Kvótakerfið markaði sporin að mesta hruni Íslandssögunnar

Kvótakerfið er kostnaðarsamt mannréttindabrot. Landsbyggðin er meira og minna flakandi sár, rústir sem og hreppaflutningar á fólki er ein afleiðan af herlegheitunum.

Skuldir sjávarútvegsins eru margfaldar miðað við ársframleiðslu er önnur afleiða af herlegheitunum.

Svo fara nokkrar millur í að verja herlegheitin, sem að vísu stjórnvöld töpuðu enda hefði það verið með einkennilegri uppákomum aldarinnar ef stjórnvöld hefðu unnið málið.

Hér fyrir neðan er smá samantekt á kostnaði stjórnvalda við að verja mannréttindabrot á sjómönnum og beita þegna sjávarplássanna ofbeldisfullum aðgerðum sem svo aftur leiðir þegnana nauðuga í hreppaflutninga þar sem heimabyggðir þeirra hafa verið steiktar nánast í heild sinn með aðstoð besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.

Lesningin hér fyrir neðan er tekin á dv.is

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið greiddi lögfræðingum 21,6 milljón króna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Lögfræðingarnir sinntu meðal annars undirbúningi svara til mannréttindadómstólsins í Strasbourg og Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.

Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvótakerfið væri brot á mannréttindum og lofaði Einar K. Guðfinnsson að bregðast við því. Kvótakerfið er hins vegar enn óbreytt.

Sundurliðaður kostnaður er sem hér segir:

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa og ýmis verkefni

Lögfræðingar
Undirbúningur svara til Mannréttindadómstólsins í Strassborg og Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Vinna við frumvörp um stjórn fiskveiða, búfjárlög, matvælalög og önnur verkefni
Kr. 21.618.699

Viðskipta- og hagfræðingar, lögg. endurskoðendur, tölfræðingar.
Vinna við útreikninga vegna verðlagsmála landbúnaðarins, vigtunar sjávarafla og önnur smærri verkefni
Kr. 2.196.778

Þýðendur
Þýðingar á lögum, frumvörpum, ræðum og ýmsum skýrslum
Kr. 1.946.393

Önnur sérfræðiþjónusta
Skýrslur um fiskeldi, umsjón með fisheries.is og önnur verkefni
Kr. 2.239.508

Samtals kr. 28.001.378

Góðar stundir.


mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Hallgrímur, þetta er góð grein og þörf upprifjun á þessum mannréttindabrotum.

Takk fyrir þetta kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.3.2009 kl. 22:54

2 identicon

Sammála. Áður fyrr voru það sjómenn/fiskimenn sem réðu ríkjum í sjávarútveginum. Núna eru það kaupsíslumenn. Það er ástæðan fyrir að ég gafst upp á sjómennskunni og eflaust fleiri.

Það er hryllilegt að hugsa til þess í hvað þessar háu fjárhæðir sem sjávarútvegurinn tók að láni fór, að mestu leyti. Ekki til að kaupa dýr skip eða vinnslulínur í landi. Nei peningarnir fóru aðallega í brask og erlenda bankareikninga. 

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 07:57

3 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Takk fyrir að halda þessu til haga

Aðalheiður Ámundadóttir, 6.3.2009 kl. 08:53

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Það virðist ekki standa til að breyta þessu þrátt fyrir að þetta kerfi sé gjaldþrota.

Víðir Benediktsson, 6.3.2009 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband