Jæja þetta lagast bara með degi hverjum, hvað næst?

Það er eftirsjá í Guðrúnu Maríu og vil ég þakka henni fyrir þau störf sem hún hefur unnið fyrir flokkinn af miklum heilindum og ósérhlífni.

Hvernig sem á því stendur þá virtist vera óskiljanleg ákvörðunarfælin í gangi sem varð þess valdandi að sú uppstokkun á fronti flokksins sem hann varð að fara í gegnum varð ekki að veruleika.

Það er ekkert leyndarmál að ég er í Frjálslynda flokknum og er sem stendur formaður Frjálslyndra í Eyjafirði. Það þurftir ekki að nota nein geimvísindi til að sjá þessa hluti fyrir, níunda september 2008 skrifa ég þessa áskorun. Á þessum tíma var ljóst í hvað stefndi sama hvað hver segir þá var það staðreynd sem við erum svo að fá duglega í hausinn núna og ofan í kaupið á versta tíma sem hugsast getur.

Það er ekki nema bara eitt um þetta að segja, það er sorglegt að sjá hvernig menn hafa klúðrað sóknarfærunum sem við fengum upp í hendurnar á ótrúlegan hátt. Það er enginn flokkur sem hefur það á stefnuskrá sinni nema Frjálslyndi flokkurinn að hann er í alvörunni fyrir fólkið í landinu og landsbyggðin er hans hjartans mál.

Ég kalla eftir viðbrögðum forustunnar í flokknum, þið skuldið okkur skýringa á þeim atburðum sem skekið hafa innviði flokksins sem aftur verður þess valdandi að hæfasta fólkið okkar sér sig knúið til að yfirgefa okkur. Ef þetta kallast góð skipstjórn þá hef ég eitthvað misskilið það hlutverk í gegnum árin.

Góðar stundir.   


mbl.is Segir skilið við Frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Halli minn, takk fyrir góð orð í minn garð, og þú ert fyrsti maðurinn í embætti, sem þakkar mér fyrir störf mín í flokknum, hafðu fyrir það heiður frá mér.

Viðar ég þakka þér fyrir góð orð í minn garð, og ég veit að þú veist mjög margt nú þegar.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 6.4.2009 kl. 02:31

2 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Viðar ég fer að líkja þessu tvennu saman, vera í Frjálslynda flokknum og að vera Liverpool aðdáandi. Hvoru tveggja er rússíbanaferð á heimsmælikvarða...

Þinn er heiðurinn Guðrún og megi þér vegna vel í þeim verkum sem þú tekur þér fyrir hendur. 

Hallgrímur Guðmundsson, 6.4.2009 kl. 06:28

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Hjúkkit. Ég var næstum því lagður af stað norður til að tala við þig með tveimur hrútshornum....en ákvað að lesa bloggið þitt aftur til að dobúltékka hvort þú skrifaðir "virkilega svona" hehe. Og ég hafði rangt fyrir mér þannig að ég get haldið ró minni og þarf ekki að renna norður til að "tala" við þig.

Ég nefnilega las sem þú hefðir skrifað að Frjálslyndir væru "fyrir fólkið í landinu OG landsbyggðina"!!!! Og auðvitað varð ég alveg "stjörnu brjál" (fyrir hönd landsbyggðarinnar) en þar sem þú segir "OG landsbyggðin er hans hjartans mál" þá sleppur þú við heimsókn mína að sinni.

Satt er það Halli, að vera Frjálslyndur og líka Liverpool aðdáandi er sannkölluð rússíbanareið í meira lagi.

Þó þú setjir þumalskrúfu á löngutöngina á mér þá færðu aldrei að vita að ég kjósti Frjálslynda síðast.

Ég sjálfur(svo notað sé orðalag þingmanns) ákvað að hætta að horfa á síðasta Liverpool leik þegar staðan var 0 - 0 og 55 mín búnar af leiknum og það dugði til að þeir unnu leikinn.

þegar borgarpakkið talar um Reykvíkinga OG landsbyggðina þá á ég voða erfitt með mig......en það er önnur saga sem verður sögð kannski seinna.

Annars er ég voða hress að vanda eftir helgina.

Sverrir Einarsson, 6.4.2009 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband