Hræsni, ósvífni og algjört virðingaleysi

eru frekar mjúk og varfærin orð um þessa veruleikaskertu græðgi. Ég myndi kalla þetta að eyðileggja allt samband og samvinnu eigendanna við starfsfólk sitt.

Ef eitthvað bein er í nefinu á Vilhjálmi Birgissyni formanni Verkalýðsfélags Akraness þá gengur hann fram og krefst þeirra launahækkana sem starfsfólkið átti að fá nú um mánaðamótin. Allt annað er er óásættanlegt.

Ef allt væri eðlilegt þá ætti Vilhjálmur að mælast til þess að starfsfólkið legði niður vinnu þangað til þetta hróplega óréttlæti verður lagfært.

Hver var svo að væla um að staða sjávarútvegsins væri alvarleg, voru þessir drulluspaðar ekki í þeim hópi og kröfðust niðurfellingar á skuldum vegna slæmra stöðu?

Eru einhverjar lýkur á því Þeir hafa hugsað sér að greiða eitthvað af svakalegri skuldasúpu HB Granda úr eigin vasa. Ég er ekki svo viss um það og í rauninni held ég að þessir drullugosar hafi hugsað sér að almenningur borgi þær, allt annað er hróplegt óréttlæti að þeirra eigin mati.

Þið fyrirgefið en mér er algjörlega fyrirmunað að skilja svona hræsni, ósvífni og algjört virðingarleysi 

Góðar stundir.


mbl.is Ísland eyðilagði hjónabandið
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með þér og velti reyndar fyrir mér hvort það sé bein tenging á milli græðgi og heimsku! Hvort ætli komi á undan? Mér finnst það liggja í augum uppi að menn ætla að koma fram með þessum hætti þá kalla þeir ekkert annað en borgarastyrjöld yfir okkur

Rakel Sigurgeirsdóttir, 14.3.2009 kl. 02:20

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Þetta er afleiðingin af því að vera með dúkkulísu í forsvari fyrir ASÍ. Pjáturpési sem ekki þorir að standa upp í bátnum af ótta við að rugga honum of mikið í leiðinni. Óbeinu skilaboðin frá Gylfa Arnbjörns&co. til Kúta og félaga voru: að ef þú ert ekki sammála mér þá ertu á móti mér (Davíðskan holdi klædd).

Nú í dag er þörf á sterkum "kjaftaski" fyrir verkalýðinn, það er brotið á þeim daglega í krafti þess að það séu 13 þús manns á atvinnuleysisskrá. Mín reynsla er sú að við mig var sagt "það er lítið við þessu að gera eins og ástandið er í dag". En það er einmitt af þeirri ástæðu sem þarf að standa vörð fyrir verkalýðinn. Að ástandið er eins og það er í dag.

ps Skötuselur er ÆÐI..............................................á bragðið.

Sverrir Einarsson, 14.3.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband