fös. 10.4.2009
Sumir vilja nefna hlutina öðruvísi en aðrir
Það væri haugalygi ef maður héldi því fram að gamli DV orðhákurinn Jónas Kristjánsson talaði eins og sunnudaga skólastrákur þegar hann sér ástæðu til að tjá sig um menn og málefni. Skoðum smávægilegt sýnishorn frá orðháknum um atburði síðasta sólahrings.
"Jónas Kristjánsson er þekktur fyrir að tala skýrt og afdráttarlaust í hundrað orðum. Í dag sýnist honum siðferðinu vera ábótavant í foringjasveit Sjálfstæðisflokksins.
"Helstu foringja Sjálfstæðisflokksins rekur án stýris um gráu siðferðishöfin. Formaðurinn nýi kemur úr einu af frægum fyrirtækjum samráðs gegn almenningi, bensínbransanum. Varaformaðurinn fékk tugmilljón króna kúlulán út á andlitið á sér. Annar leiðtoginn í Reykjavík fékk milljarða innspýtingu í illa rekinn sjóð, hinn fræga sjóð 9 í Glitni. Hinn leiðtoginn í Reykjavík er margsaga um afskipti sín af tugmilljóna herfangi Flokksins úr FL Group og Landsbankanum. Frægasti frambjóðandi Flokksins á Suðurlandi er gamall tukthúslimur fyrir hirðusemi í opinberum rekstri. Samanlagt er þetta nokkuð sjúskaður flokkur."
Þeir sem áhuga hafa geta svo skroppið á heimasíðu orðháksins skemmtilega hér, ég viðurkenni það án þess að vera beittur þrístingi eða grófu ofbeldi að ég hef mjög gaman að því að lesa það sem Jónas skrifar.
Góðar stundir.
Upplýsir ekki hverjir leituðu styrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Væru góðir saman Jónas og Ingvi Hrafn, báðir jafn miklir strigakjaftar, Ingvi þó sýnu skemmtilegri á að hlusta en Jónas, sem er hins vegar beittari penni en Ingvi Hrafn hygg ég.
Sverrir Einarsson, 10.4.2009 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.