Kvótakerfið er kostnaðarsamt mannréttindabrot. Landsbyggðin er meira og minna flakandi sár, rústir sem og hreppaflutningar á fólki er ein afleiðan af herlegheitunum.
Skuldir sjávarútvegsins eru margfaldar miðað við ársframleiðslu er önnur afleiða af herlegheitunum.
Svo fara nokkrar millur í að verja herlegheitin, sem að vísu stjórnvöld töpuðu enda hefði það verið með einkennilegri uppákomum aldarinnar ef stjórnvöld hefðu unnið málið.
Hér fyrir neðan er smá samantekt á kostnaði stjórnvalda við að verja mannréttindabrot á sjómönnum og beita þegna sjávarplássanna ofbeldisfullum aðgerðum sem svo aftur leiðir þegnana nauðuga í hreppaflutninga þar sem heimabyggðir þeirra hafa verið steiktar nánast í heild sinn með aðstoð besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi.
Lesningin hér fyrir neðan er tekin á dv.is
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið greiddi lögfræðingum 21,6 milljón króna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Lögfræðingarnir sinntu meðal annars undirbúningi svara til mannréttindadómstólsins í Strasbourg og Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Mannréttindanefndin komst að þeirri niðurstöðu að kvótakerfið væri brot á mannréttindum og lofaði Einar K. Guðfinnsson að bregðast við því. Kvótakerfið er hins vegar enn óbreytt.
Sundurliðaður kostnaður er sem hér segir:
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, aðalskrifstofa og ýmis verkefni
Lögfræðingar
Undirbúningur svara til Mannréttindadómstólsins í Strassborg og Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Vinna við frumvörp um stjórn fiskveiða, búfjárlög, matvælalög og önnur verkefni
Kr. 21.618.699
Viðskipta- og hagfræðingar, lögg. endurskoðendur, tölfræðingar.
Vinna við útreikninga vegna verðlagsmála landbúnaðarins, vigtunar sjávarafla og önnur smærri verkefni
Kr. 2.196.778
Þýðendur
Þýðingar á lögum, frumvörpum, ræðum og ýmsum skýrslum
Kr. 1.946.393
Önnur sérfræðiþjónusta
Skýrslur um fiskeldi, umsjón með fisheries.is og önnur verkefni
Kr. 2.239.508
Samtals kr. 28.001.378
Góðar stundir.
Hrunin frjálshyggjutilraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll Hallgrímur, þetta er góð grein og þörf upprifjun á þessum mannréttindabrotum.
Takk fyrir þetta kær kveðja
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 5.3.2009 kl. 22:54
Sammála. Áður fyrr voru það sjómenn/fiskimenn sem réðu ríkjum í sjávarútveginum. Núna eru það kaupsíslumenn. Það er ástæðan fyrir að ég gafst upp á sjómennskunni og eflaust fleiri.
Það er hryllilegt að hugsa til þess í hvað þessar háu fjárhæðir sem sjávarútvegurinn tók að láni fór, að mestu leyti. Ekki til að kaupa dýr skip eða vinnslulínur í landi. Nei peningarnir fóru aðallega í brask og erlenda bankareikninga.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 07:57
Takk fyrir að halda þessu til haga
Aðalheiður Ámundadóttir, 6.3.2009 kl. 08:53
Það virðist ekki standa til að breyta þessu þrátt fyrir að þetta kerfi sé gjaldþrota.
Víðir Benediktsson, 6.3.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.