegi sem höfum lagt á okkur ómælda ólaunaða vinnu við að benda á þessa hluti sem öllum þykja svo frábærar í dag.

Góðar stundir.


mbl.is Margir hafa áhuga á strandveiðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband